Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 18
18 3. september 2011 LAUGARDAGUR Til sölu er um 44 fm. sumarhús til brottflutnings. Húsið er staðsett í orlofs- byggðinni í Svignaskarði í Borgarbyggð og selst í núverandi ástandi og með öllum húsbúnaði. Einnig fylgir um 50 fm. verönd svo og heitur pottur. Seljandi sér um að aftengja allar lagnir og heimtaugar. Kaupandi sér um að losa hús og pall af núverandi undirstöðum og fjarlægja af svæðinu. Hægt verður að skoða húsið í samráði við Svein (sími 898-9077) sem einnig veitir nánari upplýsingar. Til sölu sumarhús til flutnings B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 47 75 1 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is Allr a síð ustu sæt in 20. sep tem ber í 8 n ætu r Costa del Sol Nú er komið að síðustu ferðinni til Costa del Sol í ár. Í boði er einstök sértilboð á Aguamarina íbúðahótelinu og Amaragua, sem er afar gott 4 stjörnu hótel við ströndina. Gríptu þetta tækifæri og skelltu þér í frábæra ferð til Costa del Sol og njóttu lífsins á hreint ótrúlegum kjörum. Einnig önnur sértilboð í boði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja og íbúða – verð getur hækkað án fyrirvara. Aguamarina 89.900 kr. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð 8 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 99.900. Hotel Amaragua 134.400 kr. – með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi með hálfu fæði í 8 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði kr. 149.900. Frá kr. 89.900 Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óró- ann á alþjóðlegum fjármálamörkuð- um héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. „Breytingarnar í Eistlandi á síð- ustu 20 árum eru nánast krafta- verk“ sagði Carl Bildt, hinn annars orðvari utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, í pallborðsumræðum sem við tókum þátt í fyrir skemmstu í Tall- inn. Niðurstaða Eistanna sjálfra var að Evrópusambandið hefði ráðið úrslitum um efnahagslega endur- reisn landsins. Eftir upptöku evrunnar nam hagvöxtur 8% á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. Útflutningur jókst í maí um 53% milli ára (maí til maí) og atvinnuleysi er á niðurleið eftir dýfuna 2008. Erlendar fjárfestingar hafa streymt inn í landið og nema nú 80% af landsframleiðslu. Skuldir Eistlands eru þær lægstu í Evrópu og eru aðeins 6% af VLF. Ungt fólk sem áður sá framtíð sína utan Eistlands festir nú rætur heima fyrir. Skapandi greinar og listir eru á fleygiferð samhliða iðn- aði og öðrum hefðbundnum atvinnu- greinum. Alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Skype hafa flutt höfuð- stöðvar sínar til Tallinn – og þau eru ekki á förum. Eistlandi hefur tekist að byggja upp þróttmikið, fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf. Eistar eru stoltir af sínu þjóðerni og þeir eru stoltir af því að tilheyra Evrópu. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, Eistland er lítil þjóð eins og við Íslendingar. Þeir, eins og svo margir aðrir, lentu vissulega í efnahagshremmingum árið 2008. En eistneska leiðin – aðild að ESB og upptaka evrunnar ásamt sterkri áherslu þeirra í samvinnu við Evr- ópusambandið á nýsköpun, fjár- festingar og fjölbreytt atvinnulíf sýnir að það er hægt að ná miklum árangri með réttri stefnu. Þetta er eistneski kúrinn. Það er ergilegt þegar fulltrú-ar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdótt- ur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði. Í fyrsta lagi heldur hún því fram að íbúa- lýðræði, ákvæði um 25% hafi verið tekið upp í tengslum við álvers- stækkunina. Það er alls ekki rétt. Það ákvæði var sett inn vegna yfir- gangs meirihluta Sjálf- stæðisflokksins vegna skipulags á Hörðuvöll- um á sínum tíma, af Samfylkingunni. Vinstri græn áttu þá ekki bæj- arfulltrúa í bæjarstjórn en félagið beitti sér mjög fyrir því að kosn- ingin um álversstækkunina færi fram, eins og síðar varð. Síðar segir hún réttilega að fjöldi bæjarbúa hafi safnað undir- skriftum fyrir endurtekinni kosn- ingu. Sjálfstæðisflokkurinn með ósætt- inu Þá var úr vöndu að ráða. Í fyrsta lagi var óljóst hvort álverið hefði nokkurn hug á að stækka í sam- ræmi við þá deiliskipulagstillögu sem kosið var um á sínum tíma. Í öðru lagi er alls ekki víst að for- sendur standist, ótal margt hefur breyst í umhverfinu og ekki víst að það umhverfismat sem lá að baki fyrri stækkunarhugmyndum ætti við vegna þess. Í þriðja lagi, sem er jú mikilvægast, þá er hæpið að það standist lög og rétt að hægt sé