Fréttablaðið - 07.07.2011, Side 29

Fréttablaðið - 07.07.2011, Side 29
FIMMTUDAGUR 7. júlí 2011 Ný herralína frá Sruli Recht hlaut frábærar viðtökur þegar hún var frumsýnd á tískusýningu í París á dögunum. Troðið var út að dyrum meðan á henni stóð og vöktu ljós- myndir Marinós Thorlacius af línunni sérstaka athygli sýning- argesta. Á meðal þeirra var enginn annar en tónlistarmaðurinn heimskunni Lenny Kravitz, sem heillaðist svo af hönnun Sruli að hann gerði sér lítið fyrir og keypti heilu bílfarmana af munum úr línunni, jakka, leður- skyrtur, skartgripi og fleira. Kravitz hyggst klæðast þeim á tónleikaferðalagi sínu um Evr- ópu í ár, í kjölfar útgáfu á níundu hljóðversplötu sinni Black and White America. Tónleikaferða- lagið verður því án efa ein besta kynning sem starfandi hönnuður á Íslandi hefur fengið. Nýstárlegar nálganir við notk- un á efnivið hafa vakið athygli á hönnun Sruli og er nýja línan þar engin undantekning. Þann- ig er leður úr hákarlaskrápi eitt af þeim hráefnum sem notuð eru í tískulínuna en línan saman- stendur af hvorki meira né minna en hundrað hlutum og er innblást- ur sóttur í íslenska náttúru. Hún er því ein sú stærsta sem hefur verð gerð hérlendis og heil- mikil vinna sem liggur að baki henni. „Við vorum hálft ár að ganga frá línunni en ef öll forvinna, það er hugmyndavinnna og fleira er tekin með í reikninginn spannar ferlið fjórtán ár,“ útskýrir Sruli, en til gamans má geta að einn jakkinn kallast Fjórtán ár og á heiti hans að endurspegla fjórtán ára reynslu hönnuðarins sjálfs af mynsturgerð. Við tekur nú mikil vinna við að ganga frá pöntunum og seg- ist Sruli reikna með að þurfa að fjölga starfsfólki til að anna eft- irspurn. „Satt best að segja sárvantar mig fleira saumafólk á vinnu- stofuna mína og er að leita að menntuðum reynsluboltum til að aðstoða mig.“ roald@frettabladid.is Hákarlinn sló í gegn Allt ætlaði um að koll að keyra þegar Sruli Recht frumsýndi nýja herralínu í París á dögunum. Meðal við- staddra var hinn heimsþekkti Lenny Kravitz, sem keypti aðklæðnað fyrir væntanlegt tónleikaferðalag. Leðurskór úr hákarlaskrápi. Sruli Recht er óhræddur við að fara ótroðnar slóðir í hönnun sinni. MYNDIR/MARINO THORLACIUS Íslensk náttúra veitti Sruli innblástur. Fjórtán ár kallast þessi frumlegi jakki. ferðatöskum, leðurhönskum og vönduðum göngustöfum svo fátt eitt sé nefnt. Þú getur litið við í verslun okkar eða farið á slóðinawww.th.is þar sem hægt er að skoða úrvalið og gera góð kaup! Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is SUMARTILBOÐ Í 3 DAGA FRÁ FIMMTUDEGI TIL LAUGARDAGS 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM AUSTURSTRÆTI 8–10 • SÍMI 534 0005 ALLIR SANDALAR Á 7.800 KR. Í GYLLTA KETTINUM OPIÐ ALLA DAGA!!!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.