Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 24

Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 24
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR24 B ókin er loksins á leið- inni, útgáfupartíið verður 25. ágúst,“ segir Tobba Mar- inós og á þá að sjálf- sögðu við framhald metsölubókarinnar Makalaus, sem fengið hefur nafnið Lýtalaus. Blaðamanni þykir orðinu loksins eiginlega ofaukið, því aðeins er rétt rúmt ár síðan Makalaus kom út og í millitíðinni gaf Tobba út bókina Dömusiði. „Lýtalaus átti að koma út síðasta vor en svo datt ég í vinnuna við sjónvarpsþættina Makalaus þannig að hún frestað- ist aðeins. Svo er ég auðvitað að vinna fulla vinnu,“ segir Tobba og viðurkennir að hún sé dugnaðar- forkur. „Foreldrar mínir eru ótrúlega dugleg bæði, þau hafa alið þenn- an metnað upp í mér þótt þau séu reyndar núna stundum að segja mér að slaka á,“ segir Tobba, sem er alin upp í Kópavoginum af þeim Marinó Björnssyni, sölustjóra hjá Heklu, og Guðbjörgu Birkis Jóns- dóttur sem er heimavinnandi sem stendur. Mamma er fyrirmyndin „Mamma er ein helsta fyrir- mynd mín, hún fer fyrst á fætur og síðust að sofa og er alltaf að. Ég á þrjú systkini, eldri bróður og tvær yngri systur. Sú næst- yngsta er langveik þannig að það er nóg að gera en mamma hefur ekkert verið að vorkenna sér. Svo segi ég stundum að það sé pabba og mömmu að kenna hvað ég er klikkuð. Til dæmis læsti mamma pabba einu sinni úti þegar hann hafði beitt háþrýstidælu á blóm- in í garðinum, hann átti nefnilega að vökva þau. Þá sprautaði hann á hana inn um gluggann. Hún var ekki ánægð,“ segir Tobba og hlær. Tobba ætlaði sér að verða fræg þegar hún var lítil. „Ég ætlaði að verða leikkona en svo snerist mér hugur. Í staðinn ákvað ég að fara til Bretlands í fjölmiðlafræði. Ég lærði í Háskólanum í Derby þar sem fjölmiðlafræðin var mjög praktísk, mikið af verkefnum af ýmsu tagi,“ segir Tobba, sem hefur haldið því áfram eftir námið að fást við fjölbreytileg verkefni. „Núna er ég kynningarstjóri Skjás eins, var að ljúka bókinni og er að undirbúa sjónvarpsþáttinn sem ég og Ellý Ármanns verðum með í vetur.“ Óréttmæt gagnrýni Sjónvarpsþátturinn hefur þegar verið gagnrýndur vegna þess sem haft var eftir stallsystrunum í Fréttatímanum að hann fjallaði um allt sem konur hafa hafa áhuga á, kynlíf, heilsu og börn. „Já við fengum mjög hörð viðbrögð. Sem mér finnst svolítið skrítið vegna þess að þátturinn er ekki byrjaður og við enn að undirbúa hann. Það getur vel verið að við fjöllum líka um pólitík og ofbeldi. En okkur langar líka til þess að fjalla um það sem er jákvætt og skemmti- legt. Það er bara svo vanmetið að skemmta sér. Auðvitað þurfum við allar að díla við vandamál en við verðum að fá tíma til að kúpla okkur frá þeim. Ég hef verið skömm- uð fyrir að segj- ast vera femínisti en ég hef komist langt í því sem ég er að gera, búið til mína peninga sjálf og staðið mig vel, er það ekki bara góð barátta? Mér finnst fínt að sumar konur vilja bródera og aðrar mótmæla, en ég vil bara fá að vera ég sjálf,“ segir Tobba. Sjóuð í að taka gagnrýni „Svo vorum við Ellý að auglýsa eftir konum til að taka þátt í heilsu- átaki í þáttunum. Vildum fá konur sem eiga við vandamál að stríða og strax fyrsta sólarhringinn höfðu um 40 konur haft samband. Mér finnst frábært ef við getum bæði hjálpað þremur konum til að breyta lífi sínu til batnaðar og kannski hvatt konur sem sitja heima og fylgjast með til þess að gera það líka. En við erum líka búnar undir gagnrýni á þennan dagskrárlið og ásakanir um að við séum að ýta undir staðalímyndir,“ segir Tobba. Tekurðu gagnrýnina nærri þér? „Ég er nú orðin nokkuð sjóuð. Ég held að maðurinn minn [Karl Sig- urðsson] og mamma mín taki allt þetta umtal miklu nær sér en ég geri. Mamma getur orðið alveg brjáluð, það þarf að taka netið úr sambandi hjá henni svo hún fari ekki að verja mig úti um allt,“ segir Tobba, sem hefur verið umtöluð síðan hún hóf bloggskrif þar sem meðal annars var fjallað á opinskáan hátt um samskipti kynjanna. Vantaði íslenskar stelpubækur Þau skrif voru aðdragandi að bók- inni Makalaus en Tobba fór á fund Egils Jóhannssonar hjá Forlaginu og sýndi honum hvað bloggið var mikið lesið. „Ég las mjög mikið af svona chick-lit eða stelpubókum þegar ég var í náminu í Bretlandi. Og mig langaði til þess að færa þær yfir til Íslands, að söguhetj- urnar væru að hittast á Kaffitári í staðinn fyrir Starbucks. Setja smá íslenska lúðastemningu yfir í þessar bækur,“ segir Tobba. Hug- myndinni var tekið vel á Forlaginu og Tobba settist við skriftir. „Það var mjög erfitt. Ég er lesblind eins og oft hefur komið fram og svo er eitt að skrifa smá blogg en annað að búa til bók. En ég fékk aðstoð hjá vönu fólki á Forlaginu og svo þegar ég var komin með samning og „deadline“ þá var ekkert annað að gera að setjast niður og skrifa.“ Vinkonurnar uppspretta sagna Líf Tobbu og vinkvenna hennar er innblástur margra sagna sem sagðar eru af söguhetju bókarinn- ar Makalaus, Lilju Sigurðar dóttur og vinkvenna hennar. „Þessar sögur eru allar meira og minna sannar, enda of fáránlegar stund- um til þess að hægt væri að finna þær upp. Vinkonur mínar eru líka farnar að segja við mig stundum, ekki setja þetta í bókina, þegar við erum að spjalla,“ segir Tobba og skellir upp úr. Makalaus seldist í fimm þúsund eintökum og því óhætt að segja að lesendur hafi tekið henni opnum örmum. „Ég var dauðstressuð þegar hún var væntanleg, pantaði mér far til New York og ætlaði að láta mig hverfa. Þau hjá Forlag- inu sannfærðu mig um að ég yrði að vera á staðnum. Og bókin gekk vel, það kom aldrei neitt voða- legt diss eins og ég bjóst jafnvel við,“ segir Tobba, sem hefur feng- ið mörg bréf frá aðdáendum sem þakka henni fyrir bókina og bíða spenntir eftir framhaldinu. Margir með minnimáttarkennd „Bókin hefur líka leitt mig víða, ég var til dæmis fengin til að koma í tíma í bókmenntafræð- inni í Háskólanum til að ræða um bókina á námskeiði Dagnýjar Kristjánsdóttur um ástarsögur. Þar fékk ég harða gagnrýni fyrir það hversu mikið Lilja hugsar um kílóin og makaleitina. En svo stóð önnur stelpa í kúrsinum upp og spurði þessa gagnrýnu hvort hún ætti mann og þegar sú játaði þá sagði þessi sem stóð upp að hún ætti ekki mann og vildi líka gjarn- an vera 10 kílóum léttari. Hún hugsaði mjög mikið um þessi mál, ef ekki öllum stundum og spurði hvort hún væri þar með kjánaleg,“ segir Tobba og bætir við að enginn vilji vera með komplexa en veru- leikinn sé sá að margir séu haldn- ir minnimáttarkennd. Sjálf er hún nokkuð sátt við sína galla. „Ég hef alltaf verið þessi þykka týpa en er sátt við það í dag hvernig ég lít út. Svo veit ég að það eru stundum villur í textan- um mínum og það veður á mér. Ég hef fengið póst þar sem fólk er að leiðrétta textann minn og póst þar sem kom fram að ég væri óalandi og óferjandi en yrði eflaust ágæt ef ég tæki smá tilsögn. Ég svaraði því nú þannig að gallarnir mínir væru það persónulegasta sem ég ætti,“ segir Tobba. Við víkjum talinu aftur að endur komu Lilju Sigurðardóttur og nýju bókinni Lýtalaus. Tobba viðurkennir að það sé stressandi að bíða viðbragða við nýju bókinni en hún vonar að aðdáendur verði ekki fyrir vonbrigðum. „Það eru meiri væntingar núna og margir sem þekkja söguhetjuna og vini hennar. Ég var ekki einu sinni viss um að ég gæti skrifað fram- hald af Makalaus, en svo þegar ég var búin með Lýtalaus var ég strax komin með titil og hugmynd fyrir næstu bók. Svo vonast ég til þess að fleiri stelpur fari að skrifa stelpu- bækur, ég hef engan áhuga á að eiga markaðinn ein,“ segir Tobba að lokum. Mér finnst fínt að sumar konur vilja bródera og aðrar mótmæla, en ég vil bara fá að vera ég sjálf. Langaði mest til að flýja land Tobba Marinós ætlaði varla að þora að vera viðstödd þegar fyrsta bók hennar, Makalaus, kom út. Hún sló í gegn og dyggir aðdá- endur hafa innt Tobbu reglulega eftir framhaldinu. Hún bíður nú spennt eftir því að Lýtalaus komi úr prentun og vonar að lesend- ur taki bókinni vel, sagði hún Sigríði Björgu Tómasdóttur í spjalli þar sem frægðina, femínisma og fordóma bar einnig á góma. METSÖLUHÖFUNDUR Þriðja bókin hennar á rúmu ári er væntanleg í lok mánaðarins, þær fyrri seldust samanlagt í 10.000 eintökum og vonast Tobba Marinós til að lesendur taki þeirri nýju jafn vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Oprah ótrúlega flott „Ég hef alltaf haldið mikið upp á Opruh Winfrey,“ segir Tobba þegar hún er spurð um fyrirmyndir utan fjölskyldunnar. „Hún er ein af valdamestu konum í heimi, getur talað um allt og tekur sjálfa sig ekki allt of hátíðlega. Ég man alltaf eftir þætti þar sem hún birtist ómáluð til að sýna áhorfendum hvernig hún liti út fyrir og eftir förðun. Svo er hún ekki með staðlað útlit og er bara mjög flottur persónuleiki. Þar fyrir utan hefur hún starfað mikið í góðgerðarmálum, sem ég dáist að.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.