Fréttablaðið - 20.08.2011, Qupperneq 90
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR50 50
menning@frettabladid.is
Uppspretta
vellíðunar
Hverabraut 1 | 840 Laugarvatn | fontana@fontana.is | Sími: 486 1400
Opið
alla daga
kl. 11–22
NÁTTÚRULEGT
HVERAGUFUBAÐ
GLÆSILEGAR
BAÐLAUGAR
Nánari upplýsingar:
www.fontana.is
Fimm frumsamin íslensk
leikrit og jafnmargar nýjar
leikgerðir byggðar á inn-
lendum skáldsögum og
öðrum verkum, verða frum-
sýnd á fjölum Þjóðleikhúss-
ins og Borgarleikhússins í
vetur. Fréttablaðið stiklar á
stóru í vetrardagskrá leik-
húsanna.
Stóru höfuðborgarleikhúsin tvö
kynntu dagskrá leikársins fram
undan í vikunni. Ellefu sýningar
verða frumsýndar í Þjóðleikhús-
inu, fyrir utan gestasýningar, auk
þess sem nokkur verk frá síðasta
leikári fara aftur á fjalirnar. Leik-
félag Reykjavíkur frumsýnir tólf
ný verk.
Ný íslensk verk
Til helstra tíðinda teljast ný
íslensk verk. Sex ný íslensk verk
verða frumsýnd í Borgarleikhús-
inu, og tvær nýjar leikgerðir á
öðrum verkum.
Strax í september frumsýn-
ir Borgarleikhúsið Zombíljóðin,
lokahnykkinn í þríleik leikhópsins
MindGroup um íslenska efnahags-
hrunið. Áður komu út verkin Þú
ert hér og Góðir Íslendingar. Ný
leikgerð Vesturportarans Björns
Hlyns Haraldssonar á Axlar-
Birni verður frumsýnd undir árs-
lok. Hótel Volkswagen nefnist nýtt
verk eftir Jón Gnarr, sem verður
frumsýnt í mars.
Í sama mánuði verður sýningin
Tengdó tekin til sýninga. Um er að
ræða heimildarleikhús, þar sem
tilraunaleihópurinn Common Non-
sense rýnir í hlutskipti ástands-
barnsins. Ein rómaðasta og vin-
sælasta skáldsaga síðasta árs,
Svar við bréfi Helgu, verður sett
upp sem leikrit í apríl. Áhugavert
verður að sjá hvernig til tekst að
laga verkið að sviði, en bókin er
skrifuð í sendibréfsformi með all-
sérstæðu orðfæri. Borgarleikhús-
ið slúttar svo leikárinu með nýju
verki eftir Jón Atla Jónasson, eitt
afkastamesta og pólitískasta leik-
skáld landsins í maí. Nóttin nær-
ist á deginum nefnist verkið og
fjallar um hjón á fimmtugsaldri,
sem standa uppi allslaus eftir
hrunið og hafa ólíkar hugmyndir
um hvert skuli stefna.
Eitt frumsamið íslenskt verk
verður frumflutt í Þjóðleikhús-
inu, Svartur hundur prestsins,
eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Í leik-
ritinu kynnumst við ættmóður sem
býður syni sínum, tveimur dætr-
um og tengdasyni í vöffluboð til
að greina frá ákvörðun sem kemur
öllum í opna skjöldu. Auður Ava
hefur hlotið mikið lof fyrir skáld-
sögur sínar og meðal annars náð
miklum vinsældum í Frakklandi.
Þetta er fyrsta leikrit hennar. Þá
frumsýnir Þjóðleikhúsið þrjár
nýjar leikgerðir sem byggja á
bókum. Kjartan Ragnarsson leik-
stýrir jólasýningunni Heimsljósi
eftir Halldór Laxness. Gæludýr
Braga Ólafssonar verða sýnd í
maí og yngsta kynslóðin fær eitt-
hvað fyrir sinn snúð þegar Litla og
stóra skrímslið eftir Áslaugu Jóns-
dóttur lifna við í Kassanum undir
lok desember.
