Faxi - 01.12.1960, Qupperneq 5
F A X I
149
á Söndum í Meðallandi, f. 1801, Brynjólfs-
sonar prests á Sandfelli í Oræfum, f. 1777,
d. 21. marz 1852, Árnasonar. Kona séra
Brynjólfs var Kristín, f. 1767, d. 12. apríl
1820, Jónsdóttir sýslumanns á Hoffelli í
Hornafirði Helgasonar. Kona Jóns á
Söndum var Evlalía, f. 1797, d. 21. febr.
1858, Erlendsdóttir bónda á Söndum í
Meðallandi Nikulássonar. Seinni kona Er-
lendar og móðir Evlalíu var Sigurveig, f.
1760, d. í júní 1838, Þorvaldsdóttir, sögð
„fyrirtaks gáfukona og skáld“.
Vigdís, kona Árna og móðir Einars, var
fædd á Lambafelli 6. jan. 1830, dóttir
Einars óðalsbónda þar, f. 1790, Arnasonar
bónda á Lambafelli, f. 17. maí 1755, Hös-
kuldssonar, Heronýmussonar. Kona Árna
var Kristín ljósmóðir, f. 9. jan. 1784, Ei-
ríksdóttir meðhjálpara og bónda á Lamba-
felli Arnasonar bónda á Leirum undir
Eyjafjöllum Eiríkssonar.
Kristín, kona Einars, var fædd á Hafur-
bjarnarstöðum á Miðnesi 28. júní 1863.
Voru foreldrar hennar Magnús Stefánsson,
síðar bóndi á Hólkoti í Stafneshverfi, og
seinna kona hans, Elín Ormsdóttir, bónda
í Nýlendu á Miðnesi Olafssonar bónda í
Markaskarði í Hvolhrepp Ormssonar.
Móðir Elínar og kona Orms var Sigríð-
ur Vilhjálmsdóttir bónda á Hafurbjarnar-
stöðum á Miðnesi Ásgautssonar og k. h.,
Steinvarar Þórarinsdóttur, bónda á Kot-
velli í Hvolhrepp Guðnasonar. En kona
Þórarins var Elín Einarsdóttir, alsystir
Bergsteins á Ferju, svo Litla-Hofi, Einars-
sonar í Varmadal Sveinssonar, sem fjöl-
mennar bændaættir eru komnar frá, eink-
um í Rangárvallasýslu.
Magnús, faðir Kristínar, var sonur Stef-
áns bónda á Steinum undir Eyjafjöllum,
bróður Sigurðar stúdents í Varmahlíð
Jónssonar, bónda í Skál á Síðu Vigfús-
sonar.
Kona Jóns í Skál og móðir Stefáns í
Steinum var Sigurlaug, dóttir séra Sigurð-
ar í Holti undir Eyjafjöllum, en séra Sig-
urður var föðurbróðir séra Jóns prófasts
Steingrímssonar, hins fræga eldprests.
Kona Stefáns og móðir Magnúsar, var
Hildur Magnúsdóttir bónda í Steinum
undir Eyjafjöllum Einarssonar og konu
hans, Ingibjargar Guðmundsdóttur, bónda
í Eystri-Skógum Nikulássonar sýslumanns
í Rangárvallasýslu Magnússonar.
Móðir Kristínar var, sem áður er sagt,
Elín Ormsdóttir, fædd 21. júlí 1831 í Ný-
lendu í Stafneshverfi. Hún var „greind,
glaðvær og skemmtileg,“ segir Magnús
Kristín Magnúsdóttir ásamt Jónu dóttur sinni
Þórarinsson í nýútkominni bók, „Frá
Suðurnesjum", bls. 112.
Á barnsárum Kristínar var mikil fátækt
á meðal alþýðu manna um Suðurnes, og
mun svo hafa verið frá ómunatíð. Það var
venja, að alþýðufólk, bæði karlar og kon-
ur, leituðu sér sumaratvinnu norður í
landi. Var þá farið á vorin og dvalið yfir
sumarið á stórbýlum nyrðra, en leitað
heim, er hausta tók. Var ávallt farin land-
leið, oft norður yfir fjöll. En marga svaðil-
förina fór þetta fólk, ekki sízt á haustin,
eftir önn sumarsins, og ekki þótti það
heiglum hent, að ráðast í þær ferðir. Elín,
móðir Kristínar, fór marga förina norður í
land í kaupavinnu og kom þá Kristínu litlu
fyrir í fóstur yfir sumarið. En nærri lá, að
ferðin að norðan, haustið 1866, yrði henn-
ar síðasta för. Til er afburða snjöll lýsing
á því ferðalagi í ævisöguþáttum Indriða
Einarssonar skálds, „Séð og lifað“, en
hann réðst til farar með sunnlenzku
kaupafólki, er hann fór að heiman í fyrsta
sinni til náms í Latínuskólann í Reykja-
vík. Ferðin frá Hólminum í Skagafirði að
Kalmanstungu í Borgarfirði tók tíu daga.
