Fréttablaðið - 25.06.2011, Page 30
heimili&hönnun2
● Forsíðumynd: VitraHaus, Herzog
& de Meuron © Vitra (www.vitra.
com) Útgáfufélag: 365 miðlar ehf.,
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000
Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@
frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir
solveig@frettabladid.is Auglýsingar:
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir s. 512-
5462 Útlitshönnuður: Sæmundur Freyr
Árnason sfa@frettabladid.is.
heimili&
hönnun
SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI
júní 2011
Salan tekur kipp
Aukin sala hefur verið í
húsgögnum og raftækj-
um síðustu mánuði.
Forsvarsmenn verslana
segja fólk bæði endur-
nýja gamla hluti og
skipta út græjum fyrir
aðrar nýrri.
SÍÐA 2
Almennur áhugi á hönnun
Sigríður Heimisdóttir segir frá stór-
skemmtilegum hönnunarnámskeiðum í
Boisbuchet í Frakklandi. SÍÐA 4
VITRAHAUS, HERZOG & DE MEURON © VITRA WWW.VITRA.COM
UNDRAHEIMUR
VITRA
VitraHaus í Basel, sem
hannað er af Herzog
& DeMeuron, hýsir
heimilislínu Vitra.
BLS. 6
1920x1080p
UPPLAUSN
BETRA
ALLTAF
VERÐ
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR
SEX
VERSLANIR
21.5 LCD skjár með HD 1920x1080 upplausn, 20.000:1
skerpu, 5ms viðbragðstíma, VGA, TN filmu o.fl.
21,5”
21.990
VIKUTILBOÐ Á LCD
Sterkar vísbendingar eru um það að
einkaneysla þjóðarinnar sé á leið upp
á við en velta í ákveðnum þáttum sér-
vöruverslunar, húsgögnum og raftækj-
um, hefur aukist um tugi prósenta síð-
ustu mánuði samkvæmt smásöluvísutölu
Rannsóknarseturs verslunarinnar.
„Verslun í sérvöru er yfirleitt það
fyrsta sem dregst saman í efnahags-
kreppu og húsgagnaverslanir hafa átt í
miklu basli frá hruni. Íslendingar voru
mjög duglegir í húsgagnakaupum þar til
hrunið varð og mikil uppsveifla varð á
þeim markaði í lok ársins 2007. Velta í
húsgagnaverslun minnkaði svo um helm-
ing frá árinu 2008 til 2009. Frá áramót-
um hefur þessi sérvöruverslun hins
vegar verið að þokast aftur upp þannig
að fólki virðist vera farið að vanta hús-
gögn,“ segir Emil B. Karlsson, forstöðu-
maður Rannsóknaseturs verslunarinnar.
Samkvæmt Rannsóknarsetri versl-
unarinnar hefur sérvöruverslun glæðst
það sem af er þessu ári frá sama tíma-
bili í fyrra. Velta raftækjaverslana jókst
um 31,5 prósent á föstu verðlagi og 16
prósent aukning varð í veltu húsgagna-
verslunar á sama
tíma. Verðlag á þess-
um tegundum sérvöru
hefur haldist nokk-
uð óbreytt á milli ára,
nema á raftækjum en
þau hafa lækkað tölu-
vert í verði, um 11,9
prósent frá maí 2010.
IKEA hefur síðustu
árin verið ein vinsæl-
asta húsgagnaverslun-
in hérlendis en framkvæmdastjóri henn-
ar, Þórarinn Ævarsson, segir hægan
bata hafa orðið í húsgagnaverslun síð-
ustu tólf mánuðina eftir að botninum
hafi verið náð vorið 2010. „Uppsveifl-
an hefur verið nokkuð jöfn yfir allar
vörulínur, allt frá barnahúsögnum upp
í skrifstofuhúsgögn, en þó minnst í dýr-
ustu húsgögnunum,“ segir Þórarinn.
Framkvæmdastjórar tveggja rótgró-
inna raftækjaverslana hérlendis segj-
ast báðir merkja aukningu í sölu stærri
heimilistækja.
„Fólk er að endurnýja stærri heimil-
istæki, svo sem þvottavélar, uppþvotta-
vélar og kæliskápa, og virðist hafa beðið
með það síðustu árin. Þá er líka góð
hreyfing á dýrari raftækjum svo sem
hátæknisjónvörpum. Það sama erum
svo að sjá í sölu á innréttingum,“ segir
Andrés B. Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Bræðranna Ormsson en fyrirtæk-
ið hefur einnig sérhæft sig í sölu baðher-
bergis- og eldhúsinnréttinga. Auk þess
sem Andrés merkir aukna einkaneyslu
verður hann var við að verktakar fái út-
hlutað stærri verkum og þurfi að fjár-
festa í innréttingum í blokkum upp á
tugi íbúða.
