Fréttablaðið - 03.09.2011, Side 32
3. september 2011 LAUGARDAGUR32
M
argir tengja lyf
úr náttúrunni
v ið náttúru-
lækningar og
átta sig ekki á
því að náttúran
hefur verið og er enn uppspretta
margra lyfja sem notuð eru við
hefðbundnar lækningar,“ segir
Sesselja Ómarsdóttir dósent við
Lyfjafræðideild. Sesselja stýrir
rannsókn á sjávarhryggleysingj-
um með það að markmiði að finna
svokölluð lyfjavirk efni í þeim, eða
það er að segja efni sem hægt er
að nota í lyf.
Það kemur kannski einhverjum
á óvart en hafið í kringum Ísland
hefur ekki verið rannsakað nema
að hluta til og ekki hefur nema
broti af þeim lífverum sem í því
búa verið lýst. Sesselja útskýrir að
meðal annars hafi þessi staðreynd
kveikt áhuga hennar á því að hefja
rannsóknir á lífverum í hafinu.
Litlar efnaverksmiðjur
„Ég hafði áður beint sjónum mínum
að fléttum, sem eru meðal annars
þær lífverur sem vaxa fyrst á stein-
um. En svo kviknaði áhugi minn á
sjávarlífverum, mig langaði til að
víkka út rannsóknarsviðið.“
Það eru þó ekki fiskar og spen-
dýr sem rannsókn Sesselju og sam-
starfsmanna hennar beinist að
heldur eru það einkum sjávarhrygg-
leysingjar, botndýr, meðal annars
svampar, en Sesselja segir dýr með
engan skráp vera einna mest spenn-
andi.
„Ég segi stundum að þessi dýr
séu eins og litlar efnaverksmiðj-
ur. Þær eins og önnur dýr þurfa að
verja sig með einhverjum hætti og
vegna þess að ytri varnir þeirra eru
litlar þá beita þær öðrum aðferðum.
Sumar þessara lífvera nota eitur
til þess að lama bráðina sína, aðrar
drepa hana og svo hafa þær frum-
stætt ónæmiskerfi. Þessir eiginleik-
ar lífveranna geta mögulega nýst í
lyf ef það tekst að finna og einangra
efnið í lífverunni,“ segir Sesselja.
„Efni sem lamar bráð getur nýst
sem verkjastillandi lyf, það sem
drepur getur drepið frumur sem
eru óæskilegar eins og krabba-
meinsfrumur og loks má nefna að
ónæmiskerfið getur nýst til lyfja
sem eru ónæmisstýrandi eins og
bólgueyðandi lyf.“
Langur meðgöngutími
Þetta hljómar mögulega einfalt
og blátt áfram en raunin er önnur.
Sesselja bendir á að þau þrjú lyf
sem komin eru á markað og hafa
verið unnin úr sjávarhryggleys-
ingjum áttu sér öll langan með-
göngutíma. „Eitt þeirra er til að
mynda unnið úr möttuldýri. Virkn-
in í því hefur verið þekkt frá árinu
1969. Þá þegar var vitað að það
virkaði á krabbameinsfrumur.
Þá tókst ekki að greina efnabygg-
ingu virka efnisins, en hún er mjög
flókin. Um síðir tókst hins vegar að
rækta efnið upp og þá var hægt að
framleiða úr því lyf. Það lyf kom
á markað 2007 og er notað á erfið
krabbamein,“ segir Sesselja og það
er því ljóst að til mikils er að vinna
þegar leitað er að virkum efnum í
lífverum.
Hún bendir á að það hafi orðið
miklar framfarir í þeirri tækni sem
nýtt er til þess að greina efni. Svo
hafi einnig orðið miklar framfar-
ir í köfun og þar með söfnun sýna.
Þessar staðreyndir þýði að um
heim allan er mikil gróska í rann-
sókn á sjávarlífverum og möguleik-
um á nýtingu þeirra í lyfjum.
En þó að framfarir hafi orðið í
rannsóknum eru mörg ljón á vegin-
um og enn ýmsum erfiðleikum háð
að einangra virku efnin.
