Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 76
3. september 2011 LAUGARDAGUR40
N
ei. Ég veit ekki
hvernig þessi saga
byrjaði, en raun-
veruleikinn er sá að
ég hef aldrei getað
neitt í fótbolta. Ég
var hreinlega svo arfaslakur að
ég var ekki einu sinni valinn í lið
þegar ég var skóla,“ segir sálar-
popparinn Paul Young þegar blaða-
maður byrjar á að spyrja hann út í
sögusagnir þess efnis að hann hafi
verið efnilegur knattspyrnumaður
á æskuárum sínum í Luton, sem er
ekki fjarri London.
„Ég reyndi af veikum mætti
að gerast stuðningsmaður Luton
Town-liðsins, en ég hef engan
áhuga á fótbolta. Eina íþróttagrein-
in sem ég nenni að fylgjast með er
tennis. Þegar Wimbledon-mótið fer
fram á ég mjög erfitt með að koma
nokkru öðru í verk því ég er upp-
tekinn við að fylgjast með,“ bætir
hann við og segist hafa orðið fyrir
miklum vonbrigðum með frammi-
stöðu síns uppáhaldstennisleik-
ara, Rafael Nadal, þegar sá tap-
aði úrslitaeinvíginu gegn Novak
Djokovic í byrjun júlí síðastliðins.
Tónlistarmaðurinn, sem gaf út
sína stærstu smelli á níunda ára-
tug síðustu aldar, heldur tónleika
í Eldborgarsal Hörpu hinn 4. októ-
ber næstkomandi.
Syngur alla smellina
„Ég vildi óska þess að ég hefði
komið til Íslands fyrir 25 árum,
þegar þessi lög voru ný,“ segir
Young og hlær, spurður að því
hverju tónleikagestir geta búist
við í Hörpu. Hann staðfestir svo að
á dagskránni verði fyrst og fremst
smellir af fyrstu plötunum hans,
No Parlez frá 1983 og The Secret
of Association frá 1985, lög á borð
við Love of the Common People,
Come Back and Stay, Wherever
I Lay My Hat (That‘s My Home),
Everytime You Go Away og Senza
Una Donna, sem allir áhugamenn
um eitístónlist ættu að þekkja
eins og handarbakið á sér. Þó gæti
verið að örfá lög af plötunni Rock
Swings frá 2006, þar sem Young
syngur rokklög frá ýmsum tímum
með fulltingi swing-hljómsveitar,
fái að fljóta með.
„Ég fann nýlega frábæra danska
hljómsveit til að spila með mér.
Meðlimirnir eru yngri en þeir sem
ég hef spilað með áður og eru með
tæknilegu hliðina á hreinu. Allan
minn feril hef ég neitað að nýta
tölvur á tónleikunum mínum, en
núna virðast allir gera það og ég
óttast að verða útundan. Danski
gítarleikarinn hefur meðal ann-
ars spilað með Kid Creole and
The Coconuts [annar eitísflytj-
andi sem sló gerði meðal annarra
lagið Annie, I‘m Not Your Daddy
vinsælt] svo hann þekkir vel
sálartónlistina og fönkið sem ég
vil framkalla.“
Young hefur ekki gefið út plötu
með nýju efni síðan téð swing-
plata kom út fyrir fimm árum en
segist nú huga á upptökur með
dönsku undirleikurunum með nýja
plötu í huga. „Ég ætlaði að gera
plötu með þýskri hljómsveit sem
spilaði með mér um hríð en svo
þurfti ég að standa í flutningum
og Tex-Mex hljómsveitin mín, Los
Pacaminos, tekur líka sinn tíma.
Vonandi kemur ný plata út fljót-
lega,“ útskýrir Young.
Röddin í fínu lagi
Eins og áður sagði ólst söngvar-
inn upp í Luton, en hann er á svip-
uðum aldri og frumherjar pönks-
ins í Englandi. Hann rekur aðdáun
sína á bandarískri sálartónlist til
þeirra hljómsveita sem hann hlust-
aði mest á sem unglingur, rokk-
sveita eins og Jethro Tull, Mott the
Hoople, The Who og Free. „Blús-
inn var undirliggjandi hjá þessum
böndum. Í viðtölum töluðu með-
limir þeirra um að menn eins og
Freddie King væru miklir áhrifa-
valdar og auðvitað vildi ég hlusta
á sömu tónlist og átrúnaðargoðin.
