Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 110

Fréttablaðið - 20.08.2011, Side 110
20. ágúst 2011 LAUGARDAGUR70 SJÓNVARPSÞÁTTURINN Ásgrímur Már Friðriksson Aldur: 28 ára. Starf: Tilvon- andi þátta- stjórnandi, fatahönnuður og vinn einnig hjá Eskimo. Fjölskylda: Pabbi minn heitir Frið- rik, mamma mín Sigurlaug og stjúpi minn heitir Arnar. Búseta: Hverfisgatan. Stjörnumerki: Sporðdreki. Ásgrímur Már verður einn þáttastjórn- enda Nýs útlits á Skjá einum. „Ég er að lenda eftir kvöldið, sem var frábært í alla staði,“ segir Harpa Einarsdóttir fatahönn- uður, en hún bar sigur úr býtum í fatahönnunar- keppninni Reykjavík Runway á fimmtudagskvöld. Spurð hvort hún hafi átt von á sigrinum svarar Harpa: „Já, ég var alveg búin undir það og hafði mikla trú á verkefninu og sjálfri mér. Ég var búin að leggja mikla vinnu í þetta og ætlaði mér hrein- lega að vinna.“ Harpa fór heim með hálfrar milljónar króna ávísun, boðskort á tískuvikuna í New York og alhliða rekstraraðstoð frá fyrirtækinu Reykjavik Runway næsta árið. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég vinn keppni, hef oft lent í öðru og þriðja sæti en nú vann ég loksins.“ Mikið gekk á hjá Hörpu í aðdraganda keppninn- ar, en mikil seinkun var á efnunum sem pöntuð voru að utan. „Ég fékk efnin mín allt of seint og ég svaf sama og ekkert í tvo sólarhringa fyrir keppnina,“ segir Harpa, en nú tekur við mikil vinna hjá henni. Fyrst á dagskrá er að búa til bæklinga og panta flugfar til New York á tísku- vikuna en þar er ætlunin að kynna merkið, Ziska, fyrir útlendan markað. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Reykjavík Runway og afhenti Hörpu verðlaunin í fyrrakvöld. „Hún er yndisleg og ég hef hitt hana áður. Hún bað mig einmitt um að hringja í sig þegar ég kæmi til New York svo við gætum hist.“ - áp Ætlar að hitta Dorrit í New York SIGURVEGARI Harpa Einarsdóttir vann fatahönnunarkeppnina Reykjavik Runway en hér er hún að sýna dómnefndinni, Bergþóru Guðnadóttur og Stefáni Svan Aðalheiðarsyni, kjól úr eigin smiðju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætis- ráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefð- um viljað hafa hana virkari í okkar réttinda baráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Hún vakti töluverða athygli, frétt Fréttablaðsins um Frostrósa- aðdáendurna Craig Murray og Darryl Brown, sem ætla að koma hingað í desember og fara á tón- leika. Murray lýsti jafnframt yfir miklum áhuga á að hitta Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, enda sagði hann þá hafa glaðst ákaflega mikið yfir því þegar hún gekk að eiga Jónínu Leósdóttur, sambýliskonu sína til margra ára. Hrannar B. A rnarsson, aðstoðar maður Jóhönnu, sagði bón Ástral anna ekki hafa borist inn á borð ráðuneytisins. Embættinu hefði hins vegar borist margvísleg erindi frá ferðamönnum sem vildu hitta Jóhönnu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar fyrirspurnirn- ar eru og þær snerta ekki allar hjónaband hennar. Hún hefur hins vegar ekki haft tíma til að verða við slíkum erindum og ég á von á því að þetta erindi verði afgreitt með sama hætti.“ Árni Grétar segir Samtökunum ´78 hafa borist fjölda fyrirspurna frá samkynhneigðu fólki hvaðan- æva úr heiminum sem vilji fá að hitta Jóhönnu, það hafi hins vegar gengið bölvanlega að ná tali af henni og koma á einhvers konar fundum. „Hún er bara af gamla skólanum og vill fá að halda sínu einkalífi fyrir sig. Og við virðum það auðvitað þó okkur þætti vænt um að fá þennan liðstyrk. Ég veit ÁRNI GRÉTAR JÓHANNSSON: DAUÐAFÆRI SEM EKKI HEFUR VERIÐ NÝTT Samkynhneigðir ósáttir við forsætisráðherrann FÁ EKKI AÐ HITTA JÓHÖNNU Craig Murray og Darryl Brown, Frostrósa-aðdá- endurnir, fá ekki að hitta Jóhönnu Sigurðar- dóttur ef marka má aðstoðarmann hennar. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, segir marga samkynhneigða vera óánægða með hversu lítinn þátt forsætis- ráðherra hafi tekið í réttindabaráttunni eftir að hún tók við sínu embætti. hins vegar til þess að það eru stórar myndir af henni uppi á veggjum á réttindaskrifstofum samkynhneigðra í Afríku þar sem staða þessa hóps er hvað verst.