Fréttablaðið - 03.09.2011, Side 8

Fréttablaðið - 03.09.2011, Side 8
3. september 2011 LAUGARDAGUR8 SAMFÉLAGSMÁL Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar teg- undar hér á landi. Fjöldi sjálfboða- liða mun vinna á staðnum, en heim- ilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja. Steinunn Gyðu- og Guðjóns- dóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir húsnæðið vera ætlað öllum þeim sem eru að stíga út úr vændi eða hafa orðið fórnarlömb mansals. Á milli 30 og 40 einstakling- ar eru í viðtölum hjá Stígamótum vegna vændis, þar af þrír til fjór- ir karlar. Þrettán ný tilvik varð- andi vændi komu til samtakanna í fyrra. „Það er brýn þörf fyrir svona þjónustu. Við sjáum mjög greini- lega að það er mikil eftirspurn eftir vændi á Íslandi og eftirspurn er oftast svarað,“ segir Steinunn. Rými er fyrir sex manns í athvarfinu í einu. Hægt er að dvelja þar í lengri eða styttri tíma. „Sá hópur sem stundar vændi er mjög fjölbreyttur,“ segir Stein- unn. „Hér eru allir velkomnir og það er líka nauðsynlegt að muna að vændi þarf ekki að fara fram sem greiðsla í peningum. Sumir stunda það í skiptum fyrir fæði, húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það.“ Þjónustan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð og verður fólk- inu boðið upp á viðtöl. Stígamót verða í samstarfi við aðra fag- aðila; lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa og verður lögð áhersla á að koma þeim sem þang- að leita út í samfélagið á ný. „Þetta er staður til að vinna í sínum málum í friði og ró,“ segir Eva. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. Átakið fer fram undir kjörorðunum „Stingum ekki höfð- inu í sandinn, stöndum saman og styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið að taka þátt í rekstri samtakanna með því að greiða mánaðarlegar greiðslur inn á reikning Stígamóta. Söfnunin fer fram í Kringlunni og á öðrum fjölförnum stöðum út mánuðinn. sunna@frettabladid.is landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Það munar miklu að vera í Námunni Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, 16 ára og eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og fjölbreytt fríðindi. Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það. STEINUNN GYÐU- OG GUÐJÓNSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTÝRA ATHVARFSINS Nýtt athvarf fyrir fólk á leið úr vændi Stígamót opnaði nýtt athvarf í gær fyrir konur og karla á leið út úr vændi og mansali. Heimilisfang athvarfsins er leynilegt og fyllsta öryggis gætt. Verður rekið með fjölda sjálfboðaliða. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. STEINUNN GYÐU- OG GUÐJÓNSDÓTTIR Framkvæmdastýra athvarfsins segir að mikil eftirspurn sé eftir vændi á Íslandi og nauðsynlegt sé að opna umræðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Opinber útgjöld, að frádregnum ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga, eru hlutfallslega hæst á Íslandi meðal Evrópu- ríkja. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök atvinnulífsins (SA) hafa birt. Opinber útgjöld að frádregnum ellilífeyris- greiðslum námu tæpum 49 prósentum af landsframleiðslu árið 2009 samanborið við 40 prósenta meðaltal í Evrópu, að sögn SA sem notast við tölur frá Efnahags- og framfara- stofnun Evrópu (OECD). SA segir nauðsynlegt að taka tillit til sér- stöðu íslenska lífeyriskerfisins og aldurssam- setningar þjóðarinnar til að fá raunhæfan samanburð á opinberum útgjöldum í ríkjum OECD. Því eru ellilífeyrisgreiðslur dregnar frá. Í tölunum kemur einnig fram að opinber útgjöld til annarra