Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 24
3. september 2011 LAUGARDAGUR24
L
andbúnaður er mikið
í deiglunni um þessar
mundir og markast það
ekki síst af álitamálum
sem tengjast aðildar-
umsókn að Evrópu-
sambandinu. Sú mynd sem dreg-
in er upp er oft á tíðum einsleit
og gefur þá mynd í hugskoti leik-
mannsins að bændur þessa lands
séu argasta afturhald sem hræðist
breytingar. Það er því góður skóli
fyrir hvern þann sem hefur áhuga
á lífinu í landinu að bregða sér
austur á Fljótsdalshérað og heim-
sækja Eymund Magnússon bónda
og eiginkonu hans Eygló Björk
Ólafsdóttur í Vallanesi. Í stuttu
máli er Vallanes leiðandi bú á sviði
lífrænnar ræktunnar á Íslandi og
var annað landsvæðið hérlendis
sem lýst var laust við erfðabreytt-
ar lífverur. Þetta tvennt er grunn-
urinn alls annars í búskap þeirra
hjóna og hefur gefið þeim þá sér-
stöðu sem starfsemin hvílir á.
Vallanes
Býlið Vallanes er staðsett á Fljóts-
dalshéraði í Vallahreppi miðja
vegu á milli Hallormsstaðar og
Egilsstaða. Jörðin er 350 hektarar
lands og öll viði vaxin. Prestssetur
var í Vallanesi til 1975 og Vallanes-
kirkja, sem var vígð 1931, heilsar
gestum áður en komið er að býlinu
sjálfu. Þar taka hjónin Eymund-
ur og Eygló á móti ferðalöngum
og bjóða til stofu. Eða til sætis í
Sítrónuhúsinu, ef nákvæmni er
gætt. Sítrónuhúsið er gróðurhús
þar sem framandi plöntum er gefið
tækifæri til að sýna andlitið. Sól-
blóm grípa augað en nafngiftin er
hins vegar dregin af „sítrónutré“,
tíu sentimetra háu, sem Eymundur
þarf að vekja sérstaka athygli á. Í
og við húsið er ætlunin að rækta
ávaxtatré. Góðlátlegum efasemda-
röddum blaðamanna er í litlu sinnt
og svarað með útskýringum á
ýmsum hugmyndum um hvern-
ig ávöxtur trjánna verður nýtt-
ur þegar þau gefa uppskeru eftir
einhver ár. Blaðamanni varð ekki
ljóst fyrr en síðar þennan sama
dag að efasemdir og verkkvíði eiga
ekki heima í Vallanesi enda væri
þá lítið þar að sjá.
Jörðin ber
Um aldamótin 1900 var gamli
Vallanesbærinn ónýtur og þá
keypti séra Magnús Blöndal, prest-
ur í Vallanesi, landið sem liggur
að Vallanesjörðinni og gaf nafnið
Jaðar. Hann byggði þar mikið hús
sem enn er mikil prýði að. Með
þessum kaupum séra Magnúsar
færðist allur búskapur frá Valla-
nesi og öll jarðrækt einskorðaðist
við Jaðarlandið.
„Þegar ég kom að Vallanesi
hafði ekki verið hér bóndi í tvo
áratugi. Túnið var þriggja hektara
skeifa í kringum fjósið þar sem
hvorki var vatn né rafmagn. Íbúð-
arhúsið hélt vart vatni eða vindi og
útihúsin voru að falli komin. Jörð-
in var í raun nakin og beið eftir
mér,“ segir Eymundur.
Eymundur lýsir því að hann og
fyrrverandi eiginkona hans til
23 ára, Kristbjörg Kristmunds-
dóttir, höfðu leitað víða fyrir sér
um jörð eftir að þau komu austur
á Hérað. Ein þeirra var Vallanes
en Eymundur viðurkennir að sér
hafi ekkert litist á jörðina, og það
þvert á ráðleggingar staðkunnugra
sem sögðu landkosti þar mikla.
Ljóst var að ábúð á jörðinni þýddi
ekki að hægt væri að hefja búskap
heldur að byrja þyrfti á núllpunkti.