„En maður hugsar líka með sér
að fyrst verði maður að komast á
sporið, svo að leysa vandamálið,“
segir Sesselja. Hún bendir á að
erfiðleikarnir séu fyrirhafnarinnar
virði þegar lyf sem virkar er mögu-
leg lokaniðurstaða. „Margir spyrja
hvort ekki sé einfaldara að smíða
efni á tilraunastofum. Reyndin er
hins vegar sú að náttúran framleið-
ir flókin efni sem við höfum ekki
hugmyndaflug til að búa til og þess
vegna er leit að lyfjum í náttúrunni
enn góð og gild vísindagrein.“
Vannýtt auðlind?
Sitjum við þá kannski á vannýttri
auðlind hér við Íslandsstrendur?
„Það er skemmtilegt að velta því
upp hvort lífverur í sjónum geti
hjálpað íslenska efnahagnum.
Norðmenn hafa lagt gríðarlegar
fjárhæðir, um 180 milljónir norskra
króna, í verkefni sem þetta og grín-
ast oft með það að þetta eigi að taka
við af olíuauðlindinni. Vitanlega
verða aðeins fáein efni að lyfi, en
eitt lyf getur skipt sköpum. Fer-
illinn er langur og fyrsta skrefið
sem tekið er í þessari rannsókn er
að finna virk efni sem getur tekið
fáein ár. Svo er að prófa lyfin frek-
ar sem eru framtíðarrannsóknir.
Frá því að virkt efni finnst og þar
til það verður að lyfi, ef það verður
að lyfi, er um átta til fimmtán ár,“
segir Sesselja og bætir við að vissu-
lega sé gróðavon í hafinu án þess að
hún vilji nefna tölur.
„Ef áhugaverð eða áhugavert
efni finnst sem hefur möguleika
á því að verða lyf þá er gróðavon.
Háskólinn á hlut í öllum einkaleyf-
um starfsmanna og íslenska ríkið á
rétt á nýtingu auðlindanna. Ef hægt
er að selja einkaleyfi eða efni þá er
von um gróða.“
Hringdi í sjómenn
Til þess að geta leitað að efnum
úr sjávarlífverum þarf vitaskuld
sýni úr þeim. Sesselja segir að
þegar rannsókn hennar var að
hefjast hafi hún tekið upp símann
og hringt í sjómenn og falast eftir
sýnum af hafsbotni frá þeim. „Jör-
undur Svavarsson prófessor og
Halldór Pálmar Halldórsson voru
mér innan handa hér og bentu
mér á sína bandamenn.“ Jörund-
ur hefur stýrt grunnrannsóknum
á íslenska hafsbotninum en risa-
skref í þeim rannsóknum var stig-
ið þegar Bioice-verkefnið var sett
á laggirnar. Það hafði það mark-
mið að kanna hvaða dýr lifa á hafs-
botninum innan íslensku efnahags-
lögsögunnar. 2.000 dýr höfðu verið
tegundagreind þegar því lauk, og
þar af hafði um 800 ekki verið lýst í
íslenskri lögsögu. 40 tegundir voru
alveg nýjar af nálinni.
„Þessar góðu grunnrannsóknir
voru forsenda þess að við getum
stigið það skref sem við erum að
stíga,“ segir Sesselja sem bend-
ir á að lífríki heitra hafsvæða
hafi verið miklu meira rannsak-
að en lífríki í köldum sjó. „En
hafsbotninn umhverfis Ísland er
mjög áhugaverður því hér samein-
ast bæði kaldur sjór að norðan og
heitur sunnan úr höfum. Svo eigum
við líka mjög áhugavert svæði
sem eru strýturnar í Eyjafirði.
Við erum hér í þessari rannsókn
með sérstaka áherslu á þær enda
um mjög merkilegt náttúrufyrir-
bæri að ræða og einkar áhugavert
að skoða þær lífverur sem á þeim
þrífast.“ Fyrstu hverastrýturnar
í Eyjafirði fundust 1997 og fleiri
árið 2004. Þær þykja merkilegar
á heimsvísu því þær eru á grunn-
sævi, aðrar hverastrýtur í heimin-
um eru á mörg þúsund metra dýpi.
Vegna þess að heitt vatn flæðir úr
þeim er mikið lífríki í þeim sem
þarf að rannsaka.
