Fréttablaðið - 03.09.2011, Side 2
3. september 2011 LAUGARDAGUR2
SAMGÖNGUR Þegar Guðbjörg Hall-
dórsdóttir fór í hjólreiðatúr í
Fossvogsdalnum á góðviðrisdegi
í júlíbyrjun átti hún ekki von á
því að hún yrði meira og minna
frá vinnu næstu tvo mánuðina.
„Mér tókst ekki að afstýra
árekstri við ungan strák sem kom
hjólandi niður brekku. Hann hjól-
aði á göngustíg og stytti sér leið
yfir grasflöt yfir á hjólastíginn
sem ég var á. Þarna, eins og víða
annars staðar á hjólastígum, var
beygja og tré byrgðu einnig sýn.
Samferðakona mín sá strákinn
á undan mér en hann sá okkur
ekki. Við strákurinn skullum
saman og ég datt fram fyrir mig
og lenti á höfðinu. Sem betur
fer var ég með hjálm en ég fékk
áverka á háls og brjósthrygg,“
segir Guðbjörg sem kveðst alls
ekki vera búin að ná sér eftir
slysið.
Strákurinn slapp ómeiddur og
hjólið hans var óskemmt eftir
áreksturinn, að sögn Guðbjargar.
Gaffallinn á hennar hjóli brotn-
aði og hjólið er í raun ónýtt, að
því er hún greinir frá.
„Þetta sýnir hvað getur gerst
þegar hjólað er á miklum hraða.
Sjálf var ég ekki á miklum hraða
en ég gerði mér ekki grein fyrir
hraðanum sem hann var á. Svona
slys sýnir að það er margt sem
þarf að laga í sambandi við sam-
gönguleiðir fyrir hjólreiðamenn.“
Guðbjörg leggur áherslu á að
hjólreiðamenn sýni varkárni
og fari eftir umferðarreglum á
hjólastígum. „Það eru engar sér-
stakar reglur í gildi fyrir hjól-
reiðamenn um hámarkshraða en
þeir þurfa að fara eftir almenn-
um umferðarreglum. Það er
algjör nauðsyn til þess að koma
megi í veg fyrir slys. Það er
orðin mikil umferð á hjólreiða-
stígunum, alveg eins og á götun-
um, auk þess sem fólk er farið að
hjóla mjög hratt. Hjólreiðamenn
eru jafnvel á 30 til 40 km hraða.“
Elísabet Benedikz, yfirlæknir
á bráðasviði Landspítalans, segir
hjólreiðaslys geta verið mjög
slæm. „Þetta er allur skalinn, frá
minni háttar slysum upp í alvar-
leg. Það þarf að sýna tillitssemi
í þessu eins og öðru. Hjólreiða-
menn þurfa að passa sig og passa
aðra. Sem betur fer eru flest-
ir með hjálm. Hjálmurinn þarf
hins vegar að vera með almenni-
legu skyggni fram yfir andlitið og
vera rétt festur. Það skiptir miklu
máli.“ ibs@frettabladid.is
Svona slys sýnir að
það er margt sem
þarf að laga í sambandi við
samgönguleiðir fyrir hjólreiða-
menn.
GUÐBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR
HJÓLREIÐAMAÐUR
Slasaðist illa og hjól-
ið brotnaði í tvennt
Harður árekstur hjólreiðamanna varð í Fossvogsdal í sumar. Annar slasaðist illa
og glímir enn við afleiðingarnar. Hjólað er jafnvel á 30 til 40 km hraða.
REIÐHJÓLIÐ ÓNÝTT Guðbjörg Halldórsdóttir með reiðhjólið sem hún var á þegar hún
lenti í árekstri við annan hjólreiðamann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
DÓMSMÁL Ákæra hefur verið gefin út á hendur
manni sem situr í varðhaldi, grunaður um nauðgun
á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Ákæran var þing-
fest fyrir Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag og
neitaði maðurinn sök.
