Fréttablaðið - 03.09.2011, Page 8
3. september 2011 LAUGARDAGUR8
SAMFÉLAGSMÁL Stígamót opnuðu
nýtt athvarf fyrir konur sem eru að
stíga út úr vændi og mansali í gær.
Athvarfið er það fyrsta sinnar teg-
undar hér á landi. Fjöldi sjálfboða-
liða mun vinna á staðnum, en heim-
ilisfangið verður ekki gefið upp til
að vernda þá sem þangað sækja.
Steinunn Gyðu- og Guðjóns-
dóttir, verkefnisstýra athvarfsins,
segir húsnæðið vera ætlað öllum
þeim sem eru að stíga út úr vændi
eða hafa orðið fórnarlömb mansals.
Á milli 30 og 40 einstakling-
ar eru í viðtölum hjá Stígamótum
vegna vændis, þar af þrír til fjór-
ir karlar. Þrettán ný tilvik varð-
andi vændi komu til samtakanna
í fyrra.
„Það er brýn þörf fyrir svona
þjónustu. Við sjáum mjög greini-
lega að það er mikil eftirspurn
eftir vændi á Íslandi og eftirspurn
er oftast svarað,“ segir Steinunn.
Rými er fyrir sex manns í
athvarfinu í einu. Hægt er að
dvelja þar í lengri eða styttri tíma.
„Sá hópur sem stundar vændi er
mjög fjölbreyttur,“ segir Stein-
unn. „Hér eru allir velkomnir og
það er líka nauðsynlegt að muna
að vændi þarf ekki að fara fram
sem greiðsla í peningum. Sumir
stunda það í skiptum fyrir fæði,
húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er
ofbeldi og það er nauðsynlegt að
opna umræðuna um það.“
Þjónustan í athvarfinu verður
einstaklingsmiðuð og verður fólk-
inu boðið upp á viðtöl. Stígamót
verða í samstarfi við aðra fag-
aðila; lækna, hjúkrunarfræðinga
og félagsráðgjafa og verður lögð
áhersla á að koma þeim sem þang-
að leita út í samfélagið á ný.
„Þetta er staður til að vinna í
sínum málum í friði og ró,“ segir
Eva.
Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta
hefst í dag. Átakið fer fram undir
kjörorðunum „Stingum ekki höfð-
inu í sandinn, stöndum saman og
styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið
að taka þátt í rekstri samtakanna
með því að greiða mánaðarlegar
greiðslur inn á reikning Stígamóta.
Söfnunin fer fram í Kringlunni og
á öðrum fjölförnum stöðum út
mánuðinn. sunna@frettabladid.is
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Það munar
miklu að vera
í Námunni
Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn,
16 ára og eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem
sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og
fjölbreytt fríðindi.
Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.
Vændi er ofbeldi og
það er nauðsynlegt
að opna umræðuna um það.
STEINUNN GYÐU- OG GUÐJÓNSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTÝRA ATHVARFSINS
Nýtt athvarf fyrir
fólk á leið úr vændi
Stígamót opnaði nýtt athvarf í gær fyrir konur og karla á leið út úr vændi og
mansali. Heimilisfang athvarfsins er leynilegt og fyllsta öryggis gætt. Verður
rekið með fjölda sjálfboðaliða. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag.
STEINUNN GYÐU- OG GUÐJÓNSDÓTTIR Framkvæmdastýra athvarfsins segir að mikil
eftirspurn sé eftir vændi á Íslandi og nauðsynlegt sé að opna umræðuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EFNAHAGSMÁL Opinber útgjöld, að frádregnum
ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga, eru
hlutfallslega hæst á Íslandi meðal Evrópu-
ríkja. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök
atvinnulífsins (SA) hafa birt.
Opinber útgjöld að frádregnum ellilífeyris-
greiðslum námu tæpum 49 prósentum af
landsframleiðslu árið 2009 samanborið við 40
prósenta meðaltal í Evrópu, að sögn SA sem
notast við tölur frá Efnahags- og framfara-
stofnun Evrópu (OECD).
SA segir nauðsynlegt að taka tillit til sér-
stöðu íslenska lífeyriskerfisins og aldurssam-
setningar þjóðarinnar til að fá raunhæfan
samanburð á opinberum útgjöldum í ríkjum
OECD. Því eru ellilífeyrisgreiðslur dregnar
frá.
Í tölunum kemur einnig fram að opinber
útgjöld til annarra málaflokka en almanna-
trygginga og velferðarmála séu langhæst
á Íslandi af öllum OECD-ríkjum. Ísland sé
í hópi þeirra ríkja sem verja hvað mestu til
almennrar opinberrar þjónustu, heilbrigðis-
mála og menntamála.