Lá fólkið í tjöldum á fjöllum uppi í stór-
hríð við hinn aumasta aðbúnað.
„Allir, sem í ferðinni voru, mundu eftir
henni meðan þeir lifðu,“ segir Indriði, og
hann bætir því við, að 25—30 árum síðar
hafi hann átt tal við ungan menntamann,
sem hefði reyndar verið með í förinni, þótt
ósýnilegur væri þá, en hann vissi „um
skortinn, illviðrið, hungrið og allsleysið,“
því að móðir hans hafði sagt honum það
allt saman. Þessi ungi maður var Sigurður
Magnússon cand. theol., fæddur 7. febr.
1867, sonur Elínar Ormsdóttur og albróðir
Kristínar í Jónshúsi. Elín lifði langa ævi
og mun lítt hafa brostið kjark, þótt kjör
hennar væru alla jafna hörð. Hún andað-
ist í Fitjakoti á Miðnesi 5. jan. 1909.
Eg hef áður getið þess, að sunnlenzkir
sjómenn fóru hópum saman til Austfjarða
og stunduðu þar sjóróðra á sumrin. Einar
Árnason var einn þeirra, sem sótti sjó þar
eystra að sumarlagi. Haustið 1911, er fólk-
ið kom að austan með strandferðaskipinu
„Hólar“, var Einar ekki meðal ferðafólks-
ins. Hann hafði drukknað út af Mjóa-
firði þann 16. sept. það sama haust. En þá
var síminn kominn, svo að Kristínu í
Jónshúsi bárust þessi sorgartíðindi áður en
skipið kom til Keflavíkur. Þetta haust var
dapurt í Jónshúsi. Hinn hægláti, góði og
prúði heimilisfaðir var horfinn sýnum og
eftir sátu mæðgurnar þrjár harmi lostnar,
en þó æðrulausar. Þá sýndi Kristín hvað
í henni bjó. Hún hafði alltaf vinnusöm
verið, en eftir þetta vann hún hálfu meir.
Á veturna sat hún við spuna og prjón, en
vor og sumar vann hún að fiskverkun,
þvoði fisk úti á víðavangi, hvernig sem
viðraði, svo sem þá var títt. Var það mikil
þrekraun fyrir konur, að standa við slíka
vinnu dag eftir dag. Þá ræktaði hún stóra
kartöflugarða, annan fyrir ofan Melbæina,
sá hún að öllu leyti um hirðingu þeirra,.
Var þá oft langur vinnudagur hjá Krist-
ínu. En hún hugsaði ekki um það, hún
var hugrökk kona og ég hygg, að hún
hafi hræðst það eitt,að verða annarra hand-
bendi. Og henni tókst það, að verða efna-
lega sjálfstæð. Heimili sitt rækti hún alla
tíð af mikilli prýði, var hýr í bragði og
með gamanyrði á vörum, þegar litið var
inn, og fóstru sína annaðist hún af alúð
og nærgætni alla tíð og því meir sem árin
færðust yfir hana, en Sigríður andaðist 8.
des. 1915 á heimili Kristínar, er hafði gold-
ið vel og trúlega fósturlaunin, enda kvað
hún það upphaf gæfu sinnar, dóttur og
barnabarna, að hún hefði komizt til fóstur-
foreldra sinna. Var hún alla ævi að þakka
það hrærð í huga í hvert sinn er hún
minntist þeirra. Kristín var mjög trygg-
lynd, hóflega glöð og gamansöm í vinahóp
og afburða stillt í öllu dagfari, hvað sem
fyrir kom. Ég hygg, að hún hafi aldrei
gleymt orði eða atviki, ef henni fannst sér
vel gert og hún gat verið að minnast þess
og þakka, hvenær sem færi gafst. Hún var
trúkona og kirkjukær, eins og Sigríður
fóstra hennar hafði verið. Hlýddu þær æv-
inlega messu, þegar embættað var { Kefla-
vík, meðan þær máttu, og Kristín eftir að