Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2011, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 25.06.2011, Qupperneq 64
25. júní 2011 LAUGARDAGUR40 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. endir, 6. eftir hádegi, 8. sæ, 9. draup, 11. hljóm, 12. ólögl. innfluttn- ingur, 14. skot, 16. pot, 17. sauðaþari, 18. útsæði, 20. golf áhald, 21. lokka. LÓÐRÉTT 1. flík, 3. þys, 4. spariföt, 5. næði, 7. safna, 10. ætt, 13. eldsneyti, 15. slepja, 16. skammstöfun, 19. pípa. LAUSN Eruð þið hrifnir af þessu? Þetta er nýi farsím- inn minn... LÁRÉTT: 2. lykt, 6. eh, 8. sjó, 9. lak, 11. óm, 12. smygl, 14. snafs, 16. ot, 17. söl, 18. fræ, 20. tí, 21. laða. LÓÐRÉTT: 1. pels, 3. ys, 4. kjólföt, 5. tóm, 7. hamstra, 10. kyn, 13. gas, 15. slím, 16. ofl, 19. æð. Veistu hvað Fríða og Bjarni hafa haft fyrir stafni? Nei, segðu mér!!! Þetta er algjör- lega óásættanleg hegðun, Palli! Þú verður að bæta þína framkomu töluvert og það strax! Ef faðir þinn væri dauður myndi hann snúa sér í gröfinni! Einmitt þegar ég hélt að líf mitt gæti ekki verið verra þá opnar mamma mín munninn. Má ég fá plástur? Ég meiddi mig á hendinni? Má ég sjá Þetta er bara skráma, þú þarft ekki plástur á þetta. Ok. Ef það kemur ein- hver sýking og ég fæ stórt ör þá get ég alltaf húðflúrað yfir það. Á ferðum mínum um heiminn hef ég stundum rekið augun í skilti þar sem varað er við vasaþjófum. Þegar ég sé þau fyllist ég samstundis tortryggni og aðgæti hvort ég sé ekki örugglega enn með veskið í vasanum. Þetta endurtek ég í hvert sinn sem mér verður það á að rekast utan í aðra manneskju. Ef ég væri vasa- þjófur myndi ég því stunda iðju mína alls staðar annars staðar en einmitt þar sem svona skilti eru. Ályktunargáfa mín segir mér nefnilega að óvíða sé minni hætta á að hitta fyrir vasaþjófa en í námunda við skilti þar sem varað er við þeim. En kannski eru vasaþjófarnir skrefi á undan, vita að svona hugsar fólk og sækja því í staði með skiltum af þessu tagi. Þannig að þau eiga fullan rétt á sér. Eða hvað? ÉG HEF einu sinni orðið fyrir barðinu á vasaþjófi. Það var í Barcelona fyrir allmörgum árum. Ég var á gangi eftir Römbl- unni og einstaklega vel lá á mér. Óþarfi er að draga fjöður yfir að það stafaði ekki síst af því að ég var góðglaður af völdum víns, þótt það sé í sjálfu sér aukaatriði. En þar sem ástand mitt mátti vera hverjum manni aug- ljóst lá ég kannski sérlega vel við höggi. Á miðri Römblunni mætti ég ungum pilti sem svipað virtist vera ástatt um. Hann var reikull í spori og söng gleðisöngva út í bláinn drafandi röddu. Þegar við mætt- umst fagnaði hann mér hjartanlega, faðm- aði mig og kyssti og steig meira að segja við mig nokkur dansspor, geislandi af kát- ínu og áhyggjuleysi æskumannsins sem er að sletta úr klaufunum. Við kvöddumst með virktum og hann skildi við mig upp- veðraðan af þeim hlýhug og tæru lífsgleði sem mér hafði verið sýnd. En sælan stóð stutt. Eftir u.þ.b. tíu skref áttaði ég mig á því að rassvasi minn var tómur, veskið mitt var horfið. Og ekki bara veskið. Pilt- urinn, sem ekki hefði átt að vera í mikið meira tíu skrefa fjarlægð, var líka horf- inn veg allrar veraldar. FYRST VARÐ ég gramur út í strákinn og síðan út í sjálfan mig. Loks fylltist ég þó aðallega samviskubiti. Ég gat nefnilega ekki varist aðdáunar á þjófnum. Hann plataði mig fullkomlega upp úr skónum. Leikræn tilþrif hans voru slík að ekki hvarflaði að mér að efast um einlægni hans. Mér fannst hann eiga meira skilið fyrir þessa snilldarframmistöðu en snjáð- an seðlaveskisbleðil með engu í nema innistæðulausu debetkorti. Satt best að segja leið mér eins og það hefði verið ég sem snuðaði hann. Þegar ég hitti vasaþjófinn Telma Róbertsdóttir Löggiltur fasteignasali telma@husin.is Ólafur Sævarsson Sölumaður oli@husin.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.