Hins vegar höfðu leiðangrar á
ófáar eyðijarðir og heimsóknir á
jarðir sem voru að losna ekki skil-
að neinu svo úr varð að þau hjón-
in fluttu að Vallanesi árið 1979.
„Það var kalt vor og aðkoman ekki
skemmtileg. Hins vegar kom í ljós
að þetta er kostajörð þó hún bæri
það ekki með sér. Hér er frábært
land til ræktunar“, segir Eymund-
ur. „Það hafði mikið að segja þegar
ég lét undan ræktunarmanninum
innra með mér og hætti kúabúskap
með öllu.“
Úrtölur
Hér vísar Eymundur til þess að
hann ætlaði sér að stunda kúabú-
skap í Vallanesi. Í áratug fram-
leiddi hann mjólk en nautakjöts-
framleiðsla var einnig töluverð.
Ærinn tími fór í að byggja upp
húsakostinn og brjóta landið og
segja má að Vallanes hafi verið
dæmigerð austfirsk jörð með hefð-
bundinn búskap. Hins vegar lýsir
Eymundur því að á þeim tíma
var settur á kvóti í mjólkurfram-
leiðslu. Mönnum var skammtaður
kvóti eftir framleiðslu sem fór illa
við býli í uppbyggingu á þessum
tíma. Þess utan var verð á kjöti
lágt og það var því margt sem ýtti
Eymundi í þá átt sem hann síðar
valdi; bæði í ytra umhverfi land-
búnaðarins í landinu en ekki síður
persónulega hjá þeim hjónum.
Lífræn ræktun var þeim hugleik-
in og Kristbjörg hafði frumkvæði
að því að allt sem gekk til heim-
ilisins var lífrænt. Það vatt upp á
sig, segir Eymundur og aðrir sem
höfðu áhuga á lífrænt ræktuðum
afurðum settu sig í samband og
keyptu töluvert magn grænmetis
og korns.
„Það hafa verið margir úrtölu-
menn á leiðinni. Bændur sem voru
hér fyrir gáfu þessum hugmynd-
um falleinkunn og hvöttu okkur
til að halda okkur við hefðbund-
inn búskap. Ég var, og er, álitinn
sérvitringur, sem ég tek bara sem
hrósi. En þakklátir neytendur hafa
á móti alltaf verið hvatinn til að
halda áfram,“ segir Eymundur.
Nú er svo komið að ekkert
skepnuhald er í Vallanesi, ef frá
eru taldar nokkrar landnámshæn-
ur sem munu sjá Vallanesfólk-
inu fyrir eggjum í framtíðinni.
Eymundi fannst skepnuhaldið
fara illa með ræktuninni og full-
vinnslu afurða í neytendapakkn-
ingar þó hann hafi síðustu árin
sín sem kúabóndi boðið upp á líf-
rænt nautakjöt. „Okkar búrekstur
hefur aðdráttarafl og fjölmargir
koma hingað til að kynna sér líf-
ræna ræktun, umhverfið og starf-
semina sem hér fer fram. Hér
kemur fólk til að leita hugmynda
og hefur sagt mér síðar að hér hafi
það fengið innblástur. Það er mjög
gefandi að vita til þess.“
Bygg
„Það er gaman að hugsa til þess
tíma sem ég byrjaði að rækta
bygg. Fólk spurði í fullri alvöru
hvort þetta væri ekki eitthvað
fyrir svín. Nú elskar þetta sama
fólk þennan mat og velur umfram
aðra kornvöru,“ segir Eymundur
hlæjandi en byggrækt er þunga-
miðjan í ræktuninni í Vallanesi og
er unnið úr sextíu tonnum af byggi
árlega.
„Uppsveiflan var mikil í kjöl-
far kreppunar og fólk fór í auknu
mæli að horfa eftir íslenskri fram-
leiðslu. Augu fólks hafa opnast
fyrir því að það séu góðar vörur
framleiddar á Íslandi og að það sé
hægt að stofna fyrirtæki um það
að búa til vöru úr íslensku hrá-
efni,“ segir Eymundur. „Þó að það
hljómi undarlega þá hefur krepp-
an orðið til góðs hvað þetta varðar.