málaflokka en almanna- trygginga og velferðarmála séu langhæst á Íslandi af öllum OECD-ríkjum. Ísland sé í hópi þeirra ríkja sem verja hvað mestu til almennrar opinberrar þjónustu, heilbrigðis- mála og menntamála. Sé litið til allra opinberra útgjalda, hjá ríki, sveitarfélögum og vegna almannatrygginga, námu þau árið 2009 51 prósenti af landsfram- leiðslu. Í þeim samanburði var Ísland með ellefta hæsta hlutfallið af 32 aðildarríkjum OECD. - mþl Samtök atvinnulífsins segja opinber útgjöld hærri á Íslandi en þekkist í nokkru öðru Evrópulandi: Opinber útgjöld nær helmingur landsframleiðslu SKORIÐ UPP Ísland er í hópi þeirra Evrópuríkja sem verja hvað mestu til heilbrigðismála samkvæmt samantekt. EFNAHAGSMÁL Samtök atvinnu- lífsins (SA) segja að Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra hafi farið með rangt mál á Alþingi í gær þegar hún fullyrti að hlutur launa í landsframleiðslu hefði aldrei verið lægri en nú, eða 59 prósent samanborið við yfir 72 prósent árið 2007. Jóhanna sagði þetta þýða að þrettán prósent af landsfram- leiðslu, eða 200 milljarðar, hefðu farið frá launþegum til fyrir- tækja. SA segja að þetta sé rangt. Jóhanna hafi verið að reikna hlut- föll af svokölluðum vergum þátta- tekjum, sem sé mun lægri fjár- hæð. Í raun hafi hlutfall launa af landsframleiðslu lækkað úr 60,1 prósenti í 51,2 prósent. Það hlut- fall eigi sér fordæmi frá 1997 til 1998. - sh SA gagnrýna forsætisráðherra: Segja Jóhönnu fara rangt með FRAKKLAND Innanríkisráðherra Frakklands hefur staðfest að leyniþjónusta landsins hafi í fyrra aflað sér yfirlits yfir símtöl blaða- manns á blaðinu Le Monde. Þann- ig átti að reyna að finna uppljóstr- ara hans í dómsmálaráðuneytinu. Blaðamaðurinn var að vinna að frétt um að ríkasta kona Frakk- lands, Liliane Bettencourt, hefði árið 2007 styrkt forsetaframboð Nicolas Sarkozy um að minnsta kosti 150 þúsund evrur. Í Frakk- landi mega slíkir styrkir ekki vera hærri en 7.500 evrur. Sarkozy hefur alltaf neitað þessum ásökunum og jafnframt sagt að hann hafi engin fyrir- mæli gefið um rannsókn á heim- ildarmönnum blaðsins. - sh Frönsk yfirvöld sögð njósna: Fóru yfir símtöl blaðamanns NEITAR ÖLLU Sarkozy segist enga rann- sókn hafa fyrirskipað. Nú er verið að rannsaka hvort það sé rétt. NORDICPHOTOS/AFP BJÖRGUN Bandarískur ferðamaður sem björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ bjargaði úr sjálf- heldu snemma í ágúst sendi sveit- inni þakkarbréf frá Bandaríkjun- um, og lét fylgja með ávísun að andvirði 100 Bandaríkjadala, sem jafngildir um 11.500 krónum. Í þakkarbréfinu harmar ferða- maðurinn að hafa ekki getað þakkað björgunarmönnum sínum persónulega þar sem hann þurfti að halda áfram för sinni með samferðamönnum sínum eftir björgunina. Hann sendi því ávís- unina til að styrkja sjálfboðaliða- starf björgunarsveitanna. - bj Ferðamaður þakkar björgun: Sendi 100 dali í þakkarskyni OR auglýsir Perluna til sölu Perlan í Öskjuhlíð er auglýst til sölu í Fréttablaðinu í dag. Áform um sölu Perlunnar er hluti aðgerðaáætlunar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um sölu á eignum fyrirtækisins sem ekki eru nauðsynlegar kjarnastarfsemi þess. OR hefur þegar selt skemmu, starfs- mannahús, almannavarnaskýli og tvær jarðir. ORKUMÁL 1. Hvað heitir kínverski athafna- maðurinn sem vill kaupa land á Íslandi? 2. Hver er formaður skilanefndar Landsbankans? 3. Hvert er gælunafn Egils Olsen, landsliðsþjálfara norska karla- landsliðsins í fótbolta? SVÖR: 1. Huang Nubo. 2. Lárentsínus Kristjáns- son. 3. Drillo VEISTU SVARIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.