Klassísk verk
Shakespeare setti sterkan svip á
leikárið í fyrra, en klassísku verk-
in eru af nýrri toga í ár. Í Þjóðleik-
húsinu ber að nefna Afmælisveislu
Harolds Pinter í leikstjórn Baltas-
ars Kormáks, söngleikinn Vesa-
lingana sem byggir á samnefndu
verki Viktors Hugo, og Dagleið-
ina löngu eftir bandaríska leik-
skáldið Eugene O‘Neill, þar sem
Arnar Jónsson fylgir eftir rómaðri
frammistöðu sinni í Lé konungi, í
leikstjórn konu sinnar, Þórhildar
Þorleifsdóttur.
Söngleikurinn víðfrægi um
Galdrakarlinn í Oz verður frum-
sýndur í september. Í október
verður Kirsuberjagarður Tjekovs
færður upp í leikstjórn Hilmis
Snæs Guðnasonar. Jólasýningin
verður Fanný og Alexander, sem
byggir á samnefndum þáttum og
síðar kvikmynd Ingmars Bergman
og byggir á norskri leikgerð frá
2009. Eitt þekktasta verk leikhús-
bókmenntana, Beðið eftir Godot,
verður sýnt í uppfærslu dragg-
hópsins Pörupilta, sem kvenfélagið
Garpur stendur á bak við.
Ný erlend verk
Nokkur nýleg erlend eru á dag-
skrá beggja leikhúsanna í vetur
og hljóma mörg hver spennandi. Í
september fer Listaverkið Yasm-
inu Reza á fjalirnar í Þjóðleikhús-
inu en það sló í gegn á Loftkastal-
anum fyrir fjórtán árum. Baltasar
Kormákur, Ingvar Sigurðsson og
Hilmir Snær fara með aðalhlut-
verk. Þá ber að geta Hreinsun-
ar eftir Sofi Oksanen, sem hlaut
Bókmenntaverðlaun Norður-
ZOMBÍLJÓÐ OG SVARTU
HUNDUR Á KOMANDI LE
Norski krimmahöfundurinn Jo
Nesbø er næstvinsælasti skáld-
sagnahöfundur í Bretlandi, það sem
af er þessu ári.
Bækur Nesbø um Harry Hole
hafa selst í hátt í 717 þúsund eintök-
um í Bretlandi á þessu ári. Banda-
ríski reyfarahöfundurinn James
Patterson er sá eini sem selt hefur
fleiri bækur en Nesbø árið 2011.
Nesbø er einn vinsælasti
krimmahöfundur Norðurlanda en
stjarna hans hefur farið rísandi í
Bretlandi á undanförnu ári. Hann
hefur alls skrifað sextán bækur,
þar af níu í flokknum um Harry
Hole. Fjórar þeirra hafa komið út á
íslensku á vegum Uppheima.
Nesbø ógnarvinsæll
JO NESBØ
TVÆR NÝJAR FRÁ BJARTI Tvær nýjar bækur í Neon-flokki útgáfunnar Bjarts eru komnar út. Rannsóknin
nefnist önnur eftir Philippe Claudel, sem fjallar um mann sem rannsakar sjálfsmorðsbylgju í litlu frönsku þorpi.
Kristín Jónsdóttir íslenskaði. Hin heitir Fásinna eftir Horacio Castellanos Moya og segir frá manni sem fær það verk-
efni að prófarkalesa skýrslu um þjóðarmorð á frumbyggjum í ríki Mið-Ameríku. Hermann Stefánsson þýddi.
KIRSUBERJAGARÐURINN Hilmir Snær Guðnason leikstýrir einu þekktasta verki leikhús-
bókmenntanna í Borgarleikhúsinu í október.