Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 90

Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 90
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR50 50 menning@frettabladid.is Uppspretta vellíðunar Hverabraut 1 | 840 Laugarvatn | fontana@fontana.is | Sími: 486 1400 Opið alla daga kl. 11–22 NÁTTÚRULEGT HVERAGUFUBAÐ GLÆSILEGAR BAÐLAUGAR Nánari upplýsingar: www.fontana.is Fimm frumsamin íslensk leikrit og jafnmargar nýjar leikgerðir byggðar á inn- lendum skáldsögum og öðrum verkum, verða frum- sýnd á fjölum Þjóðleikhúss- ins og Borgarleikhússins í vetur. Fréttablaðið stiklar á stóru í vetrardagskrá leik- húsanna. Stóru höfuðborgarleikhúsin tvö kynntu dagskrá leikársins fram undan í vikunni. Ellefu sýningar verða frumsýndar í Þjóðleikhús- inu, fyrir utan gestasýningar, auk þess sem nokkur verk frá síðasta leikári fara aftur á fjalirnar. Leik- félag Reykjavíkur frumsýnir tólf ný verk. Ný íslensk verk Til helstra tíðinda teljast ný íslensk verk. Sex ný íslensk verk verða frumsýnd í Borgarleikhús- inu, og tvær nýjar leikgerðir á öðrum verkum. Strax í september frumsýn- ir Borgarleikhúsið Zombíljóðin, lokahnykkinn í þríleik leikhópsins MindGroup um íslenska efnahags- hrunið. Áður komu út verkin Þú ert hér og Góðir Íslendingar. Ný leikgerð Vesturportarans Björns Hlyns Haraldssonar á Axlar- Birni verður frumsýnd undir árs- lok. Hótel Volkswagen nefnist nýtt verk eftir Jón Gnarr, sem verður frumsýnt í mars. Í sama mánuði verður sýningin Tengdó tekin til sýninga. Um er að ræða heimildarleikhús, þar sem tilraunaleihópurinn Common Non- sense rýnir í hlutskipti ástands- barnsins. Ein rómaðasta og vin- sælasta skáldsaga síðasta árs, Svar við bréfi Helgu, verður sett upp sem leikrit í apríl. Áhugavert verður að sjá hvernig til tekst að laga verkið að sviði, en bókin er skrifuð í sendibréfsformi með all- sérstæðu orðfæri. Borgarleikhús- ið slúttar svo leikárinu með nýju verki eftir Jón Atla Jónasson, eitt afkastamesta og pólitískasta leik- skáld landsins í maí. Nóttin nær- ist á deginum nefnist verkið og fjallar um hjón á fimmtugsaldri, sem standa uppi allslaus eftir hrunið og hafa ólíkar hugmyndir um hvert skuli stefna. Eitt frumsamið íslenskt verk verður frumflutt í Þjóðleikhús- inu, Svartur hundur prestsins, eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Í leik- ritinu kynnumst við ættmóður sem býður syni sínum, tveimur dætr- um og tengdasyni í vöffluboð til að greina frá ákvörðun sem kemur öllum í opna skjöldu. Auður Ava hefur hlotið mikið lof fyrir skáld- sögur sínar og meðal annars náð miklum vinsældum í Frakklandi. Þetta er fyrsta leikrit hennar. Þá frumsýnir Þjóðleikhúsið þrjár nýjar leikgerðir sem byggja á bókum. Kjartan Ragnarsson leik- stýrir jólasýningunni Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Gæludýr Braga Ólafssonar verða sýnd í maí og yngsta kynslóðin fær eitt- hvað fyrir sinn snúð þegar Litla og stóra skrímslið eftir Áslaugu Jóns- dóttur lifna við í Kassanum undir lok desember. Klassísk verk Shakespeare setti sterkan svip á leikárið í fyrra, en klassísku verk- in eru af nýrri toga í ár. Í Þjóðleik- húsinu ber að nefna Afmælisveislu Harolds Pinter í leikstjórn Baltas- ars Kormáks, söngleikinn Vesa- lingana sem byggir á samnefndu verki Viktors Hugo, og Dagleið- ina löngu eftir bandaríska leik- skáldið Eugene O‘Neill, þar sem Arnar Jónsson fylgir eftir rómaðri frammistöðu sinni í Lé konungi, í leikstjórn konu sinnar, Þórhildar Þorleifsdóttur. Söngleikurinn víðfrægi um Galdrakarlinn í Oz verður frum- sýndur í september. Í október verður Kirsuberjagarður Tjekovs færður upp í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Jólasýningin verður Fanný og Alexander, sem byggir á samnefndum þáttum og síðar kvikmynd Ingmars Bergman og byggir á norskri leikgerð frá 2009. Eitt þekktasta verk leikhús- bókmenntana, Beðið eftir Godot, verður sýnt í uppfærslu dragg- hópsins Pörupilta, sem kvenfélagið Garpur stendur á bak við. Ný erlend verk Nokkur nýleg erlend eru á dag- skrá beggja leikhúsanna í vetur og hljóma mörg hver spennandi. Í september fer Listaverkið Yasm- inu Reza á fjalirnar í Þjóðleikhús- inu en það sló í gegn á Loftkastal- anum fyrir fjórtán árum. Baltasar Kormákur, Ingvar Sigurðsson og Hilmir Snær fara með aðalhlut- verk. Þá ber að geta Hreinsun- ar eftir Sofi Oksanen, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norður- ZOMBÍLJÓÐ OG SVARTU HUNDUR Á KOMANDI LE Norski krimmahöfundurinn Jo Nesbø er næstvinsælasti skáld- sagnahöfundur í Bretlandi, það sem af er þessu ári. Bækur Nesbø um Harry Hole hafa selst í hátt í 717 þúsund eintök- um í Bretlandi á þessu ári. Banda- ríski reyfarahöfundurinn James Patterson er sá eini sem selt hefur fleiri bækur en Nesbø árið 2011. Nesbø er einn vinsælasti krimmahöfundur Norðurlanda en stjarna hans hefur farið rísandi í Bretlandi á undanförnu ári. Hann hefur alls skrifað sextán bækur, þar af níu í flokknum um Harry Hole. Fjórar þeirra hafa komið út á íslensku á vegum Uppheima. Nesbø ógnarvinsæll JO NESBØ TVÆR NÝJAR FRÁ BJARTI Tvær nýjar bækur í Neon-flokki útgáfunnar Bjarts eru komnar út. Rannsóknin nefnist önnur eftir Philippe Claudel, sem fjallar um mann sem rannsakar sjálfsmorðsbylgju í litlu frönsku þorpi. Kristín Jónsdóttir íslenskaði. Hin heitir Fásinna eftir Horacio Castellanos Moya og segir frá manni sem fær það verk- efni að prófarkalesa skýrslu um þjóðarmorð á frumbyggjum í ríki Mið-Ameríku. Hermann Stefánsson þýddi. KIRSUBERJAGARÐURINN Hilmir Snær Guðnason leikstýrir einu þekktasta verki leikhús- bókmenntanna í Borgarleikhúsinu í október.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.