Fréttablaðið - 03.09.2011, Page 96
3. september 2011 LAUGARDAGUR60
Árni Hjörvar Árnason er
svekktur yfir því að spila
ekki á Airwaves með The
Vaccines. Hljómsveitin
getur kennt sjálfri sér um
veikindi söngvarans.
„Þetta er mjög svekkjandi. Ég
var farinn að hlakka mikið til að
koma,“ segir Árni Hjörvar Árna-
son, bassaleikari bresku rokk-
sveitarinnar The Vaccines.
Eins og Fréttablaðið greindi
frá hefur hljómsveitin hætt við
að spila á Iceland Airwaves-
hátíðinni í október vegna háls-
aðgerðar sem söngvarinn Justin
Young þarf að gangast undir.
„Ég átti að vera í Bandaríkjun-
um núna. Þetta eru alveg fjöru-
tíu tónleikar sem við erum að
aflýsa,“ segir Árni Hjörvar, sem
er staddur í London. „Við ætlum
að nota tækifærið og reyna að
semja fyrir næstu plötu fyrst við
erum bara fastir heima.“
Bassaleikarinn býst einnig við
því að kíkja í heimsókn til Íslands
í pásunni og reiknar með því að
mæta á Airwaves-hátíðina þrátt
fyrir að vera ekki að spila sjálfur.
Árni Hjörvar er aðdáandi enska
fótboltaliðsins Tottenham og
reiknar með því að fara eitthvað
á völlinn líka, enda er heimavöll-
ur liðsins í London.
The Vaccines hefur verið á
stífu tónleikaferðalagi á þessu
ári og spilað á fjölmörgum tón-
listarhátíðum í sumar við góðar
undirtektir. „Við spiluðum á
Reading- og Leeds-hátíðunum
og það gekk rosalega vel. Það
var hápunkturinn á sumrinu,“
segir hann. „Það má segja að við
höfum verið uppteknasta bandið
í bransanum. Við erum búnir að
spila á örugglega 150 tónleikum
á árinu.“
Álagið hefur tekið sinn toll því
aðgerðin sem söngvarinn Young
þarf að gangast undir er sú þriðja
á þessu ári. „Við getum sjálf-
um okkur um kennt. Við gáfum
honum ekki tíma til að slappa af.
Um leið og hann var farinn að
geta talað eftir síðustu aðgerð
vorum við farnir að spila sex
sinnum í viku. Núna ætlum við að
gefa honum tíma til að jafna sig.“
Tónleikaferðalag The Vacc-
ines hefst á nýjan leik í París 26.
október og eftir það hitar hljóm-
sveitin upp fyrir Arctic Monkeys
á Bretlandseyjum. Á næsta ári
hafa tónleikar verið bókaðir bæði
í Japan og Suður-Ameríku.
freyr@frettabladid.is
Það má segja að við
höfum verið upp-
teknasta bandið í bransanum.
Við erum búnir að spila á
örugglega 150 tónleikum á
árinu.
ÁRNI HJÖRVAR ÁRNASON
BASSALEIKARI THE VACCINES
SVEKKTUR AÐ SPILA EKKI Á ÍSLANDI
TVEGGJA MÁNAÐA HLÉ Árni Hjörvar Árnason og félagar í The Vaccines eru komnir í tæplega tveggja mánaða hlé frá tónleikahaldi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Það var mikið um dýrðir í Gamla
bíói á fimmtudagskvöldið þegar
sjónvarpsstöðin Skjár einn kynnti
haustdagskrána. Þema kvöldsins
var tileinkað Pan Am flugfélaginu
en þáttaröð með því nafni hefur
göngu sína á sjónvarpsstöðinni í
vetur.
Helga Braga kynnti dagskrána
eins og sannri flugfreyju sæmir
ásamt Jóhanni G. sem brá sér í
gervi flugmanns. Partí var svo
haldið í íbúðinni á efstu hæð
Gamla Bíós þar sem Daddi diskó
spilaði og dansinn dunaði langt
fram á kvöld.
Fjör hjá Skjá einum
Í STÍL Grétar Sigfinnur, knattspyrnumað-
ur í KR, Hugi og Lárus voru mættir með
bindi merkt Skjá einum.
LEITAÐ Á FÓLKI Gestir höfðu gaman af
flugþemanu.
SÆTAR Þær Halldóra og Kidda brostu til
ljósmyndara.
KÆRUSTUPARIÐ Karl Sigurðsson borgarfulltrúi og Tobba Marinós, kynningarfulltrúi
Skjásins, voru að sjálfsögðu mætt og eru hér með flugfreyjunum sem sáu um að
gestunum liði vel.
Leikkonunni Milu Kunis fannst
það bara huggulegt þegar mót-
leikari hennar, Justin Timber-
lake, afklæddist fyrir framan
hana í kynlífssenum myndar-
innar Friends with Benefits. „Ég
hafði ekkert á móti því þegar
Justin fór úr fötunum. En ég er
ótrúlega óörugg með eigin vöxt,
hvað þá fyrir framan fimmtíu
manna tökulið. Það var mikið
óöryggi í gangi,“ sagði Kunis.
„Sum augnablik voru vandræða-
leg en það góða við þetta er að ég
og Justin vorum svo fínir vinir.
Ég var að minnsta kosti með
einhverjum sem ég þekkti sem
fannst þetta líka óþægilegt.“
Óþægilegt
að afklæðast
EKKERT MÁL Það var ekkert mál fyrir
Milu Kunis að fylgjast með Justin
Timberlake afklæðast.