Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 26
3. september 2011 LAUGARDAGUR26 segir Eymundur en þau hjón úti- loka ekki útflutning og hafa stigið fyrstu skrefin í þá átt. „Við fórum á sýningu á Ítalíu í fyrra sem tengist Slow Food sam- tökunum, en Eygló er einn af stofnendum þeirrar hreyfingar á Íslandi,“ segir Eymundur. „Það var hugsað sem skóli fyrir okkur og ekki var í deiglunni að gera stóra sölusamninga. Það má hins vegar segja að við séum þegar komin í lít- ilsháttar útflutning með því að stíla vörurnar okkar inn á ferðamenn. Við gerum vörurnar aðgengilegar fyrir þá með því að gefa út kynn- ingarefni þar sem þeir sjá hvaðan varan kemur. Það er nefnilega svo að matar minjagripir eru vaxandi hluti af ferðaþjónustu. Frekar en að draga með sér styttu af lunda vilja margir færa heim upplifun í krukku. Við reynum að vera sýni- leg fyrir ferðamanninn og hver veit nema það beri ávöxt þegar fram í sækir.“ Eygló segir að þau kjósi að fara lífrænu leiðina. Vaxa inn í útflutn- ing frekar en fara í átak þar sem yfirráð eða dauði er aðalsmerkið. „Það kemur aldrei upp sú staða að við setjum stórfé í auglýsingar. Við treystum á persónulega kynningu. Í tíu ár hef ég staðið á hverjum vetri í verslunum í Reykjavík frá því í janúar og fram í apríl við að gefa fólki grauta og brauð úr byggi. Þess vegna borða Íslendingar sextíu tonn af byggi af ökrunum hér,“ segir Eymundur. Evrópa og styrkjakerfið Ekki verður hjá því komist að inna Eymund og Eygló eftir skoð- un þeirra á íslenskum landbúnaði og Evrópuumræðunni í því sam- hengi. Það hefur vart farið fram hjá neinum að landsþekkt gestrisni íslenskra bænda nær ekki til Evr- ópu. „Já, umræðan er vissulega ein- kennileg á köflum. Við horfum auðvitað helst til þeirra aðgerða sem Evrópusambandið hefur grip- ið til þess að styðja við lífrænan landbúnað og auka hlutdeild hans í heildinni. Þegar horft er til þess stuðnings sem þar er í boði fyrir þá sem stunda lífrænar framleiðsluað- ferðir og hvernig reynt er að jafna aðstöðumun með tilliti til landfræði- legrar legu mætti ætla að lífrænum bændum væri betur borgið innan Evrópusambandsins. En margt á eftir að skýrast betur áður en til ákvörðunar kemur,“ segir Eymund- ur. Eygló bætir við að fyrir árið 2020 hafi Evrópusambandið einsett sér að tuttugu prósent af allri landbún- aðarframleiðslu verði lífræn. „Þar er stefnt á tuttugu prósent fyrir 2020 því þar sjá menn lífæna rækt- un sem besta svarið við vaxandi mengun jarðvegs og grunnvatns. Hér er þetta eitt prósent og engin stefna hefur verið mótuð til framtíð- ar. Það er í raun mikið áhyggjuefni.“ Hefðbundinn íslenskur land- búnaður er að stórum hluta háður styrkjum og því kann það að hljóma eins og lygasaga að engir styrkir ganga til þeirra á Vallanesi. Það eru engar niðurgreiðslur eða fram- leiðslustyrkir í gangi fyrir korn eða grænmeti nema þá á örfáum teg- undum til ylræktar en því er ekki að skipta í Vallanesi þar sem enginn er jarðhitinn. „Okkur þætti reyndar ekkert spennandi, á sama tíma og við berjumst fyrir okkar sjálfstæði sem matvælaframleiðendur, að þiggja styrki og það er ekki svo að við stundum okkar ræktun í skjóli styrkjakerfisins. En það sitja ekki allir við sama borð á Íslandi þegar það kemur að fjarlægð frá mörk- uðum, aðgengi að ódýrri orku og meira að segja fjarskiptum. Það má vissulega huga að því að jafna út slíkan aðstöðumun, og eðlilegt að þessi kerfi séu í stöðugri umræðu og þróun,“ segir Eymundur. Alþjóðlegt samfélag Eitt grípur augað þegar farið er um Vallanesjörðina en það eru lit- ríkar byggingar þar sem vinnu- fólk hefst við. Vallanes er hluti af alþjóðlegu samtökunum WWOOF - World Wide Opportunities on Org- anic Farms, sem gefur ungu fólki tækifæri til að ferðast um heim- inn og taka þátt í ræktun á líf- rænum býlum. Um sjálfboðastarf er að ræða og fyrir vinnuframlag sitt fær fólkið mat og skjól en hug- myndafræðin snýst fyrst og síðast um að kynnast fólki í nýju landi. „Það má segja að hér ríki alþjóð- legt andrúmsloft. Hér koma á hverju ári um sextíu til sjötíu útlendingar í gegnum starfsnám eða WWOOF. Mörg þeirra eru listafólk og því er jarðvegurinn frjór í fleiri en einum skilningi hér í Vallanesi,“ segir Eygló. „Margir hafa komið ár eftir ár og bindast þessum stað sterkum böndum.“ Að rækta skóg Það verður að viðurkennast að það er svolítið stuðandi að koma að Vallanesi. Neikvæðni í garð íslensks landbúnaðar þrífst þar ekki nema augnablik. Hér sést að stöðnun er hugarástand, ekki að það sé endilega lýsandi fyrir greinina, og möguleikarnir greini- lega endalausir. Í farteskinu er eitt og annað þegar Eymundur og Eygló eru kvödd. Eitt er hversu lít- ill skilningur er á því sem þar er haft í hávegum; á lífrænni rækt- un. Það kostar töluverða peninga á hverju ári að fá vottunarstofu til að taka út starfsemina, enda er lífræn ræktun því háð að það sé skjalfest að allt standist ströngustu kröfur. Á sama tíma er vottun um vistvæna framleiðslu að kostnaðarlausu fyrir bændur í hefðbundnum búskap. Þau halda því reyndar fram að mikið skorti á að umhverfi til lífrænnar ræktunar sé hvetjandi á Íslandi, líkt og í löndum sem við berum okkur saman við. Færa má fyri því rök að menntakerfið og stofn- anir ættu að koma að því að hvetja til aukinnar hlutdeildar lífrænna framleiðsluaðferða á Íslandi. Annað er að Vallanes er ekki bara býli í minningunni heldur ekk- ert síður skógur. Þegar Eymundur kom að jörðinni voru þar fáein tré á stangli; við gamla bæinn og kirkju- garðinn. Síðan hafa 350 hektarar lands verið klæddir upp. „Hér hafa verið gróðursett rúmlega milljón tré. Mér þykir vænt um þá stað- reynd. Ekki bara að þessi skóg- ur mun nýtast komandi kynslóð- um heldur ekki síður að trén gera okkur það kleift að stunda þessa ræktun sem varð ofan á. Skógur- inn er það sem ég er stoltastur af því hann mun lifa löngu eftir að annað sem hér hefur verið gert er gleymt.“ Þar er stefnt á tuttugu prósent fyrir 2020 því þar sjá menn líf- ræna ræktun sem besta svarið við vaxandi mengun jarðvegs og grunnvatns. Hér er þetta eitt prósent og engin stefna hefur verið mótuð til framtíðar. Það er í raun mikið áhyggjuefni. FRAMHALD Á SÍÐU 28 FRAMHALD AF SÍÐU 24 VALLANES OG MÓÐIR JÖRÐ Í Vallanesi fer fram: ■ Lífræn ræktun á grænmeti og korni (bygg og nú heilhveiti) ■ Mölun, vinnsla, framleiðsla og pökkun á vörum undir vöru- merkinu Móðir Jörð. ■ Framleiðslan á bökunarvörun- um (Hrökkvi) fer hins vegar fram í Reykjavík þar sem er aðstaða til framleiðslu. ■ Þetta lýtur stöðlum frá Vottunar- stofunni Tún um lífræna ræktun og framleiðslu. Á hverju ári eru allir þættir framleiðslunnar teknir út og vottaðir. ■ Sölu- og markaðsstarfsemi annast hjónin sjálf undir vöru- merkinu Móðir Jörð, en eru með tvo samstarfsaðila í Reykjavík sem annast dreifingu á korni og öðrum framleiðsluvörum. Eymundur og Eygló annast sjálf alla sölumennsku og dreifingu á fersku grænmeti beint frá Vallanesi til verslana og veitinga- húsa um allt land. ■ Afurðirnar eru í mestu framboði í heilsugeiranum og verslunum sem leggja áherslu á lífrænar afurðir (heilsubúðir, Fjarðarkaup, Melabúðin, Víði og Frú Lauga), en eru í sívaxandi mæli fáanlegar í öllum helstu matvöruverslun- um; Krónunni, Nóatúni, Hag- kaupum. SKÓGUR TIL NYTJA Árið 1989 tók Eymundur að gróðursetja tré til nytja. Lerki er þar í forsæti. Eins og sjá má af gulum lit hafa trén látið mjög á sjá í hretinu í vor. Hins vegar er mikið um sveppi og ber í Vallaneslandinu sem þau hjón ætla að nýta sérstaklega til að breikka vörulínuna Móður jörð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.