Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 52
3. september 2011 LAUGARDAGUR4
Kjötiðnaðarmenn / Kjötskurðarmenn
Norðlenska ehf. auglýsir laus störf við úrbeiningu í
kjötvinnslu fyrirtækisins á Akureyri.
Hæfniskröfur:
• Menntun eða reynsla í kjötiðn / kjötskurði
• Samviskusemi og vandvirkni
• Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
Æskilegt er að umsækjendur geti byrjað sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 10. september 2011.
Öllum umsækjendum verður svarað.
Umsóknir skulu berast á rafrænu formi á netfangið
jona@nordlenska.is. Frekari upplýsingar veittar í síma
460 8805 eða netfangi jona@nordlenska.is
ÞJÓNUSTULIÐI
RÆSTING
í Menntaskólanum í Kópavogi
Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða
þjónustuliða til ræstinga og umsjónar með
umgengni í skólanum á dagvinnutíma.
Möguleiki á hlutastörfum.
Laun eru skv. sérstökum samningi Eflingar og
fjármálaráðuneytis.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans
í síma 594 4000 hjá skrifstofustjóra eða ræstin-
gastjóra.
Skólameistari
Fjarðargrjót ehf auglýsir eftir véla
og verkamönnum
Um er að ræða verkefni á Íslandi og í Noregi, reynsla
af vinnu við veitur og strenglagnir er kostur.
Mikil vinna framundan.
Frekari upplýsingar gefur Júlíus, julius@fjardargrjot.is
!"
#
$
"
% $
( !
)
"
"
* " (
%
"
+
)
" ,
$
-#
,
%! $.%*/0
*/ (
1
2
3
4
5
6 0.0'788/ .97'*:;9
<5
1
===
Störf hjá Þjóðskrá Íslands
þjóðskrá, ákveða brunabótamat og fasteignamat og annast rannsóknir á fasteigna-
markaðinum. Stofnunin sér einnig um rekstur starfs- og upplýsingakerfa fyrir sýslu-
menn og sveitarfélög og gefur út vegabréf. Þjóðskrá Íslands leggur áherslu á rafræna
stjórnsýslu og rekur meðal annars upplýsinga- og þjónustuveituna Ísland.is. Gildi
Þjóðskrár Íslands eru virðing, sköpunargleði og áreiðanleiki. Starfsemin er vottuð
samkvæmt öryggisstaðlinum ISO27001:2005.
Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða í neðangreind störf. Umsóknarfrestur er til og með
15. september 2011. Umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu auglýsingar. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Launakjör
eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna.
Mannauðsstjóri
Helstu verkefni eru:
• Mótun og eftirfylgni mannauðsstefnu og
samþætting við gæðastefnu
• Umsjón með greiningu starfa, starfslýsingum
og ráðningum
• Aðstoða stjórnendur við framkvæmd og þróun
mannauðsmála
• Gerð mannauðsáætlana og umsjón með
fræðslu og þjálfun starfsmanna
• Framkvæmd kjarasamninga, réttindamála og
aðbúnaðar
• Gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana varðandi
mannauðskostnað
Hæfniskröfur:
• Nám á háskólastigi sem nýtist í starfi
• Starfsreynsla á sviði mannauðsstjórnunar
• Reynsla af að starfa í umhverfi
gæðastjórnunar
• Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi
Starfið heyrir undir forstjóra í skrifstofu
stofnunarinnar í Reykjavík. Nánari upplýsingar
veitir Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
eða sendar á netfangið thorir@hagvangur.is.
Sérfræðingur í landupplýsingum
Helstu verkefni eru:
• Þjónusta við skráningaraðila og viðskiptavini
• Gagnavinnsla og skráning í landeigna-
og staðfangaskrá
• Sérvinnsla landupplýsinga
• Kortagerð og önnur úrvinnsla gagna
• Koma að þróun nýs skráningarviðmóts
landeignaskrár
Hæfniskröfur:
• Nám á háskólastigi, t.d. landfræði, verk- eða
tæknifræði og/eða reynsla sem nýtist í starfi
• Tölvukunnátta, reynsla af ArcGis, Oracle og
PL/SQL er kostur
• Góð íslenskukunnátta, enska og eitt
Norðurlandatungumál
• Færni til þess að koma frá sér efni í
rituðu máli
• Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi
Starfið heyrir undir deildarstjóra landupplýs-
ingadeildar á skrifstofu stofnunarinnar á
Akureyri. Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Már
Ingvarsson, tmi@skra.is.
Umsóknir óskast sendar til Þjóðskrár Íslands,
Hafnarstræti 95, Akureyri eða á netfangið
tmi@skra.is.
Verkefnastjóri
Vinna að þróun upplýsinga- og þjónustuveit-
unnar Ísland.is.
Helstu verkefni:
• Verkefnastjórnun í þróunarverkefnum
• Hugbúnaðargerð
• Samskipti við þjónustuaðila, gagnaveitendur,
undirverktaka og notendur
• Almennur tæknilegur rekstur þjónustuveitunnar
• Eftirlit með aðkeyptri vinnu
Hæfniskröfur:
• Nám á háskólastigi, t.d. í tölvunarfræði eða
önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af þróun og rekstri vefgátta
• Þekking og reynsla af vefforritun og
gagnagrunnsforritun er kostur
• Frumkvæði, metnaður og nákvæm vinnubrögð
• Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í
ræðu og riti
Starfið heyrir undir forstöðumann rafrænnar
stjórnsýslu á skrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Halla Björg
Baldursdóttir, hbb@skra.is.
Umsóknir óskast sendar til Þjóðskrár Íslands,
Borgartúni 21, Reykjavík eða á netfangið
hbb@skra.is.
www.skra.is
www.island.is