Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Síða 21

Faxi - 01.12.1960, Síða 21
F A X I 165 Árni Pálsson í Narfakoti Fæddur 18. apríl 1854 . Dáinn 27. júní 1900 Það er samkvæmt tilmælum ritstjóra „Faxa“ að ég segi hér dálítið frá föður mínum. Eg var 13 ára gamall, þegar hann andaðist og man ég hann því nokkuð glögglega, en heimildir um lífsstarf hans eru af skornum skammti. Þegar fjölskyld- an tvístraðist eftir andlát hans hefur flest af því, sem hann lét eftir sig, glatazt. Hann var fæddur á Rauðsbakka, Aust- ur-Eyjafjöllum, af fátækum foreldrum. Af líkræðu, sem hann hélt yfir móður sinni og enn er til (hún andaðist hjá honum í Narfakoti) sé ég að þau hafa eignazt 12 börn, en af þeim komust aðeins 5 til full- orðinsára, 4 synir og 1 dóttir, en hún var blind frá öðru aldursári. Hann hefur því átt erfitt uppdráttar, eins og fátæklingar á þeim tímum. Þegar foreldrar mínir hugsuðu til hjú- skapar (móðir mín var úr Fljótshlíðinni) fluttust þau suður að sjó, voru fyrst eitt ár í Leirunni, en 1880 fluttust þau að Narfa- koti og giftu sig þá. Faðir minn var áhugamaður um margt, en þó lét hann sérstaklega bindindismálin og garðræktina til sín taka. Fyrirlestra um bindindi hélt hann í ýmsum stöðum, Grindavík, Sandgerði, Garðinum og víð- ar, og tók hann mig þá oft með sér, þó að ég væri ekki stór. Og vitanlega var þá allt farið gangandi. Umdæmisstúkan nr. 2 á Suðurlandi ákvað að gefa út mánaðarblað, fjölritað, „hektógraferað" var það kallað, og varð faðir minn ritstjóri þess. „Sam- vinnan“ hét það. Ekki veit ég hve lengi það kom út, hefur líklega dáið út með honum. Ég á aðeins fyrstu fjögur blöðin. í blöðin ritaði faðir minn talsvert. Man ég eftir greinaflokki í „Isafold", er hét „Smápislar til ungra fátæklinga“, og voru það, að mig minnir, 5 kaflar. Því miður er það allt glatað. í „Búnaðarritið“ ritaði hann grein, sem hét „Garðyrkjan", mjög hvetjandi og með skýrum dæmum, m. a. af hans eigin reynslu. Garðrækt var þá lítið stunduð víðasthvar á landinu og höfðu margir ótrú á henni. Dagbók hélt faðir minn frá 1886—1891, um „veðráttu, aflabrögð o. fl.“ og er hún enn til. Hann byrjar hana með yfirliti um árið 1885. Við marzlok 1891 skrifar hann: „Af því að Isafold flytur stöðugt skýrslu um veðráttu, álít ég eigi nauðsynlegt að skrifa hana lengur og skrifa því aðeins aflabrögð og ýmisl. fleira.“ Væri gaman að taka upp pósta úr dagbókinni, en hér er ekki rúm til þess. Mér hefur verið sagt, en ekki man ég eftir því sjálfur, að hann hafi um eitt skeið haft með höndum skrifað blað, er hét „Njarðvíkingur" og borið var milli bæja, í einu eintaki auðvitað. Hafði hann drepið þar á ýmislegt, sem betur mátti fara. Eftir 1890 komu aflaleysisár og var af- koma manna mjög erfið, enda valt þar vitanlega allt á sjávaraflanum. Faðir minn hætti þá að stunda sjóinn, en stundaði garðræktina af miklu kappi. Og árið 1894 gerðist hann kennari við barnaskólann í innra hverfinu. Hann hafði þó aldrei í skóla gengið sjálfur, hafði ekki einusinni verið sýnt að draga til stafs. Hafði hann helzt fyrir sér kaupstaðarreikninga, sem þá voru yfirleitt vel skrifaðir, þegar hann 117, t /y tty u? vÁuýþ'/u'm; ne? ý(7.<4 . ÁY /hjfaa Á/fu'///rf/' /ÁCn £4*r , œ/f £/?/</ , yCfté* U/aX, /UÍ Ut/y'/t Ja'j-/?/U'/s/j/} Á>/y/Á/t’ sS/wmt ft/' 4/f /pci/t .Á?/£f7 /fc/rs .csi Rithönd Árna Pálssonar í Narfakoti.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.