Fréttablaðið - 03.09.2011, Side 102
3. september 2011 LAUGARDAGUR66
sport@frettabladid.is
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN bar fyrirliðabandið í gær í fyrsta sinn síðan að Ólafur Jóhannesson tók við
landsliðinu. Eiður er ellefti fyrirliðinn sem Ólafur velur en Hermann Hreiðarsson hefur verið oftast fyrirliði undir stjórn
Ólafs eða fimmtán sinnum. Eiður Smári var þó engu að síður fyrirliði íslenska A-landsliðsins í 27. sinn í gær en hann
var 26 sinnum fyrirliði liðsins á árunum 2003 til 2007.
A-RIÐILL:
Aserbaídsjan-Belgía 1-1
Tyrkland-Kasakstan 2-1
Þýskaland-Austurríki 6-2
Mesut Özil 2, Miroslav Klose, Lukas Podolski,
Andre Schürrle, Mario Götze - Arnautovic, Harnik
Efstu lið: Þýskaland 21, Tyrkland 13, Belgía 12,
B-RIÐILL
Andorra-Armenía 0-3
Rússland-Makedónía 1-0
Írland-Slóvakía 0-0
Efstu lið: Rússland 16, Írland 14, Slóvakía 14.
C-RIÐILL
Norður Írland-Serbía 0-1
Slóvenía-Eistland 1-2
Færeyjar-Ítalía 0-1
0-1 Antonio Cassano (11.)
Efst: Ítalía 19, Slóvenía 11, Serbía 11, Eistl. 10
D-RIÐILL
Lúxemborg-Rúmenía 0-2
Hvíta Rússland-Bosnía 0-2
Albanía-Frakkland 1-2
0-1 Benzema (11.), 0-2 M’Vila (18.)- Bogdani (46.)
Efstu lið: Frakkland 16, Bosnía 13, Hvíta-
Rússl. 12, Rúmenía 11.
E-RIÐILL
Finnland-Moldóva 4-1
Ungverjaland-Svíþjóð 2-1
1-0 Imre Szabics (44.), 1-1 Christian Wilhelmsson
(60.), 2-1 Gergely Rudolf (90.)
Holland-San Marínó 11-0
Robin van Persie 4, Wesley Sneijder 2, Klaas-Jan
Huntelaar 2, John Heitinga, Dirk Kuyt, Wijnaldum.
Efst: Holland 21, Svíþjóð 15, Ungverjal. 15
F-RIÐILL
Ísrael-Grikkland 0-1
Georgía-Lettland 0-1
Malta-Króatía 1-3
Efst: Grikkland 17, Króatía 16, Ísrael 13.
G-RIÐILL
Búlgaría-England 0-3
0-1 Gary Cahill (13.), 0-2 Wayne Rooney (21.),
0-3 Wayne Rooney (45.)
Wales-Svartfjallaland 2-1
1-0 Steve Morison (29.), 2-0 Aaron Ramsey (50.),
2-1 Stevan Jovetic (71.)
Efst: England 14, Svartfjallaland 11, Sviss 5
H-RIÐILL
Noregur-Ísland 1-0
Kýpur-Portúgal 0-4
Ronaldo 2 (35., 82.), Almeida (84.), Danny (90.)
STAÐAN Í RIÐLINUM
Portúgal 6 4 1 1 15-7 13
Noregur 6 4 1 1 7-4 13
Danmörk 5 3 1 1 7-4 10
Kýpur 5 0 2 3 5-12 2
Ísland 6 0 1 5 2-9 1
I-RIÐILL
Litháen-Liechtenstein 0-0
Efst: Spánn 15, Tékkland 9, Litháen 5.
UNDANK. EM 2012
NOREGUR 1-0 ÍSLAND
1-o Mohammed Abdellaoue, víti (88.)