Innkaupastjóri Elko, Óttar Örn Sigur-
bergsson, tekur í sama streng og Andr-
és og segir greinilegt að sala á stærri
heimilistækjum sé á mikilli siglingu.
„Fólk er ekki bara að endurnýja lykil-
vörurnar heldur er það líka að skipta út
tækjum sem eru kannski í góðu lagi en
þá er oftast um að ræða hágæðatækni-
vörur, svo sem sjónvarpstæki. Inn í
þessa auknu sölu spila þó líka fleiri at-
riði, svo sem fyrirtækjamarkaðurinn.
Það þarf ekki annað en að nýtt hótel opni
til að það hafi áhrif á heildarútkomuna.“
Einkaneysla eykst á ný
● Sala á húsgögnum og raftækjum hefur tekið kipp síðustu mánuði. Forsvarsmenn verslana hér í bæ segja
fólk bæði vera að endurnýja það sem sé úr sér er gengið og skipta um græjur og fá sér aðrar betri.
Emil B. Karlsson,
forstöðumaður
Rannsóknarseturs
verslunarinnar.
Sala á stærri heimilistækjum er á góðri siglingu þessa dagana. MYND/NORDICPHOTOS
●50% SAWDUST Ísraelska
hönnunartvíeykið Kulla Stud-
io, sem skipað er Adi Shpigel og
Keren Tomer, kynnti nýverið borð-
lampa úr línu sinni 50% sawdust. Lamp-
arnir eru hluti af húsgagnalínu úr endurunnu
efni, sagi og plastpokum. Saginu og kurluðum
plastpokum er blandað saman, blandan sett í
mót og bökuð og er útkoman hart efni. Litirn-
ir í plastpokunum mynda skemmti-
legt munstur í efnið. Nánar á www.
kulladesign.com.
UNDIR SÓLINNI...
●NOTADRJÚGT
STURTUHENGI Winterch-
eck Factory í Brooklyn hann-
aði nýlega sniðugt sturtuhengi.
Hengið er hannað fyrir þröng
baðherbergi íbúða í New York
og er með áföstum vösum fyrir
sjampó, rakvél og tannbursta.
Vasarnir hleypa vatninu í gegn-
um sig og geta tekið allt að átta
sjampó og sápubrúsa. Eins eru
tvær lykkjur á sturtuhenginu
þar sem hengja má handklæðið.
Nánar á wintercheckfactory.com.
●NEWSPAPERWOOD Dagblaðavið-
ur eða NewspaperWood er afrakstur samvinnu
vöruhönnuðarins Mieke Meijer og hollenska
hönnunarfyrirtækisins Vij5. Viðinn sýndu þau á Salone
Del Mobile sýningunni í Mílanó nú í vor. Hugmyndin
að baki viðarins er að endurvinna dagblöð. Mörg lög
af pappír eru pressuð saman og mynda línur, svip-
aðar árhringj í tré. Dagblaðaviðinn er hægt
að vinna eins og hvern annan við,
saga hann niður, pússa og
smíða úr honum. Nánar
á www.vij5.nl.
b
m
va
ll
a
.is
Smellinn
forsteyptar einingalausnir frá BM Vallá
Einingahúsin henta vel sem einbýlishús,
orlofshús, hesthús, skrifstofur, gistihús
... möguleikarnir eru óendanlegir.
Einar Ólafsson verðlaunaarkitekt hefur fjölbreytta
reynslu af hönnun einingahúsa.
Frábær byggingakostur
„Forsteyptar einingar gefa frelsi í hönnun og ég
get verið viss um gæði steypunnar. Þess vegna vel
ég forsteyptar einingar í margar af byggingunum
sem ég hanna.“
BM Vallá ehf.
Bíldshöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 412 5000
Fax: 412 5001
sala@bmvalla.is
Helstu kostir SMELLINN
húseininga:
Styttri byggingartími
Steypt við bestu aðstæður
Yfirborð frágengið
Gott einangrunargildi
Minni fjármagnskostnaður
Smellinn einingahús eru traustur og fljótlegur
kostur fyrir fólk í framkvæmdahug. Húsin eru
steypt við bestu mögulegu aðstæður, reist og
tilbúin á stuttum tíma og hafa í för með sér
lægri fjármagnskostnað.