Það er meiri stuðningur við frum-
kvöðla og íslenska sköpun sem
ekki var hlustað á á tímum þegar
allt var flutt inn fyrir slikk.“ Eygló
bætir við, og þar talar markaðs-
maðurinn í henni, að hrun krón-
unnar leiki hér stórt hlutverk enda
sé nú bankabygg samkeppnishæft
við hrísgrjón í verði, svo aðeins
eitt dæmi sé tekið. Sala á banka-
byggi jókst um 50 prósent árið
2009, nefnir Eygló því til sönnun-
ar hvað umskiptin voru hröð eftir
hrunið.
Persónuleg tengsl
„Það er töluverð þjóðremba í
Íslendingum og ég hef aldrei
skilið af hverju það náði ekki til
þess að framleiða góðar vörur
úr hreinum íslenskum jarðvegi,“
segir Eymundur þegar spurt er
um hvernig sé að selja Íslend-
ingum vörur úr íslensku korni.
Hann hefur sannað að það er
vel hægt. „Það er gefandi að sjá
þetta allt verða til, hlúa að því á
meðan það vex og senda það svo
frá sér í poka eða krukku. Við
höfum bæði gaman að þessari
ræktun og markaðssetningu, sem
er mjög skemmtileg. Markaðs-
setning okkar felst fyrst og síð-
ast í beinu sambandi við fólk. Við
höfum lagt áherslu á að okkar við-
skiptavinir komi til okkar í heim-
sókn; jafnt matreiðslumeistarar
og þeir sem vinna í verslunum
sem selja vörurnar okkar. Þannig
byggjum við upp traust og trúnað
og fólk gerir sér grein fyrir hvað
hægt er að gera hérna og fær trú
á að við getum annað eftirspurn,“
segir Eymundur og segir frá því að
ungir matreiðslumenn, sem dvelja
tímabundið á Austurlandi, komi
gjarnan í heimsókn. Þegar svo
líður frá haldast viðskiptin eftir
að komið er á veitingahús annars
staðar á landinu.
Eygló bætir því við að mark-
aðssetning krefjist útsjónarsemi í
litlum rekstri. „Þetta er persónu-
leg sölumennska sem felst ekki
síst í því að gefa fólki að smakka
vörurnar okkar.“
Bóndi með graut í potti
„Hugmyndin að okkar eigin vöru-
merki kom mjög snemma. Senni-
lega um miðjan níunda áratuginn.
Þá voru bændur ekki að selja undir
vörumerki og kannski má segja að
við höfum verið frumkvöðlar í því.
Með því að selja undir vörumerki
felst ákveðin yfirlýsing um að
maður sé stoltur af því sem maður
er að gera. Til er svokölluð merkja-
tryggð og ekki undan því komist að
tryggja að fólk rati á þessa vöru,“
FRAMHALD Á SÍÐU 26
HJÓNIN Í VALLANESI Eymundur og Eygló standa hér á einum af fjölmörgum ökrum á jörðinni. Kornið er skammt á veg komið
miðað við árstíma og september verður að vera þeim hjónum hliðhollur ef ná á viðunandi uppskeru í hús. Það er á sumri sem
þessu sem fjölmörg skjólbelti á jörðinni sanna gildi sitt. Óhætt er að fullyrða að án trjánna, sem sjást hvert sem litið er, væri upp-
skerubrestur þegar staðreynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skógurinn er það sem ég er stoltastur af því hann mun
lifa löngu eftir að annað sem hér hefur verið gert er
gleymt.
Stoltastur af einni milljón trjáa
Vallanes á Fljótsdalshéraði er leiðandi bú á sviði lífrænnar ræktunar á Íslandi. Eymundur Magnússon og eiginkona hans Eygló
Ólafsdóttir rækta og framleiða vörur undir eigin vörumerki. Þau telja lífrænum bændum betur borgið innan ESB. Á jörðinni
hefur Eymundur gróðursett um milljón tré. Svavar Hávarðsson og Valgarður Gíslason nutu gestrisni þeirra hjóna einn dagpart.