Í kjölfarið fór ég svo að hlusta á
Wilson Pickett, Joe Tex og Otis
Redding og svo gekk þetta koll af
kolli. Ég hef alltaf hrifist af góðum
söngröddum.“
Viðvarandi fréttir í slúðurdálkum
dagblaða um miðjan níunda ára-
tuginn voru einmitt tíðindi þess
efnis að Young, sem þá var á
hátindi frægðar sinnar, ætti í
vandræðum með raddböndin og
ætti það til að missa röddina reglu-
lega. Hann lofar því þó að röddin
sé í góðu lagi í dag. Önnur saga
gekk út á að söngvarinn glímdi
við stam og þann orðróm staðfestir
Young.
„Ég stamaði mikið sem barn og
var sendur til sérfræðings en það
hjálpaði lítið. Það var ekki fyrr
en ég fór að syngja með hljóm-
sveit og sjálfstraustið jókst sem
stamið minnkaði. En þegar ég sló
í gegn jókst það aftur, sérstak-
lega þegar ég var í viðtölum og
var mjög þreyttur. Nú nýlega var
ég í tveggja tíma löngu útvarps-
viðtali hjá Gary Crowley [einum
vinsælasta útvarpsmanni Breta]
sem stamar líka og við
þurftum að gæta þess
afar vandlega að byrja
ekki að stama, því
þá hefðum við hrint
hvor öðrum af stað og
stamað allan þáttinn.
Það var mjög fyndið,“
segir Young og hlær.
Hann bætir við
að sjálfur hafi hann
fengið nokkur tilboð
um að stjórna þáttum
í útvarpi. „Það væri
mjög gaman að sjá um
útvarpsþátt, en ég er
alltaf beðinn um að
spila bara eitístónlist.
Ég á risavaxið safn af
tónlist hvaðanæva að
úr heiminum og vildi
miklu heldur spila eitt-
hvað af henni.“
Fjarvera Bowie
heppileg
Eftir að hafa slegið
rækilega í gegn í Bret-
landi með fyrstu plötunni sinni
reyndi Young fyrir sér á Banda-
ríkjamarkaði, með takmörkuðum
árangri framan af. Vatnaskil urðu
þegar honum hlotnaðist sá heið-
ur að syngja fyrstu línuna í góð-
gerðar-jólalaginu Do The Know
It‘s Christmas?, sem fór á topp
vinsældalista um allan heim og
skartaði flestum poppstjörnum
Breta á þeim tíma undir nafninu
Band Aid.
Young minnist dagsins í lok
nóvember 1984 sem upptökur
fóru fram á laginu með hlýju.
„Þetta var frábært. Þegar ég
mætti í hljóðverið hélt ég að
ég ætti bara að syngja eina línu
í miðju lagsins, en Bob Geldof
[annar höfunda lagsins] dró mig
til hliðar og sagði mér að ég ætti
að syngja upphafslínurnar. Síðar
frétti ég að ástæðan var sú að
David Bowie, sem átti að vera aðal-
stjarnan og byrja lagið, var fast-
ur í Japan á tónleikaferðalagi og
komst ekki.“
Fjarvera Bowie kom Young
vel því í kjölfar vinsælda lagsins
öðlaðist hann frekari vinsældir
í Bandaríkjunum. „Bandaríkja-
mennirnir skilja oft
ekki evrópska tónlist,“
rifjar Young upp. „Þeir
vilja hólfa allt niður
og alls ekki hafa tón-
list of fjölbreytilega.
Rokk á að vera rokk,
soul á að vera soul og
þar fram eftir götun-
um. Þeim þótti fyrsta
platan mín ruglings-
leg og vissu ekki í
hvaða dilk þeir ættu
að draga mig. Þegar
Band Aid-lagið kom út
voru Bandaríkjamenn
kunnugir Boy George,
George Michael, Bono
og Duran Duran en
ekki mér. En stuttu
síðar kom önnur plat-
an mín út og þá fór
lagið Everytime You
Go Away á toppinn í
Bandaríkjunum, eins
og víða annars staðar
í heiminum.“
Kokkabók á leiðinni
Þegar blaðamaður nær tali af
Young er hann staddur á heim-
ili sínu í Norður-London, þar sem
hann segist lifa fremur venju-
bundnu fjölskyldulífi ásamt
eiginkonu sinni og fjórum börn-
um á aldrinum fjögurra til 24 ára.
Elsta barnið, dóttirin Levi, hefur
fylgt í fótspor föður síns inn í
skemmtanabransann og starfar
sem fyrirsæta.
