Fréttablaðið - 07.07.2011, Page 30

Fréttablaðið - 07.07.2011, Page 30
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR4 Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Power of Making í Victoriu & Albert safn- inu í London, sem er eitt stærsta hönnun- ar- og listasafni heims. Þórunn er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í sýning- unni með útskriftarverkefni sitt frá Royal College of Arts í London, QR U? Þórunn útskrifaðist með MA-gráðu í vöruhönnun frá skólanum í vor. Útskriftarverk hennar var meðal ann- ars kjóll með QR-kóðum sem hægt er að skanna á snjallsíma. Mynstur QR-kóðanna var perlað á kjólinn. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni og senda ákveðin skila- boð um einstaklinginn,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi viljað athuga hvernig nota mætti perluverkið í nútímalegu sam- hengi. Þórunn gerði kjólinn fyrir Svölu Björgvins dóttur í Steed Lord og segir að séu kóðarnir á kjólnum skannaðir birtist tónlist hljómsveitarinnar eða tónlistar- myndbönd. „Mér datt Svala í hug þegar ég ákvað að gera þetta verkefni. Mig langaði að vinna með hversu auðvelt er að kynna sig á netinu og nota samfélags- miðla, eins og Facebook og Twitter, til að koma sér á framfæri. Steed Lord er dug- leg að nota þessa miðla og Svölu leist vel á þetta,“ segir Þórunn, en Svala hefur þó enn ekki komið fram í kjólnum. „Hún er í rauninni að kynna sig í London með kjólnum.“ Nýlega lauk útskriftarsýningu Royal College of Arts þar sem kjóll- inn var til sýnis en í september fer hann á V&A safnið þar sem hann verður til sýnis fram í janúar á næsta ári. Auk þess verður gríma með QR-kóðum til sýnis. „Á sýningunni verður saman- safn af hönnun eftir fræga hönn- uði og minna þekkta. Það er verið að safna saman handverki sem notað er á sérstakan hátt í nútíman- um,“ útskýrir Þórunn og bætir við að sýningin sé sett upp í samstarfi V&A safnsins og breska handverksráðsins. Þórunn var einnig fengin til að hanna kynningarefni fyrir sýninguna og er eini þátttakandi sýningarinnar sem gerði það. „Ég gerði grímu með QR-kóða sem verð- ur á plakati og útprentuðu efni fyrir sýn- inguna. Þegar fólk skannar grímuna fær það upplýsingar um sýninguna.“ martaf@frettabladid.is Sýnir í einu stærsta hönnunarsafni heims Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður var fengin til að taka þátt í sýningu í einu stærsta hönnunar- og listasafni heims með útskriftarverkefni sitt. Þórunn hannaði meðal annars kjól með QR-kóðum. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni,“ segir Þórunn um þá hugmynd sína að perla QR-kóða á kjól. MYND/ÚR EINKASAFNI Þórunn Árnadóttir hannaði kjól með QR-kóðum fyrir Svölu í Steed Lord. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUMARÚTSALA Í FULLUM GANGI MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUM FATNAÐI. KÍKTU VIÐ ÞAÐ BORGAR SIG :) Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud. - föstud. kl. 11:00 - 18:00 lokað á laugardögum ÚTSALA MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUM FATNAÐI SILKIKJÓLL Á MYND NÚ KR. 9.990 KÍKTU ÞAÐ BORGAR SIG ÚTSALA Opið mánudag- föstudag frá 11-18, laugardaga frá 11-16. Suðulandsbraut 50 Bláu húsin við Faxafen 108 Reykjavík Tel: 5884499 mostc@mostc.is 50% afsláttur af öllum fatnaði 30% afsláttur af töskum og skóm Dúnmjúkar brúðargjafir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.