Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 96

Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 96
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR Haukur S. Magnússon hefur fengið foreldra sína í heim- sókn frá Ísafirði yfir Menn- ingarnótt. Saman bjóða þau til veislu úti á Granda í kvöld. Hljómsveitirnar Reykjavík! og Sudden Weather Change bjóða gestum og gangandi í heimsókn í æfingahúsnæði sitt í dag í tilefni Menningarnætur. Hljómsveit- irnar munu stíga á svið og leika nokkur lög fyrir gesti auk þess sem hjónin Magnús Hauksson og Ragnheiður Halldórs dóttir frá Tjöruhúsinu munu reiða fram dýrindis rétti fyrir fólk. Reykjavík! og Sudden Weather Change verða ekki einu hljóm- sveitirnar sem koma fram held- ur munu Ofvitarnir, Just Another Snake Cult og Mugison einnig koma fram auk þess sem mynd- listarmaðurinn Ísak Óli Sævars- son mun selja verk sín á staðn- um. Menningin mun því blómstra í æfingahúsnæðinu þennan dag. Haukur S. Magnússon, með- limur hljómsveitarinnar Reykja- vík!, segir Grandasvæðið vera orðið mjög líflegt og skemmti- legt og vonast eftir því að sjá sem flesta í dag. „Okkur fannst kjörið að bjóða fólki í heimsókn í tilefni dagsins, halda listasýn- ingu, tónleika og bjóða upp á mat. Mamma mín og pabbi reka Tjöruhúsið þannig það voru hæg heimantökin að fá þau í lið með sér. Þetta gaf þeim líka ástæðu til að koma suður og taka þátt í gamninu. Öllum er boðið og ég vonast eftir því að sjá sem flesta,“ segir Haukur. Meðal þeirra rétta sem Magnús og Ragnheiður munu reiða fram eru plokkfiskur og fiskisúpa. Þegar Haukur er inntur eftir því hvaða réttur sé í uppáhaldi hjá honum verður honum svarafátt. „Það fer svolítið eftir því í hvaða skapi ég er. Mér finnst plokkfiskurinn alltaf fáránlega góður, en fiski- súpan þeirra er líka alveg sér á báti.“ Skemmtunin fer fram í æfinga- húsnæði sveitanna við Hólmaslóð 2. Skemmtunin byrjar klukkan 15 og stendur til 23. Maturinn verður reiddur fram um klukkan 19 og þá hefjast einnig tónleik- arnir. sara@frettabladid.is Mér finnst plokkfisk- urinn alltaf fáránlega góður, en fiskisúpan þeirra er líka alveg sér á báti. HAUKUR S. MAGNÚSSON TÓNLISTARMAÐUR Gleðin sveif yfir vötnum á skemmti- staðnum Vellinum á Grensásvegi á fimmtudagskvöldið þegar þrír af vinsæl- ustu tónlistarmönnum landsins tóku við gullplötu fyrir sölu á plötu sinni. Þetta voru þeir Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas sem hafa selt yfir fimm þúsund eintök af plötunni MS GRM sem kom út á síðasta ári. Um þessar mundir er að koma út DVD- diskur með hljómsveitinni með tónleik- um hennar í Austurbæ í byrjun nóvem- ber 2010. Þeir tónleikar þóttu einmitt frábærlega vel heppnaðir og fengu fullt hús stiga, fimm stjörnur, hjá gagnrýn- anda Fréttablaðsins. Þríeykið og aðrir gestir horfðu einmitt á tónleikana í veisl- unni á fimmtudagskvöldið og létu vel af áhorfinu. Gömlu brýnin komin í gull SKÁL! Gylfi, Megas og Rúnar Þór fengu gullplötu á fimmtudagskvöld. Megas ákvað að lyfta frekar bjórglasi en gullplötunni þegar ljósmyndari smellti af: „Ég er gull sjálfur,“ sagði hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Forsetafrúin Dorrit Moussaieff var glöð í bragði í Kringlunni á fimmtudagskvöldið þegar góðgerðafélagið Á allra vörum hrinti af stað nýrri landssöfnun. Félagið selur á hverju ári varag- loss til styrktar góðu málefni og í ár rennur ágóði sölunnar til Neistans, styrktarfélags hjart- veikra barna. Þegar hafa 8.500 gloss verið seld en Dorrit festi kaup á einu slíku, kynnti sér starfsemi Neistans og spjallaði við gesti og gangandi í Kringlunni. Kynn- ir kvöldsins var Sigga Lund og fram komu Jónsi, Bogomil Font og Helga Möller ásamt því að Kalli Berndsen og Sigríður Klingenberg voru á svæðinu til að veita gestum góð ráð. Dorrit glöð í bragði í Kringlunni BROSMILD Dorrit Moussaieff festi kaup á einu glossi til styrktar Neistanum og kynnti sér um leið starfsemi félagsins. ROKK OG PLOKKFISKUR FLOTTIR FEÐGAR Haukur S. Magnússon og Magnús Hauksson munu taka á móti gestum í dag. Haukur mun leika tónlist með hljómsveit sinni og Magnús reiðir fram dásamlega fiskrétti ásamt konu sinni, Ragnheiði Halldórsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA SENDU SMS SKEYTIÐ ESL CON Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! BOÐSMIÐI BOÐSMIÐI VILTU VINNA MIÐA? FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! KOMIN Í BÍÓ! HANN ER FÆDDUR STRÍÐSMAÐUR!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.