Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 56
3. september 2011 LAUGARDAGUR8
Tónlistarkennarar
Óskum að ráða þverflautu- og
trommukennara í hlutastörf.
Tónskóli Hörpunnar s. 822 0398
Sölustarf
Óskum eftir að ráða starfskraft í u.þ.b. 50% starf.
Um er að ræða sölustarf í verslunum ZO-ON,
Kringlunni og Bankastræti.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af
sölustörfum og hafi náð 20 ára aldri. Reynsla og
áhugi á hvers konar útivist mikill kostur en
jákvæðni og glaðlyndi skylda.
Í boði er spennandi framtíðarstarf hjá
skemmtilegu og ört vaxandi fyrirtæki og leitum við
því að þjónustuliprum einstaklingi sem getur
unnið sjálfstætt.
Umsóknir berist ásamt ferilskrá á netfangið
orvar@zo-on.com fyrir föstudaginn 9. september.
Viltu starfa við þýðingar?
Geturðu þýtt yfir á ensku?
Kröfur til umsækjenda:
Fullkominn skilningur á íslensku og framúrskarandi
ritfærni á ensku
Reynsla af þýðingum skilyrði
Áhugi á þýðingum og vilji til að starfa á því sviði
Áhugi á að taka að sér fjölbreytt og krefjandi verkefni
Háskólamenntun er skilyrði
Góð tölvukunnátta
Geta og vilji til að starfa í hópi
Reynsla og þekking á þýðingarhugbúnaði æskileg
Æskilegt er að viðkomandi hafi búið í ensku-
mælandi landi
Umsóknir
Umsækjendur skulu fylla út umsókn
á www.skjal.is/atvinna og láta fylgja með greinargóða
ferilskrá. Athugið að ekki er tekið við umsóknum eftir
öðrum leiðum.
Allar frekari upplýsingar veitir:
Hjörtur Einarsson framleiðslustjóri í síma +46 7096 90540
eða í gegnum netfangið hjortur@skjal.is.
Bogi Örn Emilsson framkvæmdastjóri í síma 899 2233
eða í gegnum netfangið bogi@skjal.is.
Skjal þýðingastofa er leiðandi fyrirtæki á íslenskum þýðingamarkaði. Hjá félaginu starfa 16 manns
í fullu starfi og fjölmargir verktakar í hlutastarfi.
Vegna mikilla anna viljum við bæta við þýðanda í enskudeild. Í boði er spennandi og krefjandi
framtíðarstarf fyrir metnaðarfullan einstakling með reynslu af enskuþýðingum.
Þú sækir um á brimborg.is
Skipulagsráðgjafi óskast
Hörgársveit leitar eftir skipulagsráðgjafa til að vinna að gerð
aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Sveitarfélagið er við vestan-
verðan Eyjaförð, 893 km2 að stærð með um 600 íbúa. Tvö þétt-
býli eru í sveitarfélaginu, Hjalteyri og Lónsbakki. Á heimasíðu
sveitarfélagsins, www.horgarsveit.is, eru nánari upplýsingar um
það.
Hörgársveit varð til með sameiningu Arnarneshrepps og Hörgár-
byggðar sumarið 2010. Fyrir liggur aðalskipulag Arnarneshrepps
sem staðfest var í desember 1998 og aðalskipulag Hörgárbyggð-
ar sem staðfest var í febrúar 2009.
Þeir sem óskað eftir að koma til greina til að vinna ofangreint
verk skulu gera grein fyrir sér og störfum sínum, ásamt verðhug-
myndum um verkið, fyrir 30. september 2011 og senda til
skrifstofu Hörgársveitar, sem hefur póstfangið Þelamerkurskóli,
601 Akureyri, og netfangið horgarsveit@horgarsveit.is.
Áskilinn er réttur til að ganga til samninga um verkið við hvaða
skipulagsráðgjafa sem er. Nánari upplýsingar gefur undirritaður.
25. ágúst 2011
Sveitarstjórinn í Hörgársveit
Við leitum að grafískum hönnuði sem hefur metnað til að blómstra í krefjandi og spennandi
umhverfi. Hönnuðurinn þarf að vinna auglýsingaefni af öllum gerðum, taka þátt í hugmynda-
vinnu í góðum hópi skapandi fólks og leysa ýmis önnur fjölbreytt verkefni.
Fíton er rúmlega 30 manna líflegur vinnustaður með fjölbreytta og spennandi starfsemi í auglýsingagerð.
Fyrirtækið er í nýuppgerðu húsnæði í Sætúni 8 – betur þekkt sem „Gamla Kaaberhúsið“. Í húsinu er einnig tengd
starfsemi; á sviði margmiðlunar hjá Miðstræti, vef- og netmála hjá Atómstöðinni / Skapalón og birtingaþjónustu
hjá Auglýsingamiðlun. Kaaberhúsið er lifandi starfsumhverfi yfir 70 starfsmanna sem deila góðu mötuneyti.
Umsóknum skal skila til Fítons, Sætúni 8, 105 Reykjavík eða á netfangið atvinna@fiton.is.
Frekari upplýsingar veita Finnur Malmquist eða Stefán Snær í síma 595 3600.
Umsóknarfrestur til og með fimmtudagsins 15. september. Farið er með allar umsóknir
sem trúnaðarmál.
GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR
SÆTÚNI 8
105 REYKJAVÍK
SÍMI 595 3600
FAX 595 3649
FITON.IS