Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1960, Page 31

Faxi - 01.12.1960, Page 31
F A X I 175 ferSamann og taka heldur dauft í það. En hún sótti þeim mun fastar á, og varð það úr, að henni var leyfð samfylgd. Þurftum við ekki að sjá eftir því. Hún hélt okkur ekkert niðri. Við gistum á Vatnsleysu- ströndinni um nóttina, en um morguninn var sú gamla komin eldsnemma til þess staðar, er við höfðum talaö um að hittast. Hún fylgdist með okkur suður á Njarðvík- urfitjar. Er þangað kom, var farið að halla degi og skildi hún þar við okkur og hélt ein til Hafna, þó yfir vegleysur væri að fara og komið undir kvöld. Sýndi hún þar með, að hún hafði fyrr í fæturna stig- ið, enda mikil kona að öllu leyti. Þessi kona átti eftir að verða á vegi mínum sið- ar, og kem ég að því seinna. Héldum við nú til Keflavíkur. Hafði ég þar aldrei áður komið. Ekki varð við- staðan löng í þetta sinn, komum aðeins til Guðmundar Helga, og þar tóku þeir farangur sinn, sem komiö höfðu honum með skipi hans frá Hafnarfirði. Mig minn- ir, að við höfum drukkið hjá honum kaffi. Héldum við svo sem leið liggur út í Garð, en á leið okkar þangað komum við einhverra hluta vegna við í Leiru. Þar komum við í hús, sem hét Hrúöurnes. Þar var okkur boðið upp á loft til að drekka kaffi. Þáðum við það. Niður undan stiga- gatinu var eldhúsið. Þannig hittist á, að ég sat næstur uppgöngunni Heyri ég, að þarna eru fjörugar og kátar stúlkur, ásamt húsmóðurinni, og eru að tala um, að gam- an væri nú að setja á okkur öskupoka. — Hafði þá verið öskudagurinn, án þess við myndum það, svo ég beygi mig ofan í stigagatið og segi: „Blessaðar hafið þið þá ekki mjög þunga, við erum orðnir svo þreyttir.“ Allir urðu vitlausir af hlátri, og þegar stúlkurnar svo komu með kaffið, voru þær feimnar, og ekki minnkaði hláturinn við það. En svo held ég að þær hafi hlegið líka með okkur. Var nú lagt upp í síðasta áfangann út að Gerðum. Er við komum þar í hlað, var farið að koma mér á framfæri við forstjóra fyrirtækisins, sem var GuÖmundur Þórð- arson, mesta ágætismann. Hann segir mér, að flestir formenn sínir muni vera búnir að ráða háseta á skip sín, en það sé nóg að gera samt við fiskinn í landi .Varö ég því einn af hinum svokölluðu landmönn- um. Þó atvikaöist það svo, að ég reri nokkuð oft, ekki sízt er kom fram á ver- tíðina, því formennirnir máttu ganga í landmannahópinn og taka þá til að róa, ef einhver hásetanna var veikur, sem kom nokkuð oft fyrir, ef gæftir voru góðar. Eg reri mest hjá sama manni, sem hét Þorfinnur. Ekki man ég nú hvers son hann var, en ég held, að ég hafi aldrei séð mann leggja út ári, sem róið hefur eins mikið og fallega. Þarna í Glaumbæ, svo var verustaður okkar kallaður, var oft glatt á hjalla, enda voru þarna á sama loftinu milli 60 og 70 manns, í fjórum herbergjum. Voru stigar upp á loftið, einn fyrir hver tvö herbergi. Ekki var þiljað í sundur,nema upp að sperrunum, svo að auðveldlega heyrðist á milli. Ekki man ég eftir nema hinu bezta samkomulagi milli allra. Þarna voru þó sennilega menn úr flestum sýslum lands- ins. Þarna voru engir