Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 20

Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 20
25. júní 2011 LAUGARDAGUR20 Ég vil ekki að fólk fái þá ranghug- mynd að það sé hægt að spá fyrir um allt. N ate Silver hefur verið kallaður stjórnmála- völva, tölfræðisnilling- ur og gagnakristalskúla fyrir skrif sín. Hann er þó hvorki háskólapró- fessor né vísindamaður, heldur blogg- ari. Hann hóf að skrifa um stjórnmál í frítíma sínum þegar forval Demó- krata og Repúblikana fyrir forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum 2008 stóð sem hæst. Áður hafði hann varið tíma sínum í að þróa tölfræðilegt for- rit sem spáði fyrir um það hvort ungir hafnaboltamenn væru líklegir til að standa sig vel í bandarísku atvinnu- mannadeildinni. Hann stofnaði fyrirtæki utan um forritið og seldi spárnar með ágætum árangri. Hann færði sig síðan yfir í stjórnmálin þegar honum fannst hann greina sömu klisjurnar og vitleysuna í málflutningi stjórnmálaspekinga og hann hafði komið auga á hjá íþrótta- fréttamönnum. Nálgun hans var að komast yfir allar mögulegar tölur og gögn um stjórnmálamenn og skoðanir þeirra sem og úr skoðanakönnunum og sjá hverju hann gæti komist að. Það reyndist vera ýmislegt því Sil- ver tókst að spá rétt fyrir um úrslitin í forsetakosningunum 2008 í 49 ríkj- um af 50 auk úrslita allra kosninga um öldungadeildarþingsæti sama haust. Stóru fréttastöðvarnar í Bandaríkj- unum höfðu ekki roð við honum enda fóru þær fljótt að leita til hans. Vakti bloggið hans svo mikla athygli að tíma- ritið Time valdi hann einn af hundrað áhrifamestu mönnum heims árið 2009, einungis átján mánuðum eftir að hann hóf að blogga. Spár víða orðnar fyrirferðarmiklar „Ég hef alltaf haft töluverðan áhuga á stjórnmálum en þó kannski ekki eins mikinn og vefsíðan gæti gefið til kynna. Pabbi minn er prófessor í stjórnmálafræði en þegar ég var yngri þótti mér mikilvægt að herma ekki bara eftir honum heldur gera eitthvað nýtt,“ segir Silver spurður um stjórn- málaáhugann. „Þegar prófkjörin fóru síðan af stað 2007 og 2008 jókst áhugi minn mikið á því sem var að gerast. Ég hafði þá búið í Chicago í tíu ár og „okkar“ maður Barack Obama var að slá í gegn. Svo var allt þetta athyglisverða fólk; Hillary Clinton, John McCain, Rudy Giuliani og fleiri þannig að ég fór að fylgjast töluvert með. Það sem sló mig þá var hvað mér fannst fjölmiðlamenn oft vera að fjalla um og segja hluti sem hreinlega gátu ekki staðist, rétt eins og íþróttafréttamennirnir sem ég hafði fylgst meira með fram að því. Því stofnaði ég þessa síðu, sem reyndist vera mikil eftirspurn eftir.“ Fyrst um sinn heimsóttu einungis örfáar hræður vefsíðu Silver en heim- sóknum fjölgaði gífurlega á einungis nokkrum mánuðum. „Þetta er það sem er einna áhugaverðast við netið. Maður byrjar að gefa eitthvað út eða blogga og það getur gjörsamlega sprungið út. Fyrst voru hundrað gestir, svo þús- und, tíu þúsund og loks þrjár milljónir á sjálfan kjördaginn,“ segir Silver um vinsældir vefsíðunnar sinnar. Skrifar bók um spágerð Í fyrra færði Silver bloggið sitt undir hatt New York Times, sem greið- ir honum nú laun fyrir það sem var áður áhugamál. Þá vinnur hann að gerð bókar sem áætlað er að komi út á næsta ári. „Ég er langt kominn með bókina og vona að ég geti klárað hana í haust. Bókin fjallar um spágerð og tölfræði og hvernig þessum aðferðum er beitt við ótrúlegustu hluti. Hún er svolít- ið í anda bóka eins og Freakonomics, sem hafa fjallað um svipaða hluti, en um leið fjalla ég meira um takmark- anir þessara aðferða,“ segir Silver og bætir við: „Ég vil ekki að fólk fái þá ranghugmynd að það sé hægt að spá fyrir um allt. Til að mynda getum við ekki spáð fyrir um jarðskjálfta þrátt fyrir hafsjó Stjórnmálavölvan frá Michigan Stjórnmálabloggarinn Nate Silver notar tölfræði til að greina málflutning og sigurlíkur frambjóðenda og spáir fyrir um kosn- ingaúrslit með hreint ótrúlegri nákvæmni. Aðeins rúmu ári eftir að hann byrjaði að blogga komst hann á lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims árið 2009. Nate var á Íslandi í vikunni og Magnús Þorlákur Lúðvíksson tók hann tali. gagna. Þegar við höfum mjög óreiðu- kennd og flókin ferli erum við bara ekki komin nógu langt til að skilja þau til fulls.“ Silver bendir á að tölfræði á borð við þá sem hann stundar sé nú notuð við ótrúlegustu hluti. „Íþróttalið í hafna- bolta, körfubolta og meira að segja fót- bolta hafa mörg hver heilu skrifstof- urnar á sínum snærum sem gera ekkert annað en að greina gögn og reyna að spá fyrir um framtíðargetu ungra leikmanna og það hvers konar spila- mennska virkar.“ Silver segir mörg stórfyrirtæki nota upplýsingar um viðskiptavini sína til að spá fyrir um hegðun þeirra og tekur sem dæmi kreditkortafyrirtæki sem nota upplýsingar um kreditkortanotk- un til að spá fyrir um allt mögulegt, til dæmis það hvort einstaklingar séu lík- legir til að skilja við maka sinn eða ekki, og haga viðskiptum sínum með þær upp- lýsingar í huga. „Svo má ekki gleyma því að spágerð batnar ár frá ári með nýjum aðferðum og betri tölvutækni. Veðurspár hafa til dæmis batnað línulega ár frá ári í fjölda ára, sem kann kannski að koma mörgum á óvart,“ segir Silver. Obama líklegur til endurkjörs Silver studdi Barack Obama í forseta- kosningunum 2008 og segir skoðan- ir sínar meira í ætt við demókrata en repúblikana. Hann er samt sem áður óflokksbundinn og finnst einkennilegt hvernig fólk virðist stundum halda með flokki eins og íþróttaliði. En hvernig hefur Obama staðið sig í Hvíta húsinu? „Ég myndi sennilega gefa honum B eða B mínus fyrir frammistöðuna hingað til. Umbætur hans á heilbrigð- iskerfinu eru merkilegt afrek og hann hefur unnið ýmsa aðra sigra. Osama bin Laden var drepinn, sem er stórmál fyrir Bandaríkjamenn, hann kom áleiðis stóru félagslegu máli sem var að sam- kynhneigðum er nú leyft að gegna her- þjónustu eins og öðrum og margt annað. Sé litið á stefnumálin hefur honum gengið nokkuð vel. Efnahagsmálin hafa hins vegar reynst honum erfið þótt óvíst sé að hve miklu leyti við hann er að sakast. Það hefur líka háð honum að svo virð- ist sem markmið númer eitt hafi alltaf verið að ná endurkjöri. Stjórnin hefur því verið feimin við að taka áhættu og galt held ég fyrir það í þingkosningun- um 2010 þegar repúblikanar unnu sigur. En að teknu tilliti til alls myndi ég segja að hann hefði verið á bilinu ágætur til góður forseti,“ segir Silver. Þá telur hann O60 til 65 prósenta líkur á því að Obama verði endurkjör- inn eins og staðan sé núna. „Verði staðan í efnahagsmálum orðin aðeins betri en hún er núna ætti hann að hafa það. Hann hefur áfanga sem hann getur stært sig af, hann er auðvitað frábær stjórnmála- maður eins og kom í ljós fyrir síðustu kosningar, auk þess sem frambjóðend- ur repúblikana eru ekki sérstaklega spennandi. En efnahagsmálin gætu orðið honum að falli ef næsta ár verður erfitt,“ segir Silver. Silver þykir sennilegast að Mitt Rom- ney verði tilnefndur sem frambjóðandi repúblikana þótt margt geti enn breyst. „Romney er líklegastur. Hann er með 30 prósenta stuðning í könnunum, býr í mikilvægu prófkjörsríki og hefur boðið sig fram áður, sem er mikilvægara en NATE SILVER Silver hóf störf hjá endurskoðunarfyrirtæki eftir háskólanám. Honum dauðleiddist í því starfi og hætti þegar tölfræðiforrit sem hann hafði þróað í frítíma sínum til að spá fyrir um framtíðargetu hafnaboltamanna sló í gegn. Hann hóf síðar að skrifa um stjórnmál sér til gamans. FRÉTTABLAÐIÐ/HALLDÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.