Fréttablaðið - 07.07.2011, Síða 28
Sólarpúður er ómissandi á þessum tíma árs til að ýta undir
sólarroða og brúnku sumarsins. Með glitrandi sólarpúður á
kinnum er eins og þú sért ávallt nýkomin af sólarströnd.
„Nei, við erum ekki samloku-
týpur, en við við höfum alltaf
verið óhræddar við að leita ráða
hvor hjá annarri,“ segja þær Agla
Stefáns dóttir og Sigrún Unnars-
dóttir, fatahönnuðir og tveir fjög-
urra Íslendinga sem luku Masters-
námi við Designskolen í Kolding
nú í vor. Spurðar hvort samkeppni
hafi kannski verið á milli þeirra
tveggja í náminu svara þær létt að
seint verði komist hjá samkeppni
í tískubransanum. „Við virðum
skoðanir hvor annarrar og milli
okkar bekkjarsystranna allra er
einungis holl samkeppni, það er
betra fyrir heildina ef öllum geng-
ur vel. Við erum allar með mis-
munandi stíl og áherslur en hjá
okkur tveim er húmorinn aldrei
langt undan og báðar erum við
gjarnar á að segja sögur í gegnum
flíkurnar. Ferlið er því alltaf jafn
spennandi og útkoman.“
Að útskriftarsýningu skólans í
Kolding lokinni taka við spennandi
verkefni hjá þeim báðum, meðal
annars á Copenhagen Fashion-
week. Sigrún Halla hefur auk þess
verið valin til að taka þátt í Desig-
ners Nest, samkeppni fatahönn-
unarnema á Norðurlöndunum og í
ágúst er von á þeim báðum heim á
Fljótsdalshérað þar sem þær taka
þátt í verkefninu Norðaustan10,
vöruþróunarverkefni á vegum
sveitarfélagsins og Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands.
En verða þær þá alkomnar
heim? „Sigrún flytur heim á klak-
ann, tilbúin að takast á við að
koma efnahagnum aftur á réttan
kjöl en ég flyt til Kaupmannahafn-
ar til að halda Dönunum við efnið,“
segir Agla. heida@frettabladid.is
Bara holl samkeppni
Agla Stefánsdóttir og Sigrún Unnarsdóttir útskrifuðust með MA í fatahönnun frá Designskolen í Kolding
í vor. Þær eru báðar austan af Fljótsdalshéraði en segjast ekki hafa verið neinar samlokur í skólanum.
Agla var í samstarfi við
íslenska kvikmynda-
gerðarteymið
Glamour, The Con-
cept Boutique.
MYND/EVELIN SAUL
Agla Stefánsdóttir og Sigrún Halla Unnarsdóttir útskrifuðust með MA í fatahönnun
frá Kolding í Danmörku í vor. MYND/BJÖRT SIGFINNSDÓTTIR
„Ég er heilluð af fólki sem tilheyrir hvert öðru,“ segir Sigrún.
MYND/JACOB TJELLESEN
Lína Sigrúnar Höllu
„Belong Together“
samanstendur af
jökkum og töskum
en einnig af skóm
hönnuðum í sam-
vinnu við danska
skómerkið Ecco.
Sigrún notar austfirskt
hreindýra leður í jakkana
og töskurnar.
MYND/JACOB TJELLESEN
„Ég tók
útgangspunkt í
geómetrískum
formum og þeim
möguleikum sem
skapast við að
skera þau upp
og setja saman
aftur,“ segir Agla.
MYND/EVELIN SAUL
Fleiri myndir á
Facebook, vertu vinur
Útsala • Útsala
20-80% afsláttur af öllum vörum
Ótrúlegt úrval af kjólum fyrir
brúðkaupið eða sumarveisluna.
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er
verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn
í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
Verð í tveggja manna herbergi
kr. 93.900,-
Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat,
íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli.
Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda.
Upplýsingar í síma 588 8900
Riga
Lettlandi
Stórfengleg borg
Beint flug frá Akureyri
21.-25. október
eint flug frá Keflavík • Beint flug frá Akureyri
* mat,
í l f j il f fl lli.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.