Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 17

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 17
F A X I 161 séð og sigrað“, í fyllstu merkingu þeirra orða. — Eg minnist greinar í „Berlingske Aftenavis" frá þeim árum, sem fyrirsögn- inni: „Islandsk Sangfugl flyver til Austra- lien. Ærefuld Engagement for Maria Markan.“ A þessu má sjá, að hér hefur verið um að ræða stórkostlegan sigur, sem víða hefur vakið verðskuldaða eftirtekt. Listakonan kinkar samþykkjandi kolli. Hún vill auðsjáanlega hafa sem fæst orð um eigin dáðir. Ástralía gleymist ekki, segir hún. I raddhreimnum skynja ég fjarrænan blæ. Máske af því að hugur hennar reikar á slóðum horfinna hamingjustunda. — Hvert lá svo leiðin frá Astralíu? Ætlunin var að hverfa til Kaupmanna- hafnar. — En vegna stríðsins var þess eng- inn kostur. — Því varð það að ráði, að ég fór til Canada. Ekki svo að skilja, að ég væri ráðin þar eða nokkuð slíkt, — fór aðeins upp á von og óvon. Þar fyrir vestan hitti ég mikið af góðu fólki, sem reyndist mér frábærlega vel. — En fáir tóku þó sr. Valdimar Eylands og konu hans fram, hvað góðfýsi og hjálpsemi snerti. — I Winnipeg var ég í þrjá mánuði og söng oft við ágætar undirtektir. Að þeim tíma liðnum hélt ég til New York. Hafði ekk- ert víst framundan, — og engin meðmæli, nema bréf eitt frá söngkennara í Van- couver til prófessors eins í New York, þess efnis, að hann prófaði sönghæfni mína. Mér blöskraði, þegar ég frétti, að slíkt próf kostaði 12 dollara, en ákvað þó samt að reyna. — Dagurinn rann upp. Ég söng, og pró- fessorinn lék undir. Ég man, að verkið, sem ég söng, var Friðar-arían úr „A valdi örlaganna". Á eftir var eins og prófessor- inn ætti mig, svo ljúfur og elskulegur var hann. En mest varð ég undrandi, þegar ég kom fram og hugðist greiða mína 12 dollara, þá sagði stúlkan, sem veitti greiðsl- unum móttöku: „Kostar ekki neitt.“ Þá hafði prófessorinn hringt og tilkynnt henni, að ég fengi prófið endurgjaldslaust. Metropolitan ? Já, sex vikum eftir komu mína til New York var ég ráðin að Metropolitan-óper- unni. Þar starfaði ég samfleytt til ársins 1942. Eini Islendingurinn, sem þar hefur sung- ið? Já,- Með öðrum orðum, eini íslenzki söngv- arinn, sem hlotið hefur heimsfrægð? Ef til vill mætti orða það svo. — Hreinn Líndal Hvern af þínum mörgu og stóru sigrum á sviði söngsins mundir þú nú telja þér minnisstæðastan ? Það var auðvitað stórkostlegt að komast að hjá Metropolitan, en allra minnisstæð- ust verður mér þó ávallt dvölin í Plynde- borne. Meðal annarra orða, — þú ert gift Georg Ostlund, syni hins mikla valmennis og Is- landsvinar, Daviðs Ostlund, trúboða og ritstjóra, sem starfaði svo lengi hér á ís- landi fyrir og eftir aldamótin? Já, maðurinn minn fæddist á Seyðisfirði og ólst upp hér á Islandi. En við kynnt- umst vestan hafs og giftum okkur í janúar 1941. Og þið eigið einn son? Já, hann heitir Pétur Davíð og fæddist árið 1943. Hættirðu svo að syngja eftir að þú giftir þíg? Nei, ekki strax. Að vísu hætti ég fljót- lega hjá Metropolitan, en á næstu árum söng ég víða, bæði í Bandaríkjunum, Can- ada og í Reykjavík. En annars breyttust aðstæðurnar mikið. Heimilið krafðist síns. — Og það er nú ekki svo auðvelt að þjóna tveimur herrum, eins og þú ættir að vita mörgum betur, — bætir listakonan við og brosir kankvíslega. — Já, — það er nú svo. — En hvenær kvödduð þið Ameríku? Við komum alkomin heim árið 1955. Settumst þá að hér í Keflavík og höfum átt hér heima upp frá því. — Eitthvað starfað á vegum sönglistarinn- ar hér heima? Já, ég hef sagt nokkrum ungum mönn- um til í söng. Nokkur sýnilegur árangur? Já, ég held það nú. — Á síðastliðnu hausti fór einn nemenda minna, ungur Keflvíkingur, Hreinn Líndal Haraldsson, sonur hjónanna Haraldar Ágústssonar og Fjólu Eiríksdóttur, suður til Rómaborgar og tók þar glæsilegt próf inn í Accademia Nazionale Di Santa Secilia Conservatorio. Þeir voru 64, sem gengu undir prófið, en aðeins 15 teknir inn. Hreinn var næst- efstur af þessum 15 útvöldu og fær hann ókeypis skólavist og kennslu. Hann mun vera fyrsti Keflvíkingurinn, sem stundar nám erlendis í þessari grein? Já, það hygg ég áreiðanlega. Það er mikill heiður fyrir okkur Kefl- víkinga að eiga ungan mann á slíkri framabraut, — og miklar þakkir átt þú skilið fyrir að leiða hann fyrstu skrefin inn í helgidóm sönggyðjunnar. Þú segir vel um það. Hann var efnileg- urí pilturinn, og framúrskarandi áhuga- samur. Ég gerði ekkert annað en það, sem skylda mín bauð. Heill hans og sigrar eru þau beztu laun, sem ég get kosið mér. — Ég gleðst af hjarta yfir velgengni hans og trúi því, að stjarna hans eigi eftir að hækka. — Hann á það sannarlega skilið. En segðu mér eitt, eiga þeir, sem eru frá öðrum kirkjudeildum eða eru fylgjendur annarra trúarbragða ekki erfiðara upp- dráttar en þeir, sem kaþólskir eru, þarna í háborg kaþólskunnar? Nei, nei, því fer fjarri. Það eru hæfileik- arnir á sviði listarinnar, sem gilda og ekk- ert annað. Ég hef reyndar heyrt þeirri fjar- stæðu fleygt, að Hreinn hafi gerzt kaþólsk- ur til þess að komast í skólann. En það er ekkert annað en uppspuni og þvaður, sem enga stoð á í veruleikanum. — Fleiri efnilegir nemendur? Já, ég hef haft allmörg ágæt efni. En þetta eru flest fjölskyldumenn, og það seg- ir sitt. En hver veit, nema sú stund korni, að annar eða aðrir feti í fótspor Hreins. — Hvaða ráð vildir þá svo að endingu gefa þeim, sem hyggjast helga sig sönglistinni? Þrotlaus vinna og þolinmæði. Ekki að gefast upp, þó að á móti blási. Lokaárang- ur næst aldrei í eitt skipti fyrir öll. Af þessu, sem þú nú hefur sagt mér, má greinilega ráða, að hamingjan hefur verið þér hliðholl á söngvaraferli þínum. Já, mér hefur alltaf fundizt, að guðleg forsjón hafi vakað yfir mér og leitt mig hverju sinni til móts við hamingjuna, þótt ekki væri alltaf jafn bjart yfir í byrjun. — Nemandi knýr dyra. — Samtalinu er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.