„Levi er mjög hávaxin og mjög
yndisleg,“ segir Young stoltur. „Ég
er mikill fjölskyldumaður og það
skemmtilegasta sem ég geri er að
eyða tíma með börnunum mínum.
Í gegnum þau heyri ég líka nýjustu
tónlistina, sem mér líkar misvel
við. Mér þótti Lady Gaga frábær
í upphafi en nýjasta platan hennar
er ekki nógu góð. Börnin mín eru
sammála mér í því að nýju lögin
hennar hljómi eins og Eurovision-
lög. Ekki það að ég sé að gera lítið
úr Eurovision,“ segir Young og
skellir upp úr.
Önnur ástríða söngvarans, sem
einnig tengist fjölskyldulífinu, er
matargerð. Fyrir fáum árum komst
hann í undanúrslit sjónvarpsþátt-
arins Celebrity MasterChef á BBC
og gerði garðinn einnig frægan í
öðrum slíkum, Hell‘s Kitchen á
ITV. Aðspurður segir hann einn
sinn stærsta draum að opna sinn
eigin veitingastað.
„Á hljómlei-kaferðalögum á
níunda áratugnum borðaði ég
mikið af vondum mat, svo ég fór
að venja mig á að panta borð á
bestu veitingastöðunum í borg-
unum sem ég heimsótti. Þegar ég
hélt tónleika í Louisiana hreifst ég
svo af cajun-matargerð að ég fór
að tileinka mér hana og elda fyrir
fjölskyldu og vini. Fyrir nokkrum
árum vann ég svo í nokkra mán-
uði, einu sinni í viku, við að elda
cajun-mat ofan í 120 manns á veit-
ingastað í nágrenninu. Það er mjög
erfið vinna en afar skemmtileg.“
Spurður hvort kokkabók eftir
söngvarann sé á leiðinni segir
hann svo vel geta farið. „Undanfar-
ið hef ég verið að vinna með ljós-
myndara fyrir bók sem ég ætla að
nefna „Paul Young on His Travels“
og samanstendur af mínum bestu
uppskriftum að cajun-, mexíkósk-
um og ítölskum mat, en líka ein-
földum uppskriftum fyrir börn.
Þessa dagana leitum við að útgef-
anda að bókinni. Ég hef fyrir reglu
að kanna matargerðarlist allra
landa sem ég heimsæki og mun
örugglega bragða á ferskum fiski
á Íslandi.“
Getur ekki beðið
Þetta verður í fyrsta sinn sem
Young heimsækir Ísland og segist
hann hlakka mjög til tónleikanna.
„Annars veit ég lítið um landið
annað en það sem meðlimir Blur
hafa sagt um það í viðtölum.“
Að lokum spyr hann hvernig lík-
legt sé að veðrið verði í Reykjavík í
byrjun október. „Rigning og kuldi?
Nú jæja, það er alveg eins og hér í
London. En ég get samt ekki beðið
eftir að koma.“
Eldandi fjölskyldumaður í London
Sálarpopparinn og eitísgoðið Paul Young heldur tónleika í Hörpu í byrjun október. Kjartan Guðmundsson sló á þráðinn til söngv-
arans í London, fræddist um smellina, röddina og átrúnaðargoðin og náði að kría út úr honum uppskrift að dýrindis pastasósu.
UNGUR NEMUR Paul Young segist eyða frítíma sínum með fjölskyldu sinni og hitti því vini sína úr bransanum ósköp lítið lengur. „Tony Hadley, söngvari Spandau Ballet, býr
skammt frá mér og við hittumst oft. Trommararnir Roger Taylor úr Queen og Kenny Jones úr Faces og The Who eru líka góðir vinir mínir en þeir búa lengra í burtu,” segir
Young.
2 msk. ólífuolía
1 saxaður laukur
2 dósir af heilum tómötum
1 tsk. sykur
salt og pipar eftir smekk
Sjóðið rækilega niður þar til nánast
enginn vökvi er eftir, á miðlungshita í um
15 mínútur.
Hrærið.
„Lykilatriði er að hafa tómatana heila en ekki niðurskorna og þá
verður til unaðsleg pastasósa. Svo er hægt að bæta við basil, túnfiski eða
jafnvel beikoni og chili. Þessi sósa er til grundvallar svo mörgum góðum
pastaréttum,“ segir Paul Young.
■ EINFÖLD PASTASÓSA AÐ HÆTTI PAUL YOUNG
Það væri
mjög gaman
að sjá um út-
varpsþátt, en
ég er alltaf
beðinn um
að spila bara
eitís-tónlist.