Fréttablaðið - 07.07.2011, Side 56
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR
COPA AMERICA NÝTUR SÍN
BEST Í SJÓNVARPI FRÁ ELKO
VILTU VINNA
SJÓNVARP
+
ÁSKRIFT
AÐALVINNINGUR ER
LG 42“ PLASMATÆKI
OG ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2
EÐA STÖÐ 2 Í 3 MÁNUÐI
SENDU SMS ESL BOLTI
Á NÚMERIÐ 1900.
ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ
ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ ESL A, B EÐA C
Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AUKA-
VINNINGAR ERU TÖLVULEIKIR · DVD MYNDIR OG FLEIRA!
Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
Leik líkur 22. júlí. Þú færð 3 mínútur til að svara
annars þarftu að byrja upp á nýtt
H
V
ER VINNUR
!
9.
VÍKINGUR 2-2 BREIÐABLIK
0-1 Dylan McAllister (7.)
1-1 Baldur Ingimar Aðalsteinsson (21.)
2-1 Viktor Jónsson (30.)
2-2 Guðmundur Kristjánsson (77.)
Víkingsvöllur, áhorf.: 1.244
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 15–13 (7–7)
Varin skot Magnús 5 – Ingvar 5
Horn 4–5
Aukaspyrnur fengnar 8–12
Rangstöður 8–6
Víkingur 4–5–1 Magnús Þormar 5 - Walter
Hjaltested 5, Mark Rutgers 7, Kristinn Magnússon
6, Sigurður Egill Lárusson 5 - Baldur Ingimar Aðal-
steinsson 7 (67., Þorvaldur Sveinn Sveinsson 5),
Denis Abdulahi 6, Halldór Smári Sigurðsson 6 (84.,
Pétur Markan -), Marteinn Briem 8 (73., Kjartan
Dige Baldursson -), Hörður Bjarnason 5 - *Viktor
Jónsson 8.
Breiðablik 4-3-3 Ingvar Kale 7 - Arnór Sveinn
Aðalsteinsson 5, Elfar Freyr Helgason 6, Kári
Ársælsson 5 (67., Finnur O. Margeirsson 5), Kristinn
Jónsson 7 - Jökull Elísabetarson 6, Guðmundur
Kristjánsson 7, Andri Rafn Yeoman 4 (62., Tómas Óli
Garðarsson 4) - Rafn Andri Haraldsson 8, Kristinn
Steindórsson 7, Dylan McAllister 7.
FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Breiða-
bliks fóru í heimsókn í Fossvoginn
í gærkvöldi og mættu Víkingum í
Stjörnugrófinni í níundu umferð
Pepsi-deildar karla. Leikar fóru
2-2 í einum fjörugasta leik sum-
arsins. Bæði lið léku blússandi
sóknar leik og skemmtu sér og
þeim sem á horfðu.
Fyrstu 20 mínútur leiksins voru
það þeir grænklæddu úr Kópa-
voginum sem réðu ferðinni. Hinn
ástralski Dylan Macallister skor-
aði fyrsta mark leiksins á 7. mín-
útu með skoti af stuttu færi inni í
teig Víkinga.
Þrettán mínutum síðar jafnaði
Húsvíkingurinn Baldur Ingimar
Aðalsteinsson leikinn með skoti
frá vítateigshorninu hægra megin
eftir misheppnaða hreinsun Kára
Ársælssonar úr vörn Blika. Jöfn-
unarmark Víkinga kom þvert gegn
gangi leiksins en það var einmitt
þá sem þeir virkilega vöknuðu til
lífsins því skömmu seinna voru
þeir komnir í 2-1 forystu.
Þar var að verki táningurinn
Viktor Jónsson en hann batt enda-
hnút á vel útfærða skyndisókn með
því að leggja boltann yfir Ingvar
Kale í marki Blika. Í seinni hálf-
leik sóttu liðin á víxl og það voru
Blikarnir sem komu betur út úr
baráttunni í seinni hálfleik. Rétt
tæpu korteri fyrir leikslok jafnaði
Guðmundur Kristjánsson leikinn
með langskoti eftir laglegan undir-
búning Kristins Steindórssonar og
Rafns Andra Haraldssonar.
Lokatölur 2-2 í jöfnum og fjörug-
um leik. Einn besti leikur Víkinga
í sumar og sýndu þeir oft á tíðum
glæsileg sóknartilþrif. Blikar voru
rétt eins og þeir svartrauðu beittir
fram á við en áttu eins og oft áður
í sumar í ákveðnum vandræðum
með það að verjast snöggum og
liprum sóknarmönnum Víkinga.
Andri Marteinsson, þjálfari Vík-
inga, var ánægður með leik sinna
manna í gærkvöldi þó að hann
hefði helst viljað hala inn öllum
þremur stigunum sem í boði voru.
