Fréttablaðið - 20.08.2011, Qupperneq 40
4 matur
leiðslu sinni. Hann sker eplin í
skífur og setur í bakaraofn á blást-
ur við vægan hita. „Við setjum
þurrkuðu eplin í krukkur og bjóð-
um sem sælgæti á veturna. Krökk-
unum finnst það voðalega gott. Svo
má líka nota þau út á grauta,“ segir
Þorsteinn. Hann notar skrælara
sem hann fékk úti í París í fyrra-
sumar til að skræla eplin. „Ég fór
í búsáhaldaverslun og keypti þrjá
skrælara handa fjölskyldunni.“
Þorsteinn segist hafa farið að
gera meira úr eplaframleiðslu
sinni á þessu ári heldur en oft
áður. „Og einmitt úr þessum ann-
ars flokks eplum sem eru eitt-
hvað gölluð,“ upplýsir Þorsteinn.
Auk þess að matreiða eplin sjálf-
ur selur hann þau á heimili sínu í
Elliðahvammi.
Ávaxtaræktunin hófst fyrir um
tíu árum að sögn Þorsteins. Inntur
eftir því hvenær besti eplatíminn
sé á Íslandi segir hann: „Næstu
tvær til þrjár vikur eru uppskeru-
tíminn hjá okkur. Þau fyrstu eru
að koma núna með sæt og bragð-
góð epli,“ segir Þorsteinn „Núna
erum við að undirbúa að fá meira
af góðum yrkjum frá Finnlandi,
epla- og kirsuberjatré sem ætluð
eru fyrir norræna svæðið. Einn
mesti gúrú Evrópu er búinn að
vera hér í nokkra daga með nám-
skeið og við erum að læra hjá
honum,“ upplýsir Þorsteinn og
bætir við að hægt sé að sjá fyrir
sér á Íslandi fullt af eplarækt og
býflugnarækt.
- mmf
Þorsteinn ræktar nokkrar tegundir af eplum í Elliðahvammi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Eplaskrælarinn sker epil í skífur sem Þorsteinn þurrkar svo.
Skrælarann fékk Þorsteinn á ferð sinni um París í fyrrasumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þorsteinn Sigmundsson gerir eplasafa úr framleiðslu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vinberin eru girnileg í gróðurhúsi
Þorsteins.
Fjölbreytt ávaxtaræktun er í Elliðahvammi.
FRAMHALD AF FORSÍÐU
Allt sem þú þarft
N1 þjónustustöð, Aðalstöðinni, Keflavík
10-11, Keflavík
N1 verslun, Keflavík
Olís, Básinn, Reykjanesbæ
Samkaup Strax, Reykjanesbæ
10-11, Leifsstöð
Eymundsson, Leifsstöð
Tíu ellefu Hraðkaup, Reykjanesbæ
*Meðan birgðir endast
Nettó, Grindavík
Samkaup Strax, Sandgerði
Samkaup Strax, Garði
Bónus, Fitjum, Njarðvík
Þú færð Fréttablaðið á 12 stöðum á Suðurnesjum.
Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt
um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar.
Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt.
Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða
spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða fengið það sent
með tölvupósti daglega.
Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing.
Það fá allir afmælisblöðru*
á sölustöðum Fréttablaðsins
um land allt.
Fjöldi lausasölustaða á Suðurnesjum
Jákvæðar fréttir
fyrir sumarið