Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 46
3. september 2011 LAUGARDAGUR4 Tjútt Salsa Break Street Mambó Hip Hop Freestyle Brúðarvals Barnadansar Ballroomdansar Suður-amerískir dansar Sérnámskeið fyrir hópa Börn – Unglingar – Fullorðnir Innritun og upplýsingar á dansskoli.is eða í síma 553 6645 Dansskóli Jóns Péturs og Köru, sem býður upp á fjölbreytt dansnám- skeið fyrir alla aldurshópa, hefur ráðið til sín nokkra nýja kennara. Þeirra á meðal er tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar, sem mun kenna Hip Hop í vetur. Dansarinn og danshöfundurinn Halla Ólafsdóttir hefur komið sér vel fyrir innan dansheimsins í Stokkhólmi. „Ég er mjög lánsöm að geta lifað á dansinum. Þetta er öflug listgrein í Svíþjóð og tölu- vert í hana lagt af hálfu ríkisins. Hér er mikil gróska og eitthvað um að vera allan ársins hring,“ segir Halla. Hún hefur verið búsett ytra með hléum í átta ár. Hún útskrifaðist frá Ballettakademíunni í Stokkhólmi og lauk meistaranámi frá Danshög- skolan í Stokkhólmi árið 2009. Síð- astliðin tvö ár hefur hún verið hluti af danshöfundateyminu INPEX og farið með hin ýmsu verk á hátíðir í Svíþjóð og til Englands, Belgíu, Frakklands, Þýskalands og Banda- ríkjanna. Teymið hefur auk þess staðið fyrir bókaútgáfu og gefið út bókina The Swedish Dance History. Í henni er að finna samansafn efnis frá dönsurum, danshöfundum og dansáhugafólki og fer það í gegn án allrar ritskoðunar. „Þarna tökum við sem störfum við fagið í dag það í okkar hendur að skrifa söguna.“ Halla sér fram á að vera í Sví- þjóð næstu árin og er með mörg járn í eldinum. „Ég er að vinna að þremur verkum núna. Ég mun frumsýna verk sem hetir Beauty and the Beast í MDT-leikhúsinu í Stokkhólmi 23. september og í nóvember verð ég með endurgerð á ballettinum Giselle í Brussel. Þá verð ég með verkið What a Feel- ing á Reykjavík Dance Festival í næstu viku ásamt kollega mínum Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, en við höfum starfað saman undir nafn- inu Samsuðan & co. frá árinu 2005. „Í verkinu eru þrír listamenn, þau Berglind Pétursdóttir, Saga Sig- urðardóttir og Cameron Corbet. „Við unnum forvinnuna að mestu með bréfaskriftum. Okkur langaði að gera verk um uppáhaldsdans- inn. Við sendum listamönnunum spurningalista sem þeir svöruðu og unnum dans útfrá því. Við send- um hann svo til þeirra skriflega og þau æfðu hann upp. Við hittumst svo fyrir skömmu og fundum út úr þessu saman.“ Verkið verður sýnt í Tjarnarbíói á miðvikudag og fimmtudag klukkan 19. vera@frettabladid.is Gerði dans með bréfaskriftum Danshöfundurinn Halla Ólafsdóttir býr í Svíþjóð og ferðast um heiminn með ólík verk. Hún sýnir verkið What a Feeling á Reykjavík Dance Festival í næstu viku og sýnir verk í Stokkhólmi og Brussel í vetur. Verkið Beauty and the Beast eftir Höllu verður frumsýnt í MDT-leikhúsinu í Stokk- hómi 23. september næstkomandi. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.