„Ég er mjög sáttur við framlag
minna manna í kvöld. Hver einn og
einasti stóð fyrir sínu, sérstaklega
er gaman að sjá ungan strák eins
og Viktor sem fyllir skarð eldri og
reyndari manna á glæsilegan hátt.
Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem
mínir menn stíga upp og spila á
fullum krafti allan leikinn.
Við vorum að spila á móti sterku
Blikaliði. Þeir láta boltann vinna
vel og því þurfum við að hafa svo-
lítið fyrir þessu. Við biðum vel
í varnarstöðu og sóttum síðan
hratt á þá. Sú leikaðferð gekk upp
í kvöld, en út frá færunum er ég
samt ósáttur við aðeins 1 stig.“
Ólafur Kristjánsson, þjálfari
gestanna, talaði á svipuðum nótum
og starfsbróðir hans.
„Ég er ánægður með að ná í stig-
ið og snúa leiknum við eftir að hafa
lent undir en að sama skapi er ég
ósáttur við að missa þægilega for-
ystu svona snögglega eins og gerð-
ist í fyrri hálfleik, þannig að það
má segja að þetta sé súrsætt. Ég
er ánægður með sumt í leiknum.
Margir voru að spila ágætlega
en því miður sýnum við slælegan
varnaleik í báðum mörkunum og
það er í raun algjör barnaskapur
að gefa mörk á þennan hátt.“
Víkingar eru eftir leikinn áfram
í fallsæti en hafa þó jafnað Grinda-
víkurliðið að stigum. Íslands-
meistararnir í Breiðablik sigla
hins vegar lygnan sjó í deildinni
með 12 stig eftir 9 leiki.
- ae
Fjörugt jafntefli í Víkinni
Íslandsmeistarar Breiðabliks ætla ekki að komast í gang í sumar og í gær urðu
þeir að sætta sig við jafntefli gegn Víkingi. Bæði lið sóttu af miklum krafti.
TILÞRIF Blikinn Kristinn Steindórsson sýnir hér lipur tilþrif í Víkinni í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Keflvíkingar unnu lang-
þráðan og mikilvægan sigur, 1-0,
gegn botnliði Fram í Pepsi-deild
karla suður með sjó í gærkvöldi.
Eina mark leiksins gerði Arnór
Ingvi Traustason þegar um hálf-
tími var eftir af leiknum.
Framarar voru betri aðilinn í
fyrri hálfleiknum en náðu ekki að
nýta þau dauðafæri sem liðið fékk.
Í síðari hálfleik komu Keflvíking-
ar grimmir til leiks og skoruðu
eftir skelfileg varnarmistök hjá
Fram. Útlitið versnar með hverj-
um leiknum hjá Safamýrarpiltum,
sem eru enn langneðstir í deild-
inni með tvö stig, en Keflvíking-
ar bættu hag sinn með sigrinum
og eru í áttunda sæti með 11 stig.
Fram undan er aftur á móti fall-
barátta hjá báðum þessum liðum.
„Við erum búnir að vera í alls
konar vandræðum í sumar og því
var þetta sérstaklega mikilvægur
sigur fyrir okkur,“ sagði Willum
Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur,
eftir sigurinn í gær.
„Það hefur verið mikið álag á
okkur að undanförnu en leikurinn
í kvöld var sá fjórði á níu dögum,
því komu ferskar lappir inn í liðið
í kvöld og þeir strákar stóðu sig
virkilega vel. Við erum búnir að
endurskoða öll okkar markmið og
núna verðum við bara að vinna í
því að halda okkur áfram í úrvals-
deildinni. Þegar stigin eru ekki að
skila sér verð ég sem þjálfari að
sýna hópnum að mönnum sé treyst
og það skilaði sér í kvöld. Við
lékum vel stóran hluta af leiknum
í kvöld og Ómar (Jóhannsson) var
frábær í markinu.“
„Þetta er alltaf jafnt svekkj-
andi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson,
þjálfari Fram, eftir ósigurinn í
gær.
„Við vorum mun betri aðilinn
allan leikinn, en það telur ekki
þegar þú færð á þig mark og skor-
ar ekki. Það er erfiðasti hlutinn við
knattspyrnuna að koma boltanum
yfir þessa hvítu línu og það hefur
sýnt sig hjá okkur í sumar, en einn-
ig erum við að fá á okkur klaufa-
legt mark í leiknum í kvöld“.
- sáp
Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik í háa herrans tíð er þeir mættu Fram:
Framarar bíða enn eftir fyrsta sigrinum
GLEÐI Keflavík vann í gær sinn fyrsta leik
síðan 16. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG