Fréttablaðið - 20.08.2011, Page 34

Fréttablaðið - 20.08.2011, Page 34
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR34 E vrópuþingið sam- þykkti árið 2009 að gera 23. ágúst að minningardegi fórnar lamba komm- únismans og nasism- ans. Valið á deginum var engin til- viljun. Stalín og Hitler gerðu hinn alræmda griðasáttmála sinn 23. ágúst 1939. Þar skiptu þeir með sér Mið- og Austur-Evrópu og hleyptu af stað seinni heimsstyrjöld. Þótt gyðingaofsóknir hefðu verið stund- aðar í Hitlers-Þýskalandi allt frá valdatöku nasista í janúar 1933, færðust þær nú í aukana, og hel- förin hófst, skipulögð útrýming gyðinga í Evrópu. Talið er, að um 20 milljónir manna hafi týnt lífi af völdum nasista. Samkvæmt Svart- bók kommúnismans, sem kom út á vegum Háskólaútgáfunnar árið 2009, hafa líklega um 100 milljón- ir manna fallið í valinn af völdum kommúnista, og munar þar mest um allt það fólk, sem svalt til bana undir stjórn Stalíns í Rússlandi og Úkraínu og Maós í Kína. Griðasáttmálinn og Ísland Strax eftir að griðasáttmáli Stal- íns og Hitlers var gerður, bloss- uðu upp deilur um hann í hinum nýstofnaða Sósíalistaflokki á Íslandi. Benjamín Eiríksson hag- fræðingur skrifaði greinar, sem hann sendi málgagni flokksins, Þjóðviljanum, um það, að vinstri menn ættu ekki að fara eftir hags- munum Ráðstjórnarríkjanna sem stórveldis, heldur hagsmunum hins alþjóðlega verkalýðs. Hann fékk greinar sínar ekki birtar fyrr en eftir mikið þóf. Halldór Kiljan Laxness, sem var þá ein- dreginn stalínisti, fékk hins vegar umsvifalaust birtar greinar, þar sem hann sagði efnislega, að eftir griðasáttmálann þyrftu sósíalist- ar ekki að hafa neinar áhyggjur af fasismanum. Hitler væri orðinn „spakur seppi“. Í samræmi við griðasáttmálann lagði Stalín undir sig Eystrasalts- ríkin og beitti þar hinu mesta harð- ræði. Tugþúsundir manna voru ýmist teknar af lífi eða sendar í útlegð til Síberíu. Þeir Hitler skiptu með sér Póllandi, og mátti ekki á milli sjá, hvor beitti meiri grimmd á yfirráðasvæði sínu. Stal- ín réðst einnig á Finnland í nóvem- berlok 1939, og þegar meiri hluti flokksstjórnar Sósíalistaflokks- ins neitaði að fordæma árás hans, klofnaði flokkurinn. Var flokkur- inn eftir það jafnan fylgispakur Stalín og eftirmönnum hans, uns hann var lagður niður 1968. Varði hann alla tíð kúgun kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu. Fáir sem engir urðu hins vegar til þess hér á landi að mæla Hitler bót, eftir að ódæði nasista urðu lýðum ljós í stríðinu og eftir það. Nasismi og kommúnismi af sama meiði Við Íslendingar horfðum á tuttug- ustu öld forviða og stundum skiln- ingsvana á hamfarirnar úti í Evr- ópu. Árið 1945 urðu hér þó harðar deilur um boðskap austurríska hagfræðingsins Friedrichs von Hayek í Leiðinni til ánauð- ar. Þar hélt hann því fram, að nasismi og kommún- ismi væru frekar hliðstæð- ur en andstæður. Þetta væru tvær greinar af sama meiði, enda kenndu nasist- ar sig ekki síður við sósíal- isma (orðið nasismi er stytt- ing á nasjónal sósíalismi) en kommúnistar. Hvorki komm- únistar né nasistar vildu leyfa fólki að vaxa og dafna eftir eigin eðli og lögmáli, heldur átti hver og einn að þjóna ríkinu, allir að þramma saman í fylkingu. Bæði kommúnistar og nasistar skil- greindu óvini, sem kenna mætti um allt böl, kommúnistar borgara- stéttina, nasistar gyðinga. Í þessum ritdeilum hélt Ólafur Björnsson hagfræðingur sköru- lega uppi merki Hayek. Og vissu- lega fetuðu nasistar og fasistar um margt í fótspor kommúnista. Til dæmis lærði áróðursstjóri Hitlers, Jósep Göbbels, eflaust margt af áróðursmeistara komm- únista, Willi Münzenberg, sem var góðkunningi stalínistanna Hall- dórs Kiljans Laxness, Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Olgeirs- sonar. Hvorir tveggja, kommúnist- ar og nasistar, stefndu að alræði, þar sem ekkert svið mannlífsins, jafnvel ekki fjölskyldan, svo að ekki væri minnst á íþróttir, vís- indi og listir, var talið óháð hinum þunga hrammi ríkisins. Fróðlegt var einnig, að sumir kunnir fas- istar höfðu áður verið sósíal istar, til dæmis Benito Mussolini á Ítalíu og Jacques Doriot í Frakklandi. Raunar snerust tveir ungir komm- únistar frá Norðurlöndum, sem íslenskir kommúnistar hittu iðu- lega á þingum Alþjóðasambands kommúnista í Moskvu á þriðja áratug, þeir Nils Flyg í Svíþjóð og Sverre Krogh í Noregi, síðar til fasisma. Tvö fórnarlömb 20 milljónir. … 100 milljónir. … Eitt sér segir þetta okkur lítið, enda blæðir tölum ekki, eins og ungverski rithöfundurinn Arthur Koestler kvað að orði. Við þurf- um að sjá fórnarlömbin, heyra nöfn þeirra, skilja örlög þeirra. Ég minnist á sum þeirra í væntan- legri bók um íslenska kommúnista 1918–1998. Eitt var Witold Pilecki, hugrakkur, pólskur liðsforingi, sem laumaði sér inn í Auschwitz til að komast að því, hvað þar væri um að vera, og smyglaði fyrstu upplýsingunum til umheimsins um hinn hræðilega bálköst, sem Hitler hafði þar búið gyðingum. Eftir stríð handtóku kommúnist- ar hann, því að þeir vissu, að hann yrði ekki þægur þjónn, og myrtu árið 1948. Annað fórnarlamb var þýski rithöfundurinn Margarete Buber- Neumann. Maður hennar var einn af foringjum þýska kommún- istaflokksins, og flýðu þau eftir valdatöku Hitlers til Ráðstjórnar- ríkjanna. Þar var maður hennar handtekinn í hreinsunum Stal- íns og síðan líflátinn. Sjálf var Margarete einnig handtekin 1938 sem „kona föðurlands óvinar“ og send í fangabúðir í Karaganda í Kasak stan (á sama stað og Vera Hertzsch, barnsmóðir Benja- míns Eiríkssonar). Eftir að Stalín gerði griðasáttmálann við Hitler, afhenti hann Hitler marga þýska kommúnista, sem voru flótta- menn í Ráðstjórnarríkjunum, þar á meðal Margarete. Var hún send rakleiðis í fangabúðir nasista. Hún bar vitni í frægum réttarhöldum í Frakklandi 1949, sem snerust um það, hvort fangabúðir væru til í Ráðstjórnarríkjunum. Stefán Pjeturs son ritstjóri, sem komst sjálfur naumlega hjá því að vera sendur í slíkar fangabúðir, sneri bók hennar um þessi meinlegu örlög á íslensku, Konur í einræðis- klóm, sem kom út 1954. Gasklefar og prammar Alræðisherrar tuttugustu aldar kunnu mörg ráð til að taka menn af lífi. Hitler leiddi gyðinga inn í gasklefa, Stalín setti stéttaróvini út á pramma á Volgufljót, þar sem þeim var sökkt, Maó svelti þá til bana. Með samþykktinni um minn- ingardag fórnarlambanna hafa Evrópuþjóðir strengt þess heit að gleyma þessu ógæfusama fólki ekki. Einnig verður að hugsa til allra þeirra, sem urðu áratugum saman að þola undirokun og horfa í þögulli angist á ævi sína líða hjá, til dæmis í Eystrasaltslöndum og Austur-Þýskalandi. Og þótt nas- istar séu fyrir löngu horfnir, ráða raunverulegir kommúnistar enn Norður-Kóreu og Kúbu og eiga sér málvini og jafnvel verjendur sums staðar á Vesturlöndum. Fórnarlamb- anna minnst 23. ágúst árið 1939 gerðu Stalín og Hitler hinn alræmda griðasáttmála sinn. Þar skiptu þeir með sér Mið- og Austur-Evrópu og hleyptu af stað seinni heimsstyrjöld. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, prófessor í stjórnmálafræði, rifjar upp voða- verkin sem framin voru í nafni kommúnisma og nasisma í tilefni minningardags fórnarlambanna sem haldinn er 23. ágúst. UPPLÝSTI UM HELFÖRINA Witold Pilecki var fyrst fangi nasista í Auschwitz, þar sem hann smyglaði út ómetanlegum upplýs- ingum um helförina. Síðan var hann fangi kommúnista í Varsjá og tekinn af lífi 1948. MYND: SVARTBÓK KOMMÚNISMANS SAT Í FANGABÚÐUM STALÍNS OG HITLERS Margarete Buber-Neumann sat fyrst í fangabúðum Stalíns og síðan í fangabúðum Hitlers. MYND/DEUTSCHE NATIONALBIBLIOTHEK GRIÐASÁTTMÁLINN UNDIRRITAÐUR Joachim von Ribbentrop undirritar griðasáttmálann, sem Hitler gerði við Stalín 23. ágúst 1939. Stalín brosir breitt. MYND/BUNDESARCHIV Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 w w w .h ir zl an .i s kr. 37.900,- SKRIFBORÐ og bókahillur! T il bo ð Tilboð 56.900,- Fullt verð 77.900,- Tilboð 15.500,- Fullt verð 20.300,- T il bo ð kr. 14.500 kr. 25.400,- CD - og bókahillur í úrvali
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.