Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1960, Qupperneq 27

Faxi - 01.12.1960, Qupperneq 27
F A X I 171 J arð vinnsluvélar að verki í Keflavík nú er unnið að framlengingu Skólavegar- ins frá Háholti að gamla flugvallarvegin- um. Þó þessi framlenging verði ekki tekin með því, sem malbikað verður á næsta sumri, þá er hún hin mesta samgöngubót, t. d. fyrir starfsfólk á flugvellinum og aðra, sem þaðan eiga erindi til Keflavík- ur. Getur þetta fólk nú komizt beint og krókalaust til heimila sinna eftir þessari nýju götu, en við það léttir mjög á aðal- umferðargötum bæjarins, t. d. Hafnargötu og Hringbraut, sem ekki er vanþörf. — Hvenær verður þessi gata ökufær? — Eg reikna með, að hún verði það um svipað leyti og þetta blað berst lesendum. — Já, og nú er byrjað á nýjum vegi til Reykjavíkur. Finnst þér það ekki ánægju- leg tilhugsun? — Jú, vissulega. En eftir því sem fregn- ir herma, munum við mega bíða hans næstu þrjú árin. En eins og máltækið seg- ir: — Hálfnað er verk þá hafið er. — En svo við víkjum aftur að okkar viðfangsefnum hér heima. Eitthvað fleira munt þú hafa í pokahorninu af fram- kvæmdum bæjarins? — Vatnstankurinn var byggður á þessu ári, en hann kom létt við mig, því verkið var boðið út og Verktakar Suðurnesja h.f. byggðu tankinn og sáu um allar fram- kvæmdir þar að lútandi. Þá hefur kirkju- garðurinn verið stækkaður mikið. Stein- veggur hefur verið steyptur umhverfis viðbótina, sem liggur til norðurs úr gamla garðinum. Er nú búið að fullgera nokkurn hluta þessa nýja svæðis og mun verða haldið áfram við hinn hlutann næsta sum- ar. Þá hefur safnaðarstjórn ákveðið, að í garðinum verði byggð kapella og verk- færageymslur, sem er mjög æskilegt að ekki dragist lengi. — Hvað hefur bærinn eignazt af vinnu- vélurn og verkfærum síðan þú byrjaðir? — Á fjárlögum yfirstandandi árs er á- kveðið, að verja til verkfærakaupa rösk- lega einni milljón króna. Er nú búið að kaupa fyrir þetta fé stóra og afkastamikla jaðrýtu og veghefil, sem ég tel að hafi ver- ið eitt hið þarfasta verkfæri, sem bærinn hefur keypt. Munu göturnar bera þess ljós- ast vitni. Þá hefur einnig verið keypt 75 kw. rafmagnsstöð, sem verður notuð sem varastöð til að drífa vatnsdælurnar, ef raf- orkan bilar. Hér var reyndar til mótor, er átti að sinna þessu hlutverki og gerði það, þar til nú fyrir skömmu, að dælurnar voru stækkaðar til muna. Varð mótorinn þá ó- nógur. Með hinni nýju rafmagnsstöð hefur fengizt úr þessu bætt og er hún nægjan- lega kraftmikil til að sjá bænum fyrir nógu vatni, þó rafmagnið bili, sem er mjög þýð- ingarmikið fyrir bæjarbúa. Á undanförnum árum hafa verið hér nokkuð tíðar rafmagnsbilanir, sem skiljan- lega befur leitt til notkunar á olíu- og kertaljósum, en það bauð aftur á móti íkveikjuhættunum heim. Hin nýja rafstöð á að geta leyst þennan vanda og er því hin mesta öryggisbót fyrir fólkið í bænum. Verkstæði bæjarins hefur verið aukið mjög að vélabúnaði og er því starfi sínu betur vaxið en áður var. Samt stendur þar ýmis- legt enn til bóta. — Það hefur verið unnið að gangstétta- lagningu. Verður því verki haldið áfram? — Já, það var lögð gangstétt meðfram Hafnargötunni í sumar og munum við hefja þá vinnu aftur með næsta vori. — Manstu að nefna mér fleiri bæjar- framkvæmdir? — Jú, margt mætti nú sjálfsagt nefna, sem gert hefur verið á árinu, ef grannt væri út í það farið. Á s. 1. vetri var svæðið sunnan stóru blokkarinnar við Faxabraut undirbúið fyrir nýbyggingar. En það mun eiga að verða aðalbyggingarsvæðið á næstu árum. Þó götulýsing heyri ekki undir mín störf, má geta þess hér, að hún hefur verið stórbætt á árinu, eins og allir hljóta að sjá. — Hvað verður gert til að prýða bæinn nú fyrir þessi jól? — Jólatré verða sett upp á sömu stöðum og í fyrra: á Vatnsnestorgi, við barnaskól- ann, sjúkrahúsið, kirkjuna og ef til vill víðar. Þá verður og símstöðvarturninn upplýstur eins og að undanförnu. — Þið hafið steypt undirstöðugarð aust- anvert við Sólvallagötu ? — Já, það stendur til að girða skrúð- garðssvæðið í vor og er þetta byrjunin á því verki. Það þykir nú sýnt, að blóma- skrúð né trjárækt verði ekki aukin þar til muna, nema landið sé fyrst vel girt og friðað. — Og nú er hafin bygging gagnfræða- skólans. — Það var grafið fyrir grunni skólans í fyrra haust. Byggingarframkvæmdir hóf- ust hins vegar ekki fyrr en nú í sumar. Þórarinn Ólafsson tók að sér byggingu skólans, en verkstjóri er Georg Helgason. Verk þetta er f umsjá byggingafulltrúa bæjarins, Þorsteins Ingólfssonar. H. Th. B. Valtýr Guðjónsson tekur sæti á Alþingi. Valtýr Guðjónsson, forstjóri í Keflavík, for- maður Málfundafélagsins Faxi og ritstjóri Faxa, fyrsta árið sem hann kom út, hefur nú tekið sæti á Alþingi um stundarsakir, í for- föllum Jóns Skaftasonar, 4. þingm. Reykja- neskjördæmis, sem dvelur erlendis. Undir- ritaði Valtýr eiðstafinn á fundi í Sameinuðu þingi laugardaginn 19. nóvember s. 1. Sovét-skrítlur. í gamansögum þeim, sem berast frá Sovét- ríkjunum, er þrásinnis eins mikið af raun- verulegum sannleika eins og af gamansemi og hugmyndaflugi. — Ein sagan er á þessa leið: Gömul kona og fátæk kom stafrandi eftir götu í Leningrad, kengbogin undir þungri byrði. Vingjarnlegur strætisvagnsstjóri kallar til hennar og segir: „Heyrðu, Babúshka mín, hoppaðu upp í;“ og stöðvar um leið vagn sinn. — „Nei, þakka þér annars fyrir,“ tautaði hún. „Ég þarf að flýta mér!“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.