Ullevaal í Osló, áhorfendur.: 22.381
Dómari: Hategan frá Rúmeníu (8)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 19–3 (7–1)
Varin skot Jarstein 1 – Stefán Logi 5
Horn 6–0
Aukaspyrnur fengnar 13–15
Gul spjöld 1-3
Rangstöður 5–2
Ísland 4-2-3-1
Stefán Logi Magnússon, markvörður 6
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 6
Sölvi Geir Ottesen, miðvörður 6
Indriði Sigurðsson, miðvörður 7
Hjörtur Logi Valgarðsson, vinstri bakvörður 7
*Eggert Gunnþór Jónsson, tengiliður 7
Helgi Valur Daníelsson, tengiliður 6
(89., Birkir Bjarnason -)
Eiður Smári Guðjohnsen, sóknartengiliður 6
Rúrik Gíslason, hægri kantur 5
Kolbeinn Sigþórsson, framherji 4
(77., Veigar Páll Gunnarsson -)
Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantur 4
(80., Steinþór Freyr Þorsteinsson -)
ÚRSLITASTUND Á ULLEVAAL Stefán Logi Magnússon sést hér brjóta á Norðmann-
inum John Carew á 88. mínútu leiksins í gær en Norðmenn skoruðu sigurmarkið úr
vítaspyrnunni sem var réttilega dæmd. MYND/AP
FÓTBOLTI Ísland tapaði enn einum
leik sínum í undankeppni EM
2012 í gær. Í þetta sinn gegn
Norðmönnum á útivelli en alveg
eins og gegn Dönum á Parken
kom sigurmark Norðmanna í lok
leiksins.
Sóknarmaðurinn Moa, sem
hafði verið haldið niðri allan
leikinn af íslensku vörninni,
steig á vítapunktinn á 88. mínútu
og skoraði af miklu öryggi úr
vítaspyrnu sem varamaðurinn
John Carew hafði fiskað skömmu
áður.
Þó var um að ræða mikla
framför frá vináttuleiknum gegn
Ungverjum fyrr í mánuðinum, þó
svo að erfitt sé að fullyrða að sigur
Norðmanna hafi verið ósanngjarn.
Hann var það ekki.
Heimamenn voru meira með
boltann og sköpuðu sér mun
hættulegri færi. Alexander Tettey
átti skot í stöng og Norðmenn
skoruðu einnig mark sem var
dæmt af vegna rangstöðu.
Íslenska liðinu gekk þó ágætlega
að halda boltanum á köflum og
voru jákvæð teikn á lofti inn á
milli. En það skorti tilfinnanlega
að sækja að marki andstæðingsins
og skapa færi. Í raun átti Ísland
bara tvö færi í leiknum – Rúrik
átti skot að marki strax í upphafi
og Eiður Smári komst í gott
skallafæri í síðari hálfleik. Meira
var það ekki.
Ó l a f u r J ó h a n n e s s o n ,
landsliðsþjálfari, var ánægður
með frammistöðuna. „Þetta var
bara frábær frammistaða,“ sagði
hann eftir leikinn. „Þetta er ekkert
flóknara en það. Við sýndum fínan
leik hérna og mikla baráttu. Við
vorum virkilega duglegir inni á
vellinum,“ sagði hann.
Ólafur segir að það sé erfiðara
að koma skikki á sóknarleikinn.
„Það er auðveldara að skipuleggja
varnarleik en sóknarleik.
Sóknarleikurinn okkar var
kannski ekki eins og við vildum
hafa hann og auðvitað hefðum
við kosið að skapa okkur fleiri
færi. En það breytir því ekki að
frammistaða leikmanna í leiknum
var frábær,“ sagði Ólafur.
Lítið kom út úr kantspili Íslands
í leiknum og fáir boltar rötuðu
inn í vítateig Norðmanna. „Við
töluðum um það í hálfleik að
þeir Rúrik og Jói Berg þyrftu að
komast betur inn í leikinn. En
þeir voru í mjög erfiðu hlutverki
og þurftu að verjast mikið. Það vill
oft bitna á sóknarleiknum.“
Íslenska liðið var skipað
mörgum ungum leikmönnum í gær
og segir Ólafur að reynsluleysi
sumra þeirra hafi reynst liðinu
dýrkeypt. „Ég tel að það hafi
orðið okkur að falli. Nokkra unga
leikmenn í liðinu skortir reynslu
og voru þeir stundum að taka
rangar ákvarðanir.“
Næsti leikur Íslands verður
gegn Kýpur á þriðjudaginn og
lofar Ólafur sigri ef liðið spilar
annan eins leik og í gær. „Að tapa
eins og við gerðum í kvöld er eitt
það mest svekkjandi sem maður
upplifir í boltanum. Sérstaklega
miðað við frammistöðuna. Menn
eru því langt niðri og verður það
mitt hlutverk að koma mönnum
í stand fyrir næsta leik. Ég
lofa að það takist og með svona
frammistöðu eins og við sýndum í
kvöld þá munum við vinna Kýpur
á þriðjudaginn.“
Norðmenn svifu um á bleiku
skýi eftir leikinn í gær og var
greinilega mjög létt. Liðið stefnir á
að komast í úrslitakeppni EM 2012
og er nú einum sigri frá öruggu
sæti í umspilinu. Martröð íslenska
landsliðsins í undankeppninni
virðist þó engan enda ætla að taka.
