Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2011, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 25.06.2011, Qupperneq 58
25. júní 2011 LAUGARDAGUR34 timamot@frettabladid.is „Mér fannst heiður að vera beðin um þetta,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, sem samdi tvo dansa fyrir bresku útgáfu hinna vinsælu sjónvarps- þátta So you think you can dance. Katrín var einnig beðin um að semja dans fyrir úrslitaþáttinn en vegna anna með Íslenska dansflokknum sá hún sér ekki fært að taka það að sér. „Það er verið að kynna danslistina og breiða hana út með þessum hætti í Bretlandi og mér fannst frábært að taka þátt í því.“ Katrín er fyrsti Íslendingurinn sem unnið hefur við bresku útgáfu þátt- anna en annarri þáttaröðinni lauk á dögunum. Framleiðendur þáttanna eru að hluta þeir sömu og í banda- rísku útgáfunni, þeirra á meðal Nigel Lythgoe. Kynnir var Cat Deeley eins og í Bandaríkjunum. „Þau voru að reyna að auka gæði þáttarins,“ segir Katrín sem samdi dansa innan um reynslubolta á sviði þáttarins. „Þarna voru danshöfundar á borð við Mandy Moore, Tyce Diorio sem hafa samið fyrir bandarísku þættina ásamt öðrum danshöfundum sem hafa verið í Kanada og Ástralíu. Ég var svolítill nýgræðingur þarna.“ Katrín samdi keppnisrútínu fyrir tvídans. „Ég var látin gera nútíma- dans. Ég fékk kvendansara sem er nútímadansari og karldansara sem er hipphoppari. Hann hafði náttúru- lega aldrei dansað nútímadans eða berfættur. Það var áskorun að aðlaga hipphoppara að rútínu sem krefst nútímadanstækni á svona stuttum tíma,“ útskýrir Katrín sem hitti parið tvisvar sinnum í fjóra klukkutíma í senn, sem er sá tímarammi æfinga sem gefinn er í þáttunum. „Ég stóð náttúrulega með mínu pari og vildi að það kæmist áfram,“ segir Katr- ín og bætir brosandi við að það hafi parið og gert. „Svo var ég fengin til að semja hópdans fyrir átta dansara sem var opnunaratriði í þættinum.“ Katrín segir að vinna við þáttinn hafi verið mikill lærdómur. „Þetta er allt annar tebolli en ég hef verið að fást við. Þetta eru örverk sem verða að vera aðgengileg. Þema eða lítil saga verður að komast til skila og ég vissi ekki fyrr en daginn áður hvaða dansara ég fengi. Það var gaman að kynnast þessum heimi sem er sérstak- ur og skemmtilegur.“ martaf@frettabladid.is KATRÍN HALL: SAMDI DANSA FYRIR HIÐ BRESKA SO YOU THINK YOU CAN DANCE Kynnti danslistina í Bretlandi SÉRSTAKUR HEIMUR Katrín samdi nútímadans fyrir hipphoppara og nútímadansara. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Merkisatburðir 1244 Flóabardagi háður á Húnaflóa. Þar börðust Þórður kakali og Kolbeinn ungi Arnórsson. 1667 Kristján fimmti konungur Íslands og Danmerkur kvænist Charlotte Amalie af Hessen-Kassel. 1809 Jörundur hundadagakonungur tekur sér völd á Íslandi og hreppir Trampe stiftamtmann og fleiri í varðhald. 1893 Hjalti Jónsson klífur Háadrang undan Dyrhólaey en drangur- inn er 56 metra hár. 1930 Dönsku konungshjónin koma til Reykjavíkur vegna Alþing- ishátiðarinnar. 1975 Mósambík lýsir yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. 48 GEORGE MICHAEL tónlistamaður er 48 ára.„Allt gekk mér í hag. Ég var glaður á leið inn í sögubæk- urnar en þá leystist allt upp.“ Þátturinn Heimurinn okkar var fyrsta alþjóðlega gervitunglaútsendingin. Var honum sjónvarpað þann 25. júní 1967. Listamenn sem voru fulltrúar nítján mismunandi þjóða voru beðnir um að koma fram í þættinum fyrir land sitt. Óperusöngkonan María Callas, hljómsveitin Bítlarnir og málarinn Pablo Picasso komu meðal annarra fram í útsendingunni, sem um fjögur hundruð milljón manns víða um heim horfðu á. Frægasti hluti þáttarins er þáttur Bítlanna. Útsendingin var í miðju Víetnamstríðinu svo hljómsveitin notaði tækifærið til að koma jákvæðum boðskap um ástina á framfæri. Fluttu þeir lag Johns Lennon All you need is love sem samið var sérstaklega af þessu tilefni. Hluta Bítlanna í þættinum var sjónvarpað aftur árið 1995 í þætti um hljómsveitina. Merkilegt þótti að við endurútsendinguna var myndin í lit þótt upphaflega hefði hún verið svarthvít. Notaðar voru ljósmyndir í lit frá atburðinum til að finna réttu litina á fatnað hljómsveitarmeðlima. ÞETTA GERÐIST: 25. JÚNÍ 1967 Fyrsta beina gervitunglaútsendingin Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Friðþjófur I. Strandberg sjómaður, til heimilis að Melgerði 32, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 27. júní kl. 13.00. Guðrún Magnúsdóttir Strandberg Auður Strandberg Magnús Strandberg Ingibjörg Bragadóttir Birgir Strandberg Sveinbjörn Strandberg Kristín Jónsdóttir Agnar Strandberg Brynja Stefnisdóttir barnabörn, barnabarnabörn og bróðir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ágúst Valur Guðmundsson húsgagnasmíðameistari, Sóleyjarima 3, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík á þjóðhátíðar- daginn 17. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 28. júní kl. 13.00. Svava Berg Þorsteinsdóttir Jónas Ágúst Ágústsson Halldóra G. Árnadóttir Sólveig Björk Ágústsdóttir Óskar Ísfeld Sigurðsson Þorsteinn Valur Ágústsson Íris Dröfn Smáradóttir afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, William McDougall Vilhjálmur Alfreðsson Efstasundi 76, lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 17. júní. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg, mánudaginn 27. júní kl. 15.00. Sólveig Magnúsdóttir Magnús Sigurðsson Þórhildur Karlsdóttir Emil Þór Sigurðsson Sigrún Baldursdóttir og barnabörn. Sonur okkar, barnabarn og frændi, John Christopher Romano lést að heimili sinu í Norwalk, CT, USA mánudaginn 13. júní sl. Jarðarför hefur farið fram. Minningarathöfn verður í Guðríðarkirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 13.00. Kristrún Erlingsdóttir Romano John Romano Erlingur Dagsson Þór, Vigdís, Jón, Kjartan, Grétar og fjölskyldur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Svövu Sigmundsdóttur frá Björgum. Sérstakar þakkir til séra Gunnars Jóhannessonar og starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Sigurður Kristjánsson Kristín R. Fjólmundsdóttir Aðalheiður S. Kristjánsdóttir Fjólmundur Fjólmundsson og fjölskyldur Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Reynir Ómar Guðjónsson Stekkjarhvammi 70, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldu sinnar þann 22. júní. Vilborg Jóhanna Stefánsdóttir Stefán Reynisson Sóley Eiríksdóttir Helga Reynisdóttir Björn Ingi Vilhjálmsson Anna Reynisdóttir Björn Bragi Arnarsson og afastelpur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.