Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 56
7. júlí 2011 FIMMTUDAGUR COPA AMERICA NÝTUR SÍN BEST Í SJÓNVARPI FRÁ ELKO VILTU VINNA SJÓNVARP + ÁSKRIFT AÐALVINNINGUR ER LG 42“ PLASMATÆKI OG ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 EÐA STÖÐ 2 Í 3 MÁNUÐI SENDU SMS ESL BOLTI Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AUKA- VINNINGAR ERU TÖLVULEIKIR · DVD MYNDIR OG FLEIRA! Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Leik líkur 22. júlí. Þú færð 3 mínútur til að svara annars þarftu að byrja upp á nýtt H V ER VINNUR ! 9. VÍKINGUR 2-2 BREIÐABLIK 0-1 Dylan McAllister (7.) 1-1 Baldur Ingimar Aðalsteinsson (21.) 2-1 Viktor Jónsson (30.) 2-2 Guðmundur Kristjánsson (77.) Víkingsvöllur, áhorf.: 1.244 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–13 (7–7) Varin skot Magnús 5 – Ingvar 5 Horn 4–5 Aukaspyrnur fengnar 8–12 Rangstöður 8–6 Víkingur 4–5–1 Magnús Þormar 5 - Walter Hjaltested 5, Mark Rutgers 7, Kristinn Magnússon 6, Sigurður Egill Lárusson 5 - Baldur Ingimar Aðal- steinsson 7 (67., Þorvaldur Sveinn Sveinsson 5), Denis Abdulahi 6, Halldór Smári Sigurðsson 6 (84., Pétur Markan -), Marteinn Briem 8 (73., Kjartan Dige Baldursson -), Hörður Bjarnason 5 - *Viktor Jónsson 8. Breiðablik 4-3-3 Ingvar Kale 7 - Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5, Elfar Freyr Helgason 6, Kári Ársælsson 5 (67., Finnur O. Margeirsson 5), Kristinn Jónsson 7 - Jökull Elísabetarson 6, Guðmundur Kristjánsson 7, Andri Rafn Yeoman 4 (62., Tómas Óli Garðarsson 4) - Rafn Andri Haraldsson 8, Kristinn Steindórsson 7, Dylan McAllister 7. FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Breiða- bliks fóru í heimsókn í Fossvoginn í gærkvöldi og mættu Víkingum í Stjörnugrófinni í níundu umferð Pepsi-deildar karla. Leikar fóru 2-2 í einum fjörugasta leik sum- arsins. Bæði lið léku blússandi sóknar leik og skemmtu sér og þeim sem á horfðu. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru það þeir grænklæddu úr Kópa- voginum sem réðu ferðinni. Hinn ástralski Dylan Macallister skor- aði fyrsta mark leiksins á 7. mín- útu með skoti af stuttu færi inni í teig Víkinga. Þrettán mínutum síðar jafnaði Húsvíkingurinn Baldur Ingimar Aðalsteinsson leikinn með skoti frá vítateigshorninu hægra megin eftir misheppnaða hreinsun Kára Ársælssonar úr vörn Blika. Jöfn- unarmark Víkinga kom þvert gegn gangi leiksins en það var einmitt þá sem þeir virkilega vöknuðu til lífsins því skömmu seinna voru þeir komnir í 2-1 forystu. Þar var að verki táningurinn Viktor Jónsson en hann batt enda- hnút á vel útfærða skyndisókn með því að leggja boltann yfir Ingvar Kale í marki Blika. Í seinni hálf- leik sóttu liðin á víxl og það voru Blikarnir sem komu betur út úr baráttunni í seinni hálfleik. Rétt tæpu korteri fyrir leikslok jafnaði Guðmundur Kristjánsson leikinn með langskoti eftir laglegan undir- búning Kristins Steindórssonar og Rafns Andra Haraldssonar. Lokatölur 2-2 í jöfnum og fjörug- um leik. Einn besti leikur Víkinga í sumar og sýndu þeir oft á tíðum glæsileg sóknartilþrif. Blikar voru rétt eins og þeir svartrauðu beittir fram á við en áttu eins og oft áður í sumar í ákveðnum vandræðum með það að verjast snöggum og liprum sóknarmönnum Víkinga. Andri Marteinsson, þjálfari Vík- inga, var ánægður með leik sinna manna í gærkvöldi þó að hann hefði helst viljað hala inn öllum þremur stigunum sem í boði voru. „Ég er mjög sáttur við framlag minna manna í kvöld. Hver einn og einasti stóð fyrir sínu, sérstaklega er gaman að sjá ungan strák eins og Viktor sem fyllir skarð eldri og reyndari manna á glæsilegan hátt. Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem mínir menn stíga upp og spila á fullum krafti allan leikinn. Við vorum að spila á móti sterku Blikaliði. Þeir láta boltann vinna vel og því þurfum við að hafa svo- lítið fyrir þessu. Við biðum vel í varnarstöðu og sóttum síðan hratt á þá. Sú leikaðferð gekk upp í kvöld, en út frá færunum er ég samt ósáttur við aðeins 1 stig.“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari gestanna, talaði á svipuðum nótum og starfsbróðir hans. „Ég er ánægður með að ná í stig- ið og snúa leiknum við eftir að hafa lent undir en að sama skapi er ég ósáttur við að missa þægilega for- ystu svona snögglega eins og gerð- ist í fyrri hálfleik, þannig að það má segja að þetta sé súrsætt. Ég er ánægður með sumt í leiknum. Margir voru að spila ágætlega en því miður sýnum við slælegan varnaleik í báðum mörkunum og það er í raun algjör barnaskapur að gefa mörk á þennan hátt.“ Víkingar eru eftir leikinn áfram í fallsæti en hafa þó jafnað Grinda- víkurliðið að stigum. Íslands- meistararnir í Breiðablik sigla hins vegar lygnan sjó í deildinni með 12 stig eftir 9 leiki. - ae Fjörugt jafntefli í Víkinni Íslandsmeistarar Breiðabliks ætla ekki að komast í gang í sumar og í gær urðu þeir að sætta sig við jafntefli gegn Víkingi. Bæði lið sóttu af miklum krafti. TILÞRIF Blikinn Kristinn Steindórsson sýnir hér lipur tilþrif í Víkinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Keflvíkingar unnu lang- þráðan og mikilvægan sigur, 1-0, gegn botnliði Fram í Pepsi-deild karla suður með sjó í gærkvöldi. Eina mark leiksins gerði Arnór Ingvi Traustason þegar um hálf- tími var eftir af leiknum. Framarar voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að nýta þau dauðafæri sem liðið fékk. Í síðari hálfleik komu Keflvíking- ar grimmir til leiks og skoruðu eftir skelfileg varnarmistök hjá Fram. Útlitið versnar með hverj- um leiknum hjá Safamýrarpiltum, sem eru enn langneðstir í deild- inni með tvö stig, en Keflvíking- ar bættu hag sinn með sigrinum og eru í áttunda sæti með 11 stig. Fram undan er aftur á móti fall- barátta hjá báðum þessum liðum. „Við erum búnir að vera í alls konar vandræðum í sumar og því var þetta sérstaklega mikilvægur sigur fyrir okkur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í gær. „Það hefur verið mikið álag á okkur að undanförnu en leikurinn í kvöld var sá fjórði á níu dögum, því komu ferskar lappir inn í liðið í kvöld og þeir strákar stóðu sig virkilega vel. Við erum búnir að endurskoða öll okkar markmið og núna verðum við bara að vinna í því að halda okkur áfram í úrvals- deildinni. Þegar stigin eru ekki að skila sér verð ég sem þjálfari að sýna hópnum að mönnum sé treyst og það skilaði sér í kvöld. Við lékum vel stóran hluta af leiknum í kvöld og Ómar (Jóhannsson) var frábær í markinu.“ „Þetta er alltaf jafnt svekkj- andi,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir ósigurinn í gær. „Við vorum mun betri aðilinn allan leikinn, en það telur ekki þegar þú færð á þig mark og skor- ar ekki. Það er erfiðasti hlutinn við knattspyrnuna að koma boltanum yfir þessa hvítu línu og það hefur sýnt sig hjá okkur í sumar, en einn- ig erum við að fá á okkur klaufa- legt mark í leiknum í kvöld“. - sáp Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik í háa herrans tíð er þeir mættu Fram: Framarar bíða enn eftir fyrsta sigrinum GLEÐI Keflavík vann í gær sinn fyrsta leik síðan 16. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.