Norskur draumur en íslensk martröð
Enn og aftur beið Ísland lægri hlut í undankeppni EM 2012 á grátlegan máta. Í þetta sinn fyrir Noregi ytra
en sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í lokin. „Með svona frammistöðu vinnum við Kýpur,“ sagði þjálfarinn
Ólafur Jóhannesson en íslenska liðið er enn án sigurs eftir fyrstu sex leiki sína í riðlinum.
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
skrifar frá Ósló í Noregi
eirikur@frettabladid.is
FÓTBOLTI Þeir Indriði Sigurðsson
og Eiður Smári Guðjohnsen voru
reynsluboltarnir í íslenska lands-
liðinu í gær en liðið mætti þá Norð-
mönnum. Þeir voru vitanlega
niðurlútir eftir leikinn en segja
ýmislegt jákvætt við frammistöðu
íslenska liðsins.
„Þetta er auðvitað svekkjandi og
þá sérstaklega í ljósi þess að liðið
var búið að leggja mikið á sig í 87
mínútur. Norðmenn voru vissu-
lega meira með boltann en ekki
að skapa sér mikið af færum,“
sagði Eiður Smári. Hann játar því
að íslenska liðið hafi ekki heldur
skapað sér mikið í leiknum.
„Það helst í hendur við það að
við ætluðum að vera þéttir í varn-
arleiknum. Við vorum svolítið
langt frá markinu þeirra þegar við
unnum boltann. En við spiluðum
ágætlega á köflum – við hefðum
kannski mátt vera aðeins kaldari að
halda boltanum. Okkar bestu kaflar
í leiknum komu þegar það tókst.“
Indriði Sigurðsson átti góðan
leik í íslensku vörninni og átti stór-
an þátt í því að halda niður sókn-
armanninum Moa sem Norðmenn
voru búnir að binda svo miklar
vonir við.
„Það var pressa á okkur í fyrri
hálfleik en mér fannst við ná að
standa hana ágætlega af okkur í
þeim síðari. Í raun fannst mér ekk-
ert mark liggja í loftinu þegar þeir
svo náðu að skora,“ sagði Indriði
eftir leikinn.
„Mér fannst ég og Sölvi ná að
hafa ágæta stjórn á Moa en svo
skorar hann úr vítinu og vinnur
þennan leik fyrir þá. Ég var búinn
að djöflast í honum allan leikinn og
hann í mér og því er það vissulega
sérstaklega súrt að hann hafi svo
skorað sigurmarkið. En svona er
fótboltinn.“
Eiður segir heilmikið hægt að
taka úr þessum leik fyrir þann
næsta. „Allavega 87 mínútur af
góðum varnarleik. Það eina leið-
inlega er að við ætluðum að reyna
að einblína á úrslitin í þessum leik.
Við ætluðum okkur að reyna að
fara héðan með jákvæð úrslit. Það
hefur verið mikið talað um heims-
lista FIFA og ég held að allir hafi
séð hér í kvöld að það er ekki eins
mikill munur á þessum liðum eins
og heimslistinn sýnir.“
„Við þurfum að taka það sem er
jákvætt úr þessum leik. Við feng-
um jú tvö færi til að stela sigr-
inum þó svo að það hefði kannski
ekki verið sanngjarnt. En við
verðum að læra að nýta færin
okkar betur og komast þokkalega
frá leikjunum,” sagði Indriði Sig-
urðsson að lokum.
-esá
Eiður Smári Guðjohnsen og Indriði Sigurðsson eftir leikinn í Osló í gær:
Fúlt að Moa skoraði sigurmarkið
ÖRUGGT VÍTI Stefán Logi Magnússon átti ekki möguleika á því að verja vítaspyrnuna
frá Mohammed Abdellaoue eins og sést vel á þessari mynd. MYND/AP