Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2011, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 20.08.2011, Qupperneq 84
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR44 Hvað þarf til að verða góður í skák? „Lesa skákbækur, æfa sig í skákþrautum og tefla, meðal annars í tölvunni.“ Hvenær lærðir þú mann- ganginn? „Fyrir einu og hálfu ári, þegar ég var sjö og hálfs. Mamma byrjaði að kenna mér og svo tók pabbi við.“ Hvernig finnst þér best að byrja leik? „Með því að færa kóngs- peðið á e4.“ Hvort er betra að vera með svarta eða hvíta menn? „Hvíta af því þá get ég byrjað skákina.“ Hugsarðu marga leiki fram í tímann? „Já, það geri ég alltaf. Marga leiki.“ Þykja þér skákþrautir skemmti- legar? „Mjög. Ég er oft í þeim heima á kvöldin.“ Áttu systkini? „Ég á einn bróð- ur sem heitir Joshua, hann er bara sex ára og kann alveg að tefla en ég þarf að kenna honum meira.“ Ert þú best í skák á heimilinu? „Ég held það. Það getur að minnsta kosti enginn unnið mig í fjölskyldunni.“ Langar þig að tefla við ein- hvern sérstakan andstæðing? „Mig langar mest að tefla við Magnus Carlsen, stórmeistara í Noregi.“ Hvar ert þú fædd? „Ég er fædd á Íslandi og hef alltaf átt heima hér en foreldrar mínir eru kín- verskir.“ Ferðu oft til Kína? „Ég fer þangað stundum í heimsókn á sumrin og bý þá hjá móður- ömmu minni.“ Þekkir þú einhverja krakka í Kína? „Bara frænku mína og frænda sem eru vinir mínir.“ Talarðu kínversku? „Já, ég tala kínversku en mér finnst flókið að skrifa kínverska stafi.“ krakkar@frettabladid.is 44 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is LANGAR MEST AÐ TEFLA VIÐ MAGNUS CARLSEN Hin níu ára Nansý Davíðsdóttir hefur vakið athygli undanfarið fyrir snilli sína í taflmennsku. Hún er Íslandsmeistari stúlkna í skák 2011, er á leið á Norðurlanda- mót og stefnir á að verða skákmeistari þegar hún verður stór. „Mér finnst betra að vera með hvíta menn en svarta því þá get ég byrjað skákina,“ segir Nansý og kveðst alltaf hugsa marga leiki fram í tímann. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Einn leikmanna er risi, annar kóngur og hinir eru menn kóngs. Risinn tekur sér stöðu alllangt frá kóngi og mönnum hans sem eru innan markalínu. Kóngur sendir einn af mönnum sínum með skilaboð til risans sem krýpur á annað hnéð. Sendimaður kastar kveðju á ris- ann, tekur í vísifingur hans, stígur ofan á tær hans og segir: „Kóngur segist skulu láta hengja þig ef þú heyir ófrið í landinu.“ Risinn sprettur á fætur og hleypur á eftir sendimanni sem reynir að komast inn fyrir markalínu kóngs. Ef risinn nær kóngsmanni er sá skyldugur til að ganga honum á vald og hjálpa honum að handsama aðra kóngsmenn sem allir eru sendir sömu erinda. Þegar risinn hefur náð þeim öllum fer kóngur sjálfur og glímir við risann en aðrir eru hlutlausir. Sá þeirra verður kóngur næst sem ber hærri hlut í glímunni. Heimild/Æskan 2. tbl. 1961 Risaleikur úr fortíðinni Kóngurinn og menn hans eiga risa fyrir óvin. NORDICPHOTOS/GETTY Ég á einn bróður sem heitir Joshua, hann er bara sex ára og kann alveg að tef la en ég þarf að kenna honum meira Hefurðu séð Kínamúrinn? „Nei, ekki ennþá, en ég ætla að fara einhvern tíma og skoða hann.“ Teflir fólk mikið í Kína? „Ekk- ert mjög mikið. Ég hef að minnsta kosti aldrei séð kín- verskt fólk tefla.“ Tekur þú þátt í skákmóti á næstunni? „Ég fer til Danmerk- ur með skáksveit úr Rimaskóla á Norðurlandamót sem verður 8. til 11. september. Það verður gaman.“ Hvað gerir þú helst þegar þú ert ekki að tefla? „Bara fer í legó með bróður mínum og leik mér líka úti.“ Horfir þú stundum á sjón- varpið? „Ég horfi mikið á teiknimyndir og annað barna- efni en ekkert á fullorðins- myndir.“ Hvert er mesta skammarstrik sem þú hefur gert? „Ég geri aldrei skammarstrik.“ Hvaða sælgæti þykir þér best? „Kirsuberjabrjóstsykur.“ Vaknarðu snemma á morgn- ana? „Á veturna vakna ég snemma til að fara í skólann en annars svona klukkan níu.“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Skákmeistari.“ Af hverju hætti tannlæknirinn störfum? Hann reif kjaft. Tveir strákar að spjalla saman: Ég heyrði nýjan brandara um daginn! Var ég búinn að segja þér hann? Ég veit það ekki. Er hann fyndinn? Já! Þá hefur þú ekki sagt mér hann! Í matarveislunni hvíslar mamman að syni sínum: Hvers vegna lagðir þú engin hnífapör við diskinn hjá Jóa frænda? Sonurinn segir upphátt: Ég hélt að Jói þyrfti engin hnífapör. Þú sagðir að hann borðaði eins og svín! Jói: Það er góð lykt af þér í dag, varstu að fá nýjan rak- spíra? Jón: Nei, ég fór í hreina sokka! WWW.NI.IS Heimasíða Náttúrufræðistofnunar Íslands er full af fróðleik. Þar má til dæmis lesa sér til um þá fugla sem verpa á Íslandi og hvaða bergtegundir er að finna á landinu. Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upp- lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl- enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.