áberandi menn í í þjóðfélaginu, utan einn, sem allra manna lengst er búinn að vera alþingismaÖur, sem sé Pétur Ottesen, sem var af öllum álitinn alveg sérstakt prúðmenni. Mér leið yfirleitt vel í Gerðum. Þótt sumir létu sem þeir væru ekki ánægðir með fæðið, þá þreifst ég vel, því enginn ætlaði að þekkja mig aftur, þegar ég kom heim um vorið, svo hafði mér farið fram. Þrjár stúlkur þvoðu af okkur og suðu soðningu og graut og löguðu kaffi, en rúgbrauð, íslenzkt smjör og kæfu urðum við að sækja í verzlunina, en af því gátum við fengið eins og við vildum. Það þurfti líka oft að sækja brauð til Keflavíkur, ef „transport-dallinum" Njáli gaf ekki milli Reykjavíkur og Garðs. Var þá tekinn heill hópur af landmannaflokknum og sendur til Keflavíkur í þessum erindagerðum. Var þá stundum vond færð, aur og bleyta í mjóalegg og enginn vegur að heitið gæti. Einu sinni man ég, að mikið lá við að sækja brauð. Þá var ég sendur með reið- hest Guðmundar Þórðarsonar og átti að láta á hann 30 brauð. Sjálfur átti ég að bera fimm. Ekki mátti ég ríða hestinum inn eftir, þótt hann væri laus. En ég held, að ég hafi varla verið kominn í hvarf, þegar ég var seztur ofan á reiðinginn og skeiðreið til Keflavíkur. Batt ég hestinn við „bakaríis“-tröppurnar meðan ég sótti inn brauöin. Þegar ég kom út, hafði hest- urinn fælzt og var búinn að kippa upp tröppunum í annan endann, en var fastur samt og ólmur. Eg dríf á hann brauðin í snatri og fer, gat enga grein gert fyrir spjöllunum á tröppunum. Þótt ég ætti seinna eftir að kynnast eig- endum hússins, hafði ég þá gleymt þessu, þó það rifjist upp fyrir mér nú. Ég hef margra skemmtilegra stráka að minnast frá þessari einu vertíð minni í Gerðum, þótt liðin séu 52 ár síðan. Þann vetur kom ég eitt sinn til Sandgerðis. Frá þeim tíma man ég aðeins eftir einu húsi, húsi Einars Sveinbjörnssonar. Ég kom þar fyrir tveimur árum, og þá er þetta orðinn stærðarbær. Svona breytist allt. Vorið, sem ég fór frá Gerðum, var ég svo heppinn, ásamt fleirum, að komast með áðurnefndum Njáli inn í Hafnar- fjörð, og þótti það nú heldur betra en að ganga. Nú sem við tveir félagar frá vetr- inum, báðir ókunnugir í Hafnarfirði, ætl- um að ganga eitthvað upp í bæinn, á með- an við bíöum eftir samferðafólkinu, rek- umst við þá ekki á gömlu samferðakon- una okkar. Mun ég seint gleyma þeim fögnuði, sem virtist grípa þessa konu, yfir að geta nú tekiö á móti okkur. Sagðist hún að vísu hafa verið á leið til kirkju, en hélt nú að hún hætti við það. Og er ég viss um, að hún tók fram allt það bezta, sem hún átti, til að gera okkur gott. Svona var dyggðin og tryggðin hjá þessu gamla fólki á þeim árum, hvað lítið sem því var gott gert. Og þó höfðum við ekkert fyrir hana gert, nema að lofa henni að labba með okkur á þessari ferð okkar til Suður- nesja. Færi betur, að þessi dyggð úreltist ekki hjá hinni ungu kynslóð. Ég er nú ekki að segja fleiri svona ævin- týri, þó ég gæti það. Þá var þessari fyrstu vertíð minni lokið. Fór ég þá til heimilis míns austur í Rang- árvallasýslu og var þar fram á næsta vetur, er ég fór að hugsa til næstu