“ Árni Grétar líkir þessu við dauðafæri sem ekki hafi verið nýtt og hann er ekkert sérstak- lega bjartsýnn á framhaldið, að forsætisráðherrann verði áberandi í réttindabaráttunni. Hann bindur hins vegar vonir við stjórnarskrár- breytingarnar, ekki síst ef Alþingi bæti kynvitund inn í stjórnar- skrána, slíkt gæti fleytt Íslandi í fremstu röð á þessu sviði. „Hins vegar er ekkert launungarmál að sú staðreynd; að Ísland hafi sam- kynhneigðan forsætisráðherra, hefur hjálpar hinsegin ferða- mennskunni og margir horfa til Íslands sem hálfgerðs drauma- lands af þeim sökum.“ freyrgigja@frettabladid.is Listaverkið (Stóra sviðið) Fyrsta sýning Kl. 16:00 Önnur sýning Kl. 19:30 Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 2.9. Kl. 19:30 Br. sýngart. Lau 3.9. Kl. 19:30 Br. sýngart. Fös 9.9. Kl. 19:30 Lau 10.9. Kl. 19:30 Fös 16.9. Kl. 19:30 Lau 17.9. Kl. 19:30 Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 18.9. Kl. 19:30 Fös 23.9. Kl. 19:30 Lau 24.9. Kl. 19:30 Sun 25.9. Kl. 19:30 Fös 30.9. Kl. 19:30 Lau 1.10. Kl. 19:30 Sun 2.10. Kl. 19:30 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 28.8. Kl. 14:00 Sun 4.9. Kl. 14:00 Sun 11.9. Kl. 14:00 Sun 18.9. Kl. 14:00 Sun 25.9. Kl. 14:00 Blaðamenn frá helstu fjölmiðlum heims eru staddir í Reykjavík til að fylgjast með því þegar glerhjúp- ur Hörpunnar verður lýstur upp. Þegar hafa birst ítarlegar grein- ar í Newsweek og Time Out en blaðamenn frá New York Times, Vanity Fair, Wall Street Journ- al, danska ríkissjónvarpinu, Die Zeit, The Observer, Guardian og Monocle eru meðal þeirra sem ætla að vera viðstaddir blaða- mannafundinn í Hörpunni klukk- an tíu í dag. Þá sendi færeyska ríkissjónvarpið starfsmenn frá bæði útvarps-og sjónvarpssviði. Á blaðamannafundinum sitja fyrir svörum Steinunn Birna Ragnars- dóttir, tónlistarstjóri hússins og Ólafur Elíasson auk arkitekta hússins. Anna Margrét Björnsson, upp- lýsingafulltrúi Hörpunnar, segir erlenda fjölmiðla vera mjög áhuga- sama um Hörpuna. Blaðamanna- stóðið fer út að borða á Kolabraut- inni, veitingastað Hörpunnar, í kvöld og ætlar síðan að gera sér glaðan dag á Menningarnótt í Reykjavík sem væntanlega fær töluverða athygli fyrir vikið í heimspressunni. Þeir ætla síðan að snæða hádegisverð á Munn- hörpunni á morgun, borða á Fiski- markaðinum annað kvöld og munu eflaust njóta þess á besta stað þegar árleg flugeldasýning lýsir upp himininn yfir Reykjavík. - fgg Heimspressan fylgist með opnun Hörpu ATHYGLISVERÐ Vígsla Hörpu hefur dregið að blaðamenn frá helstu fjölmiðlum heims. Wall Street Journal, New York Times, DR og Die Zeit eru meðal þeirra blaða sem ætla að fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Piparúða var sprautað inni á skemmtistaðnum Kaffibarnum nú á fimmtudagskvöld með þeim afleiðingum að nokkrir gestir fengu ertingu í háls og augu. Sam- kvæmt starfsmanni Kaffibarsins var atvikið þó ekki alvarlegt og engan sakaði. Margir voru á Kaffibarnum þetta kvöld og var danski plötu- snúðurinn Djuna Barnes að þeyta skífum þegar atvikið átti sér stað. Að sögn starfsmanna staðarins olli þetta svolitlum óþægindum hjá þeim er stóðu næst úti dyrunum en annars hafi þetta gengið yfir á stuttum tíma og gestir hald- ið áfram að skemmta sér. Einn starfsmaður Kaffibarsins hafði svo á orði að atvikið væri vissu- lega óvenjulegt en að margt skrítn- ara en þetta gerðist í næturlífinu. Talið er að sömu aðilar hafi verið að verki á Kaffibarnum og á Laugavegi en piparúða var sprautað framan í vegfaranda sama kvöld. Vísir greindi frá því að maðurinn hefði verið á gangi þegar hópur manna hefði komið að honum. Einn úr hópnum hefði sprautað úðanum í andlit manns- ins og svo hefði hópurinn haldið á brott. Lögregla mætti á staðinn og leitaði að mönnunum en sú leit bar engan árangur. - sm Piparúða sprautað inni á Kaffibarnum FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÓVENJULEGT ATVIK Piparúða var sprautað inni á skemmti- staðnum Kaffibarnum síðasta fimmtu- dagskvöld. Gestir fundu fyrir nokkrum óþægindum. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.