Maðurinn er talinn hafa ráðist á stúlku við úti-
kamra á Þjóðhátíð og nauðgað henni. Stúlkan flúði
því næst í fang gæslumanna en maðurinn stöðvaði
ekki við svo búið, heldur elti hana þangað og hafði
í frammi kynferðislega tilburði, að því er gæslu-
mennirnir hafa borið.
Stúlkan bar strax kennsl á manninn við sakbend-
ingu. Hann hefur verið margsaga í yfirheyrslum, en
framburður hennar hins vegar mjög stöðugur.
Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir nauðgun.
Hann var árið 2006 dæmdur fyrir að nauðga stúlku
í trjálundi við tjaldstæði í Hrossabithaga ári fyrr.
Niðurstaðan var tveggja ára fangelsi, sem Hæsti-
réttur mildaði síðan í átján mánuði.
Vegna þessarar forsögu hefur manninum nú
verið haldið í gæsluvarðhaldi á grundvelli almanna-
hagsmuna frá því um verslunarmannahelgi. Varð-
haldið var í gær framlengt um einn mánuð, sem er
hámarkslengd á þessu stigi málsins, og segir Hulda
Elsa Björgvinsdóttir hjá embætti Ríkissaksóknara
að þegar það rennur út verði enn óskað eftir fram-
lengingu.
Aðalmeðferð málsins hefst 3. október. - sh
Búið að ákæra mann sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um nauðgun:
Meintur nauðgari neitaði sök
Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Lögreglan á Selfossi hefur haft til rannsóknar
fjögur nauðgunarmál sem upp komu á Þjóðhátíð.
ALÞINGI Þórunn Sveinbjarnardóttir
tilkynnti um afsögn sína á Alþingi
í gær. Þórunn hefur setið í tólf ár á
Alþingi og er formaður þingflokks
Samfylkingarinnar. Þórunn gegndi
embætti umhverfisráðherra á
árunum 2007 til 2009.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins kom ákvörðun Þórunn-
ar öllum í opna skjöldu og aðeins
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður
flokksins, vissi af henni.
Þórunn segist hafa verið að
bræða ákvörðunina með sér um
nokkurn tíma. „Það er nokkuð
síðan ég komst að þeirri niðurstöðu
fy r i r sjá l fa
mig að kominn
væri tími til að
breyta til og
gera eitthvað
nýtt í lífinu. Ég
hef verið svo
lánsöm að vera
kosin fjórum
sinnum á þing
og setið hér í
tólf ár. Ég hef
fengið að gegna trúnaðarstörfum
og vinna að framgangi jafnaðar-
mennskunnar. Fyrir það er ég afar
þakklát.“
Þórunn segist þó ekki hætt í póli-
tík og hún muni starfa áfram innan
flokksins. „Ég ætlaði aldrei að gera
pólitíkina að ævistarfi. Nú ætla
ég að breyta til og setjast á skóla-
bekk,“ segir Þórunn, en hún hygg-
ur á nám í siðfræði og heimspeki.
Lúðvík Geirsson er næsti maður
á lista Samfylkingarinnar. Hann
segist ekki búinn að gera það
upp við sig hvort hann taki sæti
á Alþingi, en hann heyrði fyrst
af ákvörðuninni þegar Þórunn
hringdi í hann í gærmorgun. Lúð-
vík vinnur nú að flutningi málefna
fatlaðra til sveitarfélaga. - kóp
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hættir á þingi og sest á skólabekk:
Þórunn hættir sem alþingismaður
ÞÓRUNN SVEIN-
BJARNARDÓTTIR
Hafsteinn, voru einhver ljón á
veginum?
„Nei, en hins vegar voru kindur.“
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrir
myndinni „Á annan veg“, sem var frum-
sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum á
dögunum.
LONDON, AP Breska lögreglan
hefur handtekið einn mann til við-
bótar vegna símhlerana blaðsins
News of the World.
Maðurinn, sem er þrítugur, var
handtekinn í gær og er, líkt og
aðrir sem tengjast málinu, grun-
aður um samsæri um að hnýsast
í talhólfsskilaboð þekktra sem
óþekktra einstaklinga í leit að
fréttum. Meðal þeirra voru stjórn-
málamenn, kóngafólk, frægðar-
fólk og fórnarlömb glæpa.
Alls hefur nú á annan tug
manna verið handtekinn vegna
málsins. Blaðið hefur verið lagt
niður vegna hneykslisins. - sh
Breska símhleranahneykslið:
Enn einn í haldi
vegna hlerana
MENNTAMÁL Starfsmenn Kvik-
myndaskóla Íslands hafa boðað
stjórn skólans og fulltrúa mennta-
málaráðuneytisins á sáttafund
næstkomandi þriðjudag til að
reyna að höggva á hnútinn í deilu
um framtíð skólans.
Í tilkynningu segir að lítið hafi
heyrst frá ráðyneytinu eftir að
starfsmenn skólans hafi sent frá
sér sáttatillögu á miðvikudag.
Stjórn skólans hafi hins vegar
lýst sig reiðubúna til að fara yfir
tillögurnar. Starfsmenn skólans
hafa ekki heyrt frá ráðuneytinu,
en hvetja deiluaðila til að mæta
til fundar á þriðjudaginn með
jákvæðnina að leiðarljósi. - bj
Deilt um Kvikmyndaskólann:
Starfsmenn
vilja sáttafund
FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Sameinuðu
þjóðirnar (SÞ) kanna nú ásakanir
þess efnis að friðargæsluliðar
þeirra á Fílabeinsströndinni hafi
ítrekað misnotað börn og ólög-
ráða ungmenni í vesturhluta
landsins kynferðislega.
Hamadoun Toure, talsmaður
SÞ í landinu, segir ásakanirnar
valda stofnuninni miklum áhyggj-
um. Brot sem þessi verði ekki
liðin og þegar sé búið að setja af
stað forvarnarverkefni meðal
friðargæsluliðsins svo hegðunin
nái ekki frekari útbreiðslu.
Hann sagði að allir sem yrðu
uppvísir að slíkum brotum yrðu
framseldir til heimalands síns og
dregnir þar fyrir dóm. - sh
Friðargæsluliðar rannsakaðir:
Eru sakaðir
um barnaníð
ALVARLEGAR ÁSAKANIR Þeir sem verða
uppvísir að brotunum verða framseldir
til heimalands síns. NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNMÁL Sigurjón Norberg
Kjærnested, formaður Sambands
ungra Framsóknarmanna, hefur
sagt sig úr Framsóknarflokknum.
Hann fylgir þar í kjölfar Guð-
mundar Steingrímssonar alþing-
ismanns, sem sagði sig úr flokkn-
um í síðustu viku.
Í tilkynningu sem Sigurjón
sendi fjölmiðlum í gær sagði
hann: „Síðasta hálmstráið sem
olli því að ég yfirgef núna Fram-
sóknarflokkinn er að mér þykir
hann vera að sækja á mið óheil-
brigðar þjóðernishyggju.“ - bj
Hættur í Framsóknarflokki:
Hafnar þjóð-
ernishyggju
MÓTMÆLI Nemendur Kvikmyndaskóla
Íslands efndu til setuverkfalls í mennta-
málaráðuneytinu nýverið FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
TYRKLAND Tyrkir hafa vísað
sendiherra Ísraels úr landi og rift
tímabundið öllum hernaðarsamn-
ingum við landið. Ástæðan er sú
að Ísraelar neita að biðjast afsök-
unar á því að hafa í fyrra ráðist á
skip sem sigldi undir tyrkneskum
fána áleiðis til Gasa. Þar létust
níu tyrkneskir aðgerðasinnar.
Á fimmtudag lak skýrsla frá
Sameinuðu þjóðunum þar sem
fram kom að hermennirnir hefðu
beitt óhóflegu valdi þegar þeir
réðust um borð í skipið. Ísraelar
halda því hins vegar fram að um
sjálfsvörn hafi verið að ræða. - sh
Tyrkir krefjast afsökunarbeiðni:
Reka sendiherra
Ísraels úr landi
B
U
SPURNING DAGSINS