Piparkornið í kjötsúpunni
Sesselja og samstarfsmenn hennar
hafa nú þegar skimað 280 sýni og
fengið þær niðurstöður að nítján
þeirra sýna virkni þegar kemur
að því að drepa krabbameins-
frumur. „Þar af eru tvö sem sýna
mesta virkni. Við erum að reyna
að einangra virku efnin úr þessum
tveimur,“ segir Sesselja. Sú leit
felst meðal annars í því að reyna
að finna efnabyggingu virka efn-
isins og það er þrautin þyngri,
minnir á erfitt súdókú eða leitina
að piparkorninu í risakjötsúpupotti
segir Sesselja sem er samt vongóð
um að árangur náist í þessu fyrsta
skrefi í átt að nýju lyfi. „Næsta
skref væri svo að finna út hvern-
ig efnið virkaði nákvæmlega. Það
þyrfti auðvitað að prófa það og þá
væri spurning hvort lyfjafyrir-
tæki hefðu áhuga á framhaldinu,“
segir Sesselja og bætir við að lyfja-
fyrirtækin taki yfirleitt við þegar
kemur að því að þróa lyf sem byggi
á grunnrannsóknum akademíunn-
ar.
Enn sem komið er hafa átta sýni
úr sjávarhryggleysingjum sýnt
ónæmisstýrandi virkni og þar eru
tvö sýni áhugaverðust og verið
er að skoða þau nánar. „Svo höld-
um við áfram að safna sýnum og
skima, þetta er mikil vinna og rétt
að taka fram að það koma fjölmarg-
ir að henni, nemar og svo fjölmarg-
ir fræðimenn.“
Fjársjóðsleit við Íslandsstrendur
Sesselja Ómarsdóttir dósent lærði að kafa á síðasta ári. Ástæðan fyrir því var áhugi hennar á lífverum undirdjúpanna sem
mögulega er hægt að nýta í lyf framtíðarinnar. Sesselja sagði Sigríði B. Tómasdóttur frá því hvað getur leynst á hafsbotninum.
LIFRÍKI Á HVERASTRÝTUM Mjög fjölskrúðugt lífríki er að finna á hverastrýtunum í Eyjafirði. sem vekur forvitni vísindamanna hér á landi og víðar. MYNDIR/ERLENDUR BOGASON
SESSELJA ÓMARSDÓTTIR Sjávarlífverur sem Sesselja og samstarfsmenn hennar rannsaka gætu skipt sköpum fyrir sjúklinga fram-
tíðarinnar takist að finna í þeim lyfjavirk efni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KAFAÐ Í EYJAFIRÐI Hér er Sesselja ásamt Eydísi Einarsdóttur doktorsema í
sýnasöfnun í Eyjafirði. MYND/ERLENDUR BOGASON
Leit að lyfjum í náttúrunni er enn góð og gild vísindagrein því menn hafa ekki hugmyndaflug til að búa til jafn flókin efni og
finnast í náttúrunni, segir Sesselja. Hún lærði að kafa í fyrra til að
geta sjálf farið á vettvang og safnað sýnum. „Það er alveg meiri-
háttar, eiginlega það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ viðurkennir
Sesselja sem lærði að kafa hjá Erlendi Bogasyni kafara sem er einn
þeirra sem fundu strýturnar í Eyjafirði.
■ NÁTTÚRAN ER MIKILVÆG UPPSPRETTA LYFJA
10%
10%
4%
4%
14%
5%
23%
30%
Smíðað/náttúruefnahermir Smíðað efni
en fyrir mynd er náttúruefni Smíðað út frá
náttúruefni/náttúruefnahermir Bóluefni
Líftæknilyf Náttúruefni Náttúruefna-
afleiða Smíðað efni
Hér að ofan má sjá hvaðan lyfjaefni
frá árunum 1981-2006 eiga uppruna
sinn. Sjötíu prósent þeirra eiga rætur
að rekja til náttúrunnar en 30% eru
smíðuð efni sem sýnir glöggt hve
mikilvæg náttúran er í lyfjagerð.
Heimild. Newma & Cragg,
J. Nat. Prod. 2007.