Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 48
3. september 2011 LAUGARDAGUR6 Kynning - auglýsing Ég heillaðist ungur af dansinum og á að baki langan keppnisfer-il bæði sem áhugadansari og at- vinnumaður. Síðastliðin átján ár hef ég hins vegar kennt öðrum að dansa og það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Ég stofnaði minn eigin dans- skóla, Dansskóla Ragnars Sverrisson- ar, fyrir fjórum árum og mottóið er ein- faldlega: Dans fyrir alla!“ Barna- og unglingastarfið er ein- staklega öflugt hjá Dansskóla Ragn- ars. „Við erum eini skólinn sem býður upp á dansnámskeið fyrir tveggja og þriggja ára börn en það hefur verið mjög vinsælt. Börnin koma þá með foreldrum sínum, sem dansa með börnunum, þar á meðal skósmiða- dansinn og fingrapolka. Við leggjum áherslu á gleði og að barnið læri að hreyfa sig skipulega við tónlist. Þegar börnin eru orðin 4-5 ára bjóðum við upp á almenna barnadansa í bland við fyrstu sporin í almennum sam- kvæmisdönsum. Þegar börnin eru orðin 6 ára vinnum við með almenna samkvæmisdansa í bland við aðra skemmtilega dansa. Einnig bjóðum við upp á freestyle-dansa fyrir 10-14 ára.“ Ragnar segir að samkvæmisdans- ar séu alltaf vinsælir hjá fullorðnum en einnig skipi brúðarvalsinn sinn sess. „Við bjóðum upp á einkatíma í brúðarvalsinum og fyrir marga er það hluti af brúðkaupsundirbúningum. Þá bjóðum við einnig upp á sérsniðin námskeið fyrir vinnustaðahópa sem og aðra hópa. Við reynum að koma til móts við allar óskir.“ www.dansskoliragnars.is Dans fyrir alla Það er ótrúlega fjölbreytt starfið í Dansskóla Ragnars enda hefur eigandinn, Ragnar Sverrisson, 29 ára reynslu af samkvæmisdönsum og öðrum dönsum. Dansskólinn er á Bíldshöfða 18, í næsta húsi við Húsgagnahöllina. Gleðin er mikilvæg í Dansskóla Ragnars Sverrissonar. Dansskóli Ragnars er eini dansskólinn sem býður upp á dansnámskeið fyrir tveggja og þriggja ára börn. Hér er yngsti hópurinn í halarófu en í tímunum læra þau að hreyfa sig skipulega við tónlist. Hér lagfærir Ragnar dansstöðuna hjá þeim Jóni Ingvari og Albinu. Ragnar, sem á langan keppnisferil að baki, hefur mikla ánægju af danskennslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Kameron er virkilega ljúfur og almennilegur maður, og niðri á jörðinni eins og vera ber. Honum fylgir falleg ára, mikill kraftur og góð nærvera,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Dance Center Reykjavík, þar sem aðalkennari í vetur verður ein af stjórstjörnum sjónvarpsþáttanna So You Think You Can Dance, sjálf- ur Kameron Bink sem sló í gegn í þáttaröðinni 2007. „Kameron hefur áður haldið nám- skeið h é r á landi, á árlegri danshá- tíð okkar, en þá kom hann með Lil‘ C, dómara og danshöfundi úr So You Think You Can Dance. Í þeirri ferð varð Kameron svo heillaður af nemendum sínum, þjóðinni og ólgandi kraftinum yfir Íslandi að hann samþykkti að koma aftur og vera hjá okkur í vetur.“ Að sögn Nönnu er mikill akkur fyrir íslenskt dansfólk að fá Kame- ron til landsins. „Þetta verður fágætur og lærdómsríkur tími sem eng- inn dansáhugamanneskja ætti að láta framhjá sér fara, enda viðburður að stjarna úr þess- um vinsælu sjónvarpsþáttum ætli að dvelja hér í svo langan tíma. Við njótum góðs af því að landið okkar er í miklum metum hjá listafólki um allan heim, sem hingað vill koma og sækja kraft í kynngi- magnaða náttúruna, en Kameron er mikill náttúruunnandi og úti- vistarmaður,“ upplýsir Nanna. Í starfi sínu sem aðalkennari mun Kameron Bink kenna allt frá sjö ára börnum upp í 35 ára og eldri, hip hop, götudans, djassfönk og nútímadans. „Í So You Think You Can Dance vakti Kame- ron mikla athygli fyrir að geta dans- að nánast hvað sem er. Hann er afar flott- ur nútíma- dansari en getur einnig dans- að arg- asta hip hop og allt þar á mi l l i . Hér mun hann miðla af reynslu s i n n i og koma með til- lögur og ráðleggingar um hvernig er best að bera sig að fyrir krakka sem hafa áhuga á að fara lengra með dansinn. Fyrst og fremst er kennsla hans þó hugsuð sem góður grunnur og skemmtun, því Kame- ron kemur hingað fullur eldmóðs, með mikla þörf fyrir að miðla þeirri ástríðu sem dansinn er og útbreiða heilbrigð skilaboð hans, því dans er gott sport fyrir líkama og sál,“ útskýrir Nanna. Tekið skal fram að Kameron kennir í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Tímar hans eru fyrir alla, jafnt byrjendur sem lengra komna, en að sögn Nönnu byrjar hann dansrútínur hægt en keyrir svo hraðann upp. Sjá nánar á dancecenter.is. thordis@frettabladid.is Knúinn af þörf til að kenna Kameron Bink er einn af heitustu dönsurum jarðar en ætlar samt að eyða vetri komanda í landi sem ómar af kulda og ís. Íslenskt dans- fólk getur farið að hlakka til að svífa um dansgólfið með fáséðum gestakennara úr vinsælustu dansþáttaröð allra tíma. Kameron Bink var einn af toppunum sem komust áfram í So You Think You Can Dance árið 2007. Hann hefur allar götur síðan verið þáttastjórnendum innan handar sem danshöfundur og er eftirsóttur dansleiðbeinandi um allan heim. Nanna Ósk Jónsdóttir framkvæmdastjóri Dance Center Reykjavík segir það mikinn feng að fá Kameron í kennaraliðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.