að kjósa um mál sem varða þriðja aðila. Þannig gæti ég til dæmis safnað undir- skriftum fyrir því að Rósa mætti hækka húsið sitt um eina hæð, á meðan Rósa hefði hins vegar ekki neinn sér- stakan áhuga á því. Það sjá allir hvílík fásinna það væri. Það sýndi sig í sam- eiginlegri yfirlýsingu Alcan og Hafnarfjarð- arbæjar að aðilar eru sammála um að ekki sé tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun álversins. Sú niðurstaða er fengin í sátt við fyrirtækið, og er niðurstaða þess, engu síður en bæjarstjórnar. Ég skil ekki af hverju bæjarfulltrúinn kýs að setja sig upp á móti sáttinni og með ósættinu. Ég skil ekki af hverju bæjarfulltrú- inn kýs að setja sig upp á móti sátt- inni ... Niðurstaða Eistanna sjálfra var að Evrópusambandið hefði ráðið úrslitum ... Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heil- brigðismála eru áform um bygg- ingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítar- lega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sam- eina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram. Þrenns konar umbætur verða með þessari framkvæmd: Bætt öryggi og aðstaða fyrir sjúklinga, veru- legar umbætur í rekstri og bætt vinnuumhverfi starfsfólks. Flestir sem hafa eitthvert vit á heilbrigðismálum, veitendur þjón- ustu jafnt sem þiggjendur, telja þessa þrjá þætti afar mikilvæga og mjög eftirsóknarverða. End- urteknir útreikningar innlendra og erlendra sérfræðinga sýna að árlega muni sparast allt að 3 millj- arðar króna við þessa breytingu sem bendir eindregið til þess að framkvæmdin borgi sig sjálf með tímanum. Enn einu sinni liggja nú fyrir nýir útreikningar hvað þetta varðar, og niðurstaðan er alltaf sú sama. Til viðbótar má nefna að nýr spítali á einum stað í sambýli með Háskóla Íslands, mun styrkja enn frekar árangursríkt samstarf háskóla og spítala, og gera vinnu- staðinn eftirsóknarverðari. Landspítali eins og hann starf- ar núna, í spennitreyju fjárlaga, og dreifður um alla borg, á erfitt með að sinna hlutverki sínu full- komlega, þó að ótrúlega vel hafi gengið að gæta öryggis sjúk- linga og þróa starfsemina að ýmsu leyti til betri vegar, þökk sé dugnaði og baráttu starfsmanna spítalans. Þrátt fyrir þröngan stakk, hefur tekist að koma á ýmsum breytingum í innra skipu- lagi, sem þegar hafa leitt til mik- illar hagræðingar, þannig að spít- alinn er nú rekinn innan ramma fjárlaga. Einnig er unnið að umbótum á fjölmörgum þjónustu- þáttum er snúa að sjúklingum, m.a. til þess að starfsemin verði betur í stakk búin til þess að sam- einast í nýjum spítala. Starfsfólk hefur lagt á sig gríðarlega vinnu til þess að bæta og þróa starf- semina m.a. til þess að sníða hana sem best að nýjum spítala. Vonin um nýjan spítala hefur því átt mikinn þátt í að hvetja starfs- menn til dáða. Bent hefur verið á að þróun læknisfræði á Íslandi kunni að vera í hættu, verði ekki ráðist í að byggja nýjan spítala. Forsvarsmenn heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og rektor skólans taka undir þetta sjónar- mið og hafa lýst áhyggjum af erf- iðleikum sem skapast muni við að manna stöður á háskólaspítalan- um vegna slakrar vinnuaðstöðu í núverandi byggingum. Læknar og starfsfólk spítalans hafa ítrek- að bent á að sjúklingum, tækj- um og búnaði geti stafað hætta af lélegu húsnæði og ábending- ar hafa borist um að erfitt sé að halda uppi vörnum gegn sýking- um vegna hrörlegs húsnæðis. Þannig liggur ljóst fyrir að starfsmenn Landspítala hafa nú þegar lagt mikið á sig til undir- búnings nýja spítalanum í mörg ár, og ráðist í ýmsar breytingar á starfseminni, m.a. til þess að vera tilbúin með framsæknari og vandaðri þjónustu í hinum nýja spítala. Það hefur því nú þegar verið hugað ítarlega að innihald- inu, ekki síður en að steypunni, enda er það vel þekkt staðreynd í rekstri háskólasjúkrahúsa að innra starfið þarf að vera í stöð- ugri endurskoðun. Í þeirri mik- ilvægu vinnu, þurfa starfsmenn Landspítala ekki á steypukasti núverandi eða fyrrverandi stjórn- málamanna að halda. Ólíkt þróun og starfsemi Landspítalans, þá er slíkt kast tóm steypa. Nýr spítali – forsenda framþró- unar í heilbrigðisþjónustu Heilbrigðismál Ólafur Baldursson læknir og framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala Það hefur því nú þegar verið hugað ítarlega að innihaldinu, ekki síður en að steypunni. Eistneski kúrinn Íbúalýðræði Efnahagsmál Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Íbúalýðræði Gestur Svavarsson fyrrum formaður VG í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.