Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 36

Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 36
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR36 Tígrisdýr, býflugur og gömul sófasett Knattspyrnuáhugamenn hafa oft og tíðum afar ákveðnar skoðanir á treyjunum sem leikmenn eftirlætisliðanna þeirra klæðast. Kjartan Guðmundsson rifjaði upp nokkrar fótboltatreyjur sem skiptar skoðan- ir hafa verið um í gegnum tíðina, en þó aðallega á tíunda áratugnum. TREYJA TÍGURSINS Aðalbúningur Hull City árið 1992 var innblásinn af gælunafni liðsins, „tígrarnir“. Hönnunin vakti óhug hjá flestum knattspyrnu- aðdáendum. SÆTIR Í BLEIKU Hinir skærbleiku varabúningar Everton á síðustu leiktíð voru umdeildir. Einhverra hluta vegna sætta margir knattspyrnuunnendur sig illa við þennan tiltekna lit. NORDICPHOTOS/AFP ENGAR ERMAR Frá örófi alda hafa knatt- spyrnumenn leikið í treyjum með ermum. Kamerúnar reyndu að breyta reglunum í undanfara HM 2002 en FIFA bannaði liðinu að spila í ermalausu búningunum sínum á mótinu. Gripið var til þess ráðs að sauma þröngar svartar ermar á treyjurnar, sem losnuðu auðveldlega af í hita leiksins. NORDICPHOTOS/GETTY TILRAUNASTARFSEMI Varatreyja Arsenal frá 1991, sem hlaut viðurnefnið „kreisti bananinn“, lét jafnvel goðsagnir á borð við markahrókinn Ian Wright líta illa út á velli. NORDICPHOTOS/GETTY Á rin í kringum 1980 voru gullöld fótboltatreyjanna en á tíunda áratugnum hófst mikið hnignunartímabil. Ljótu treyjurnar frá þeim áratug eru svo margar að það er varla hægt að velja eina úr,“ segir Eiríkur Gunnsteinsson lögfræðingur, sem er mikill áhugamaður um fótboltatreyjur og hefur safnað þeim í áraraðir. Hann segir treyjuna sem hann valdi sem þá ljótustu, búning bandaríska knattspyrnuliðsins Colorado Caribous frá síðari hluta áttunda áratugarins, í raun vera svo fáránlega ljóta að hún fari hringinn og verði flott aftur. „Á þessum tíma voru ótalmargar flottar treyjur á boðstólum, meira að segja í gömlu bandarísku deildinni NASL {North American Soccer League), sem lognaðist reyndar út af um miðjan níunda áratuginn. En svo tókst Colorado Caribous að bera þetta viðrini á borð. Líklega hefur þetta kögur um miðjan búninginn átt að vera svakalega töff, en gerir það að verkum að treyjan líkist helst gömlu sófasetti. Efri hlutinn er hvítur og neðri hlutinn er húðlitaður, með kögrinu á milli, þannig að hvítu leikmennirnir í hópnum líta út eins og magadansmeyjar. Þetta er algjörlega magnað fyrirbæri og ég gæfi aðra hönd- ina fyrir að eiga upprunalega útgáfu af svona treyju,“ segir Eiríkur. ■ ALGJÖRLEGA MAGNAÐ FYRIRBÆRI Mexíkóski landsliðs- maðurinn Jorge Campos er einn af litríkari leikmönnum fótboltasögunnar í bók- staflegum skilningi. Ekki var nóg með að hann væri jafnfær um að spila stöðu markmanns og sóknar- manns, jafnvel í einum og sama leiknum, heldur hannaði hann sína eigin markmannsbúninga sem vöktu athygli um allan heim fyrir litadýrð og óvenjulega sídd á ermunum. Á HM í Frakklandi árið 1998 var Campos að venju skrautlegur í marki mexí- kóska liðsins. Útileikmenn- irnir klæddust hins vegar stórfurðulegum treyjum sem á voru myndir sem vísuðu í þjóðararfinn. Kannski hefur ætlunin verið að hræða líf- tóruna úr andstæðingunum á þennan óvenjulega hátt. ■ SKRAUTLEGIR MEXÍKÓAR JORGE CAMPOS OG LUIS HERNÁN- DEZ Í leik með Mexíkó á HM ´98. NORDICPHOTOS/GETTY & AFP Það vakti gríðarlega athygli þegar KR-ingar stigu í fyrsta sinn út á völlinn í Býflugnatreyjunni svokölluðu sumarið 1989, þar sem hvítu röndunum í hinum fræga KR-búningi hafði verið skipt út fyrir gular. Þótti mörgum samsetningin jaðra við guð- last eða þaðan af verra, meðan öðrum fannst treyjan minna fullmikið á Skagamenn og enn aðrir býsnuðust hreinlega yfir fagurfræðilegum eiginleikum treyjunnar. Býflugnabúningurinn hefur skotið upp kollinum á leikjum KR-liðsins af og til í gegnum tíðina og hefur öðlast eins konar „költ-status“ meðal margra stuðningsmanna liðsins. ■ „VIÐ ERUM SVARTIR, VIÐ ERUM GULIR!“ L íf Magneu-dóttir vara- borgarfulltrúi telur annan vara- búning Manch- ester United, sem liðið klæddist af og til á árunum 1992 til 1994, fremur bjánalegan. „Þessi treyja minnir helst á eitthvað sem írskir barþjónar gætu klæðst á degi heilags Patreks. Það vantar bara klunnalega háhattinn með smáranum. Þessi gula og græna tvískipting er líka dálítið trúðsleg. Auk þess hljóta þessar reimar í háls- inn að vera óþægilegar,“ segir Líf. ■ TRÚÐSLEGUR BARÞJÓNABÚNINGUR Bæði þessi búningur [sem sést á mynd-inni] og sá sem íslenska landsliðið leikur í núna eru mjög líklega ljótustu búningar sem ég hef séð,“ segir fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson þegar hann er beðinn um að nefna fótboltatreyju sem er honum lítt að skapi. „Búningar geta verið ljótir á skemmtilegan hátt, en þessi er einhvern veginn leiðinlega ljótur. Ef þessi búningur væri mann- eskja myndi hann búa í Svíþjóð, svo leiðinlegur er hann. Það sér hvert mannsbarn að lið í þessum bún- ingi mun tapa, líklega illa. Einnig mættu treyjurnar vera nálægt því að vera í réttri stærð. Sjálfur myndi ég halda landsliðsþjálfaranum. Liðið kemst á EM 2012 í nýjum búningum, ekki með nýjum þjálfara,“ segir Guðmundur. ■ LIÐ Í SVONA BÚNINGI TAPAR ILLA Hinn goðsagnakenndi grái varabúningur Manchester United leiktíðina 1995 til 1996 var hannaður með það fyrir augum að passa vel við gallabuxur, enda vinsældir ensku deildarinnar á hraðri uppleið um allan heim og fótboltatreyjur orðnar ásættan- legur hluti af hversdagsklæðnaði fólks. Frægt varð þegar stjórinn Alex Ferguson fann upp á hugsanlega verstu afsökun allra tíma, þegar hann skipaði piltunum sínum að skipta úr gráu treyjunum yfir í bláar í hálfleik þegar liðið var 3-0 undir gegn Southampton vegna þess að leikmennirnir gætu ekki séð hver annan á vellinum í gráu búningunum. Southampton vann leikinn 3-1 og leikmenn Manchester United klæddust treyjunum aldrei aftur, sem vakti úlfúð meðal foreldra sem höfðu eytt stórfé í treyjurnar handa börnum sínum. ■ ÓSÝNILEGI VARABÚNINGURINN NORDICPHOTOS/GETTY
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.