Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 30
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR4 Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni Power of Making í Victoriu & Albert safn- inu í London, sem er eitt stærsta hönnun- ar- og listasafni heims. Þórunn er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í sýning- unni með útskriftarverkefni sitt frá Royal College of Arts í London, QR U? Þórunn útskrifaðist með MA-gráðu í vöruhönnun frá skólanum í vor. Útskriftarverk hennar var meðal ann- ars kjóll með QR-kóðum sem hægt er að skanna á snjallsíma. Mynstur QR-kóðanna var perlað á kjólinn. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni og senda ákveðin skila- boð um einstaklinginn,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi viljað athuga hvernig nota mætti perluverkið í nútímalegu sam- hengi. Þórunn gerði kjólinn fyrir Svölu Björgvins dóttur í Steed Lord og segir að séu kóðarnir á kjólnum skannaðir birtist tónlist hljómsveitarinnar eða tónlistar- myndbönd. „Mér datt Svala í hug þegar ég ákvað að gera þetta verkefni. Mig langaði að vinna með hversu auðvelt er að kynna sig á netinu og nota samfélags- miðla, eins og Facebook og Twitter, til að koma sér á framfæri. Steed Lord er dug- leg að nota þessa miðla og Svölu leist vel á þetta,“ segir Þórunn, en Svala hefur þó enn ekki komið fram í kjólnum. „Hún er í rauninni að kynna sig í London með kjólnum.“ Nýlega lauk útskriftarsýningu Royal College of Arts þar sem kjóll- inn var til sýnis en í september fer hann á V&A safnið þar sem hann verður til sýnis fram í janúar á næsta ári. Auk þess verður gríma með QR-kóðum til sýnis. „Á sýningunni verður saman- safn af hönnun eftir fræga hönn- uði og minna þekkta. Það er verið að safna saman handverki sem notað er á sérstakan hátt í nútíman- um,“ útskýrir Þórunn og bætir við að sýningin sé sett upp í samstarfi V&A safnsins og breska handverksráðsins. Þórunn var einnig fengin til að hanna kynningarefni fyrir sýninguna og er eini þátttakandi sýningarinnar sem gerði það. „Ég gerði grímu með QR-kóða sem verð- ur á plakati og útprentuðu efni fyrir sýn- inguna. Þegar fólk skannar grímuna fær það upplýsingar um sýninguna.“ martaf@frettabladid.is Sýnir í einu stærsta hönnunarsafni heims Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður var fengin til að taka þátt í sýningu í einu stærsta hönnunar- og listasafni heims með útskriftarverkefni sitt. Þórunn hannaði meðal annars kjól með QR-kóðum. „Perluverkið hefur verið notað í afrískri menningu til að túlka persónueinkenni,“ segir Þórunn um þá hugmynd sína að perla QR-kóða á kjól. MYND/ÚR EINKASAFNI Þórunn Árnadóttir hannaði kjól með QR-kóðum fyrir Svölu í Steed Lord. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUMARÚTSALA Í FULLUM GANGI MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUM FATNAÐI. KÍKTU VIÐ ÞAÐ BORGAR SIG :) Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud. - föstud. kl. 11:00 - 18:00 lokað á laugardögum ÚTSALA MIKIÐ ÚRVAL AF FLOTTUM FATNAÐI SILKIKJÓLL Á MYND NÚ KR. 9.990 KÍKTU ÞAÐ BORGAR SIG ÚTSALA Opið mánudag- föstudag frá 11-18, laugardaga frá 11-16. Suðulandsbraut 50 Bláu húsin við Faxafen 108 Reykjavík Tel: 5884499 mostc@mostc.is 50% afsláttur af öllum fatnaði 30% afsláttur af töskum og skóm Dúnmjúkar brúðargjafir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.