Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 03.09.2011, Qupperneq 6
3. september 2011 LAUGARDAGUR6 OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Lau frá kl. 11-17 Ótrúlegt verð 90x200 39.000,- 65.900,- 100x200 42.000,- 69.900,- 120x200 48.000,- 75.900,- 140x200 53.000,- 79.900,- 160x200 67.900,- 99.900,- 180x200 73.900,- 109.900,- Gegnheilar viðarlappir 100% bómullaráklæði Svæðaskipt Góðar kantstyrkingar Sterkur botn ALÞINGI Ætla mætti að stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar lifi ekki í sama samfélaginu, ef marka má umræður á Alþingi. Þing kom saman að nýju í gær og til umræðu var munnleg skýrsla forsætis- ráðherra um stöðuna í efnahags- og atvinnu- málum. Stjórnarliðar gerðu mikið úr þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum og vitnuðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og erlendra, jafnt sem innlendra, álitsgjafa máli sínu til stuðnings. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra gerðu mikið úr þeirri staðreynd að samstarfinu við AGS væri lokið og það sýndi ótvírætt að Ísland væri á réttri leið. Tiltóku þau ýmsar efnahagsstærðir máli sínu til stuðnings. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjá hlutina ekki sömu augum og stjórnin en virðast sammála um að hér hafi flest farið á versta veg í tíð vinstri- stjórnarinnar. Þeir báru brigður á tölur stjórnarliða og vísuðu til mikils atvinnuleys- is og fólksflótta máli sínu til stuðnings. Bjarni sagði stjórnina ekki vera starfs- hæfa, hún nyti minnsta mögulega meiri- hluta á þingi, og aðeins um þriðjungur kjós- enda styddi hana samkvæmt könnunum. „Það blasir við að það þarf að stokka spilin upp á nýtt og boða til kosninga. Við þurfum nýtt upphaf.“ Jóhanna svaraði því til að sömu kannanir sýndu að þjóðin treysti ekki stjórnarand- stöðunni. „Það er ekki þannig að fólk vilji að stjórnarandstaðan taki við þjóðarbúinu. Það er eðlilegt því hún hefur engar lausnir í þessum málum.“ Steingrímur kallaði eftir því að menn við- urkenndu það sem vel hefði tekist og tækju höndum saman um að gera enn betur. Hann vísaði í nýlegt hlutabréfaútboð ríkisins, þegar ein milljón dala fékkst á alþjóðlegum mörkuðum. Þar væru komnir óvilhallir dómarar um íslenskt efnahagslíf. „Ekki eru þeir sem fjárfestu peninga sína þar á mála hjá ríkisstjórninni.“ Ef eitthvað er að marka þennan upphafs- dag er ljóst að ekki er von á samstöðu á Alþingi um að vinna þjóðinni til heilla. Lík- legra er að sama karpið um sömu leiðirnar verði áberandi. kolbeinn@frettabladid.is Allt á uppleið eða í kaldakoli Íslenskt efnahagslíf er á réttri leið og mikilvægum áföngum hefur verið náð á leið til endurreisnar ef marka má stjórnarliða. Frá sjónarhóli stjórnarandstæðinga er allt enn í kaldakoli og von á annarri kreppu. ÞUNG UMRÆÐA Himinn og haf skildi að skoðanir stjórnarliða og stjórnarandstæðinga á því hvernig ástandið í íslensku efnahagslífi væri. Alþingi tók til starfa að nýju í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórn- kerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frum- varpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. Flokkssystir Þráins, Álfheiður Ingadóttir, er varaformaður nefndarinnar. Hún segir að málið hafi einfaldlega ekki verið tilbúið, að mati Þráins. Mikil pressa hafi verið um að klára það og afgreiða hefði þurft miklar breytingar á skömmum tíma. Kannski hefði verið rétt að óska strax eftir frestun til mánudags, en reynt hafi verið að ljúka málinu fyrir hálf ellefu í gærmorgun. „Við þurfum greinilega lengri tíma í málið til að skapa það svigrúm sem þarf.“ Umdeildustu atriði frum- varpsins snúa að því að for- sætisráðherra eru færð völd til breytinga á stjórnarráði. Í því felst að sameina ráðuneyti eða leggja niður. Þá er tekist á um hvort leyfa eigi hljóðupptökur á fundum þingnefnda. Allsherjarnefnd fundar á mánudag og vonir standa til þess að hægt verði að ljúka málinu þá. Ekki náðist í Þráin Bertelsson við vinnslu fréttarinnar. Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR ÞRÁINN BERTELSSON FERÐAMÁL Gistinóttum Íslendinga í júlí fjölgaði um 52 prósent á milli ára. Gistinætur útlendinga voru einnig fleiri og jukust þær um þrettán prósent frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tölum Hag- stofunnar. Alls voru gistinætur í júlí 229.100 samanborið við 196.700 nætur í fyrra. Gisti- nætur útlendinga nema um 88 prósentum af heildarfjöldanum. Á höfuðborgarsvæðinu voru 135.800 gistinætur í júlí sem er samkvæmt Hagstofunni 21 pró- sents aukning frá fyrra ári. Nýjar tölur um gistinætur: Landinn gistir oftar á hótelum VÍSINDI Þeir sem eru byrjaðir að fá há kollvik ættu ekki að örvænta því samkvæmt nýrri rannsókn er búið að finna lausnina við hár- missi. Vísindamenn við Yale-háskól- ann í Bandaríkjunum telja sig vera búna að finna lausnina við hármissi – sem hefur plagað margan manninn í gegnum tíð- ina. Þeir segjast hafa fundið út hvaða fitufrumur það eru sem valda því að óvirkar hárfrumur lifna aftur við. Þegar hárfrumur deyja skrepp- ur fitulagið í hársverðinum saman en stofnfrumurnar lifa áfram. Lausn vísindamannanna felst í því að hægt verði að lífga stofnfrumurnar við með því að sprauta fitufrumunum inn í þær. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Cell. Pró- fessor í líffræði við Kaupmanna- hafnarháskóla segist vera mjög spenntur yfir niðurstöðunum en segir þó enn langt í land – þetta sé einungis á rannsóknarstigi. Aðferðin hefur þegar verið prófuð á músum með góðum árangri. En hvort það skipti máli í þessu tilviki, að vera maður eða mús, verður að koma í ljós. - bl Vísindamenn við Yale-háskólann kynna nýja rannsókn í virtu vísindatímariti: Telja sig hafa fundið lausn við skalla SKALLI Vísindamennirnir hafa prófað aðferðina á músum með góðum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Innflytjendum tóbaks verður hér eftir skylt að birta ljósmyndir í lit á öllum umbúðum sem innihalda tóbaks- vörur þar sem varað er við skað- semi vörunnar. Samkvæmt reglugerð velferð- arráðherra verður heimilt að flytja inn tóbaksvörur með eldri merkingum til næstu áramóta, og selja tóbak með eldri merk- ingunum til loka júlí á næsta ári. Eftir það verða allar umbúðir að vera með nýju viðvörununum. Samkvæmt reglugerðinni þurfa tóbaksframleiðendur að standa kostnað af breytingunni. - bj Breyttar reglur um tóbak: Litmyndir á öllum pökkum VIÐVÖRUN Dæmi um viðvörun á sígar- ettupakka. FRÉTTABLAÐIÖÐ/AP Á Ísland að bjóða fram aðstoð við uppbyggingu í Líbíu eftir að friður kemst á í landinu? Já 23% Nei 77% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hafa verðkannanir áhrif á það hvar þú kaupir í matinn? Segðu skoðun þína á visir.is. STJÓRNSÝSLA Íbúðalánasjóður braut ekki jafnréttislög þegar hann réð Sigurð Erlingsson sem framkvæmdastjóra sjóðsins haustið 2010. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Kærandinn, sem er kona, taldi á sér brotið þar sem hún hefði verið hæfari eða jafnhæf Sigurði. Íbúðalánasjóður taldi að Sigurður hefði verið hæfasti umsækjandinn. Kærunefnd jafnréttismála telur að Íbúðalánasjóður hafi sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið að baki ráðn- ingunni. - sh Kærunefnd skilar niðurstöðu: ÍLS braut ekki jafnréttislög KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.