Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 13

Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 13
Sjúkraþjálfarinn -þekkir þig! Hátt í 25% niðurskurður í einu af ódýrustu úrræðunum til forvarna og endurhæfingar innan heilbrigðisgeirans Þann 1. júní sl. tók ný reglugerð um þátttöku hins opinbera í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar gildi. Um leið var hátt í 25% niðurskurður á síðastliðnum tveimur árum orðinn viðvarandi staðreynd. Öllum er ljóst að sjúkraþjálfun lækkar lyfjakostnað, fækkar innlagnardögum á sjúkrastofnunum og dregur úr þörf fyrir kostnaðarsamar aðgerðir. Fæstum dylst einnig að sjúkraþjálfun er áhrifa- rík leið til að virkja hvern einstakling til sjálfshjálpar og efla um leið bæði lífsgæði hans og atorku. Flestir munu sammála um að sjálfstætt rekin sjúkraþjálfun sé eitt af ódýrustu úrræðum sam- félagsins til forvarna og endurhæfingar. Þessi aðgerð stjórnvalda neyðir fjölda einstaklinga, og ekki síst aldraða og öryrkja, til að leita sér annarra leiða til bata eða sætta sig við viðvarandi skerta getu til leiks eða starfa. Jafnframt er augljóst að verulega er vegið að rekstrarskilyrðum sjúkraþjálfunar með ófyrirsjánlegum afleiðingum. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa samþykkt eftirgreinda ályktun sem send hefur verið til alþingismanna og þeirra sem með málið fara fyrir hönd stjórnvalda. Vonast er til að í kjölfarið skapist aukin umræða um mikilvægi sjúkraþjálfunar og þau verðmæti sem samstarf sjúkra- þjálfarans og skjólstæðings hans leggur samfélaginu til. zebra Ályktun: • Fulltrúar FSSS gerðu ítrekaðar tilraunir til að fá fund með velferðarráðherra til þess að gera honum grein fyrir afleiðingum niðurskurðar af þessari stærðargráðu. Ráðherrann vék sér undan slíkum fundi og sýndi um leið hagsmunum nokkur hundruð manna starfsstéttar og tugum þúsunda viðskiptavina hennar mikla óvirðingu. Fundurinn lýsir yfir megnri óánægju með viðhorf stjórn- valda til þess verðmæta starfs sem fólgið er í sjúkraþjálfun og þeim vinnubrögðum sem þau leyfa sér að viðhafa. Fundurinn veitir stjórn og samninganefnd FSSS fullt umboð til að undirbúa samstilltar aðgerðir til þess að knýja á um tafarlausar leiðréttingar á rekstrarskilyrðum sjúkraþjálfara og réttindum sjúkratryggðra til að nýta sér þjónustu þeirra. Almennur fundur í Félagi sjálfstætt starfandi sjúkra- þjálfara (FSSS), haldinn á Grand Hótel 7. júní 2011, lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá einhliða breytingu sem velferðarráðherra hefur knúið í gegn á reglugerð um þjálfun og þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði vegna hennar. Sérstök athygli er vakin á eftirgreindu: • Þátttaka hins opinbera í þjálfun sjúkratryggðra hefur verið skorin niður um hartnær fjórðung á síðastliðnum tveimur árum og er það langt umfram það sem almennt hefur verið gert annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Afleiðingar hátt í 25% niðurskurðar í kostnaðarþátttöku vegna þjálfunar eru augljósar, jafnt fyrir þá sem á henni þurfa að halda og þá sem þjónustuna veita. Að auki hefur formaður heilbrigðisnefndar Alþingis viðurkennt það opinberlega að engin yfirsýn sé yfir það hvaða áhrif niður- skurður á einum stað í heilbrigðiskerfinu geti haft til hækkunar á öðrum sviðum þess.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.