Sé litið til allra opinberra útgjalda, hjá ríki,
sveitarfélögum og vegna almannatrygginga,
námu þau árið 2009 51 prósenti af landsfram-
leiðslu. Í þeim samanburði var Ísland með
ellefta hæsta hlutfallið af 32 aðildarríkjum
OECD. - mþl
Samtök atvinnulífsins segja opinber útgjöld hærri á Íslandi en þekkist í nokkru öðru Evrópulandi:
Opinber útgjöld nær helmingur landsframleiðslu
SKORIÐ UPP Ísland er í hópi þeirra Evrópuríkja sem
verja hvað mestu til heilbrigðismála samkvæmt
samantekt.
EFNAHAGSMÁL Samtök atvinnu-
lífsins (SA) segja að Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra hafi
farið með rangt mál á Alþingi í
gær þegar hún fullyrti að hlutur
launa í landsframleiðslu hefði
aldrei verið lægri en nú, eða 59
prósent samanborið við yfir 72
prósent árið 2007.
Jóhanna sagði þetta þýða að
þrettán prósent af landsfram-
leiðslu, eða 200 milljarðar, hefðu
farið frá launþegum til fyrir-
tækja.
SA segja að þetta sé rangt.
Jóhanna hafi verið að reikna hlut-
föll af svokölluðum vergum þátta-
tekjum, sem sé mun lægri fjár-
hæð. Í raun hafi hlutfall launa af
landsframleiðslu lækkað úr 60,1
prósenti í 51,2 prósent. Það hlut-
fall eigi sér fordæmi frá 1997 til
1998. - sh
SA gagnrýna forsætisráðherra:
Segja Jóhönnu
fara rangt með
FRAKKLAND Innanríkisráðherra
Frakklands hefur staðfest að
leyniþjónusta landsins hafi í fyrra
aflað sér yfirlits yfir símtöl blaða-
manns á blaðinu Le Monde. Þann-
ig átti að reyna að finna uppljóstr-
ara hans í dómsmálaráðuneytinu.
Blaðamaðurinn var að vinna að
frétt um að ríkasta kona Frakk-
lands, Liliane Bettencourt, hefði
árið 2007 styrkt forsetaframboð
Nicolas Sarkozy um að minnsta
kosti 150 þúsund evrur. Í Frakk-
landi mega slíkir styrkir ekki
vera hærri en 7.500 evrur.
Sarkozy hefur alltaf neitað
þessum ásökunum og jafnframt
sagt að hann hafi engin fyrir-
mæli gefið um rannsókn á heim-
ildarmönnum blaðsins. - sh
Frönsk yfirvöld sögð njósna:
Fóru yfir símtöl
blaðamanns
NEITAR ÖLLU Sarkozy segist enga rann-
sókn hafa fyrirskipað. Nú er verið að
rannsaka hvort það sé rétt.
NORDICPHOTOS/AFP
BJÖRGUN Bandarískur ferðamaður
sem björgunarsveitin Lífsbjörg
í Snæfellsbæ bjargaði úr sjálf-
heldu snemma í ágúst sendi sveit-
inni þakkarbréf frá Bandaríkjun-
um, og lét fylgja með ávísun að
andvirði 100 Bandaríkjadala, sem
jafngildir um 11.500 krónum.
Í þakkarbréfinu harmar ferða-
maðurinn að hafa ekki getað
þakkað björgunarmönnum sínum
persónulega þar sem hann þurfti
að halda áfram för sinni með
samferðamönnum sínum eftir
björgunina. Hann sendi því ávís-
unina til að styrkja sjálfboðaliða-
starf björgunarsveitanna. - bj
Ferðamaður þakkar björgun:
Sendi 100 dali í
þakkarskyni
OR auglýsir Perluna til sölu
Perlan í Öskjuhlíð er auglýst til sölu
í Fréttablaðinu í dag. Áform um sölu
Perlunnar er hluti aðgerðaáætlunar
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um sölu
á eignum fyrirtækisins sem ekki eru
nauðsynlegar kjarnastarfsemi þess.
OR hefur þegar selt skemmu, starfs-
mannahús, almannavarnaskýli og
tvær jarðir.
ORKUMÁL
1. Hvað heitir kínverski athafna-
maðurinn sem vill kaupa land á
Íslandi?
2. Hver er formaður skilanefndar
Landsbankans?
3. Hvert er gælunafn Egils Olsen,
landsliðsþjálfara norska karla-
landsliðsins í fótbolta?
SVÖR:
1. Huang Nubo. 2. Lárentsínus Kristjáns-
son. 3. Drillo
VEISTU SVARIÐ?