Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 28

Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 28
25. júní 2011 LAUGARDAGUR28 Þ egar leikkonan Diane Keaton lék titilhlut- verk í kvikmynd- inni Annie Hall eftir Woody Allen tók tískuheimurinn and- köf. Árið var 1977 og herralegur fatnaður aðalleikkonunnar vakti mikla athygli. Stíll Keaton í mynd- inni einkenndist af jakkafötum, síðum pilsum, vestum, bindum, slaufum og flatbotna herraskóm. Þessi sami stíll er kominn aftur en jakkaföt með öllum sínum einfaldleika halda innreið sína í tískuna. Tískuhús á borð við Derek Lam, Celine, Michael Kors og Chloé hafa verið með jakkaföt á konur í línum sínum fyrir sumarið og komandi vetur. Ekki skiptir miklu máli hvort fötin eru svört, drapp- lituð, hvít eða í skærum litum. Síðir jakkar hjá Celine og stutt- ir hjá Chanel. Víðar skálmar hjá Derek Lam og glitrandi buxur frá Michael Kors. Stjörnurnar eru þegar farnar að skipta síðkjólum út fyrir sam- stæðar buxur og jakka á rauða dreglinum enda óneitanlega þægileg og einföld samsetning. Fyrir konur með einfaldan smekk Jakkaföt, skyrtur og bindi er fatnaður sem alla jafna einskorðast við herratískuna en samstæðar buxur og jakki á kvenmenn eru í lykilhlutverki tísku ársins 2011. GRÁTT Jakka- föt og einfalt hálsmen frá Michael Kors. CHANEL Víðar buxur og stuttur jakki. DEREK LAM Hneppt upp í háls á sýningu Derek Lam. NORDICPHOTOS/GETTY BRAUTRYÐJANDINN Það eru ekki margir sem vita að Diane Keaton notaði föt úr sínum eigin fataskáp í myndinni Annie Hall. Búningarstýra myndarinnar var ekki par ánægð þegar Keaton gekk inn á settið, klædd í vesti og skyrtu með bindi. Hún fór til leikstjórans, Woody Allen, og sagði „Þú verður að segja henni að hún geti ekki klæðst þessum fötum í myndinni. Þetta er alltof flippað.“ Allen leit á Keaton og svaraði „Láttu hana vera. Hún er snillingur. Leyfðu henni að klæða sig eins og hún vill.“ LITRÍK Jakki og buxur þurfa ekki að vera í sama lit til passa saman en það sýndi Jill Sander í sumar- línu sinni. SKYRTA Girt ofan í hátt mitti í sumarlínu Dereks Lam. GLAMÚR Glitrandi buxur og síður jakki frá Michael Kors. GULT Sumarleg jakkaföt. EINFALT Leik- konan Tilda Swinton snyrti- leg á rauða dreglinum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.