Fréttablaðið - 20.08.2011, Page 28

Fréttablaðið - 20.08.2011, Page 28
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR28 Þ að var of einfalt að velja bara hefð- bundnar landslags- myndir og of mikil klisja,“ segir banda- ríski ljósmyndafræð- ingurinn Celina Lunsford, sem er myndritstjóri bókarinnar Ný nátt- úra – myndir frá Íslandi. Bókin er gefin út í tengslum við sýningu á verkum íslenskra samtímaljós- myndara og samtímalistamanna sem nota ljósmyndir í verkum sínum í Frankfurter Kunstverein í Frankfurt am Main í Þýskalandi. „Við sýnum einungis myndir sam- tímaljósmyndara þar en í bókinni er fjöldi eldri mynda sem sýna hvernig íslenskt landslag hefur verið myndað frá því að ljósmyndun hófst á Íslandi fyrir 140 árum. Í henni kemur glöggt fram hvernig borgarlandslag er orðið mikilvægur hluti af íslenskum landslagsmyndum.“ Celina kom til Íslands og valdi myndirnar í bókina úr fjölda mynda íslenskra ljósmyndara. Tveimur myndum er teflt saman á hverri opnu, hvorri eftir sinn ljósmyndarann og hvorri frá sínu tímabilinu, rétt eins og dæmin hér að ofan sýna. „Mig langaði ekki til þess að búa til enn eina bókina sem væri of hefðbundin, ég vildi búa til bók sem endur- speglaði Ísland eins og ég upplifði það; Forvitnilegt land þar sem býr áhugavert fólk með kald- hæðinn húmor, þar sem melankólía helst í hendur við sköpunargleði og hvatvísi.“ Í bókinni eru yfir 140 myndir eftir 50 íslenska ljósmyndara. For- lagið Crymogea gefur bókina út en ensk/þýska útgáfan er í samstarfi við Kehrer Verlag. Í dag gefst tækifæri til að skoða hluta myndanna sem komið hefur verið fyrir í miðbænum í tengslum við Menningarnótt. Upplýsing- ar um sýninguna er að finna á vef Crymogeu www.crymogea.is. Bókin er til sýnis í bókaverslunum Eymundsson en kemur í sölu eftir helgi. Hundrað andlit íslenskrar náttúru 1. Spessi, 1999. Úr myndaröðinni Bensín. 2. Magnús Ólafsson, 1930. Bifreiðastöðin og bensínsalan Bifröst við Hverfisgötu í Reykjavík. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. 3. Anna Schiöth, 1878-1885. Við Pollinn á Akureyri. 4. Ólöf Nordal, 2005. Íslenskt dýrasafn – Hrafn. Diasec prentun. 5. Einar Falur Ingólfsson, 2009. Kirkjufell í Grundarfirði (27.06.2009). 6. Guðmundur Ingólfsson, 1983. Myndir eru birtar með leyfi Crymogeu.Ljósmyndarar 1 2 3 4 5 6 Íslenskum náttúruljós- myndum úr 140 ára sögu ljósmyndunar á Íslandi er safnað saman í væntan- legri bók sem ber heitið Ný náttúra – myndir frá Íslandi. Celina Luns- ford sagði Sigríði Björgu Tómas dóttur frá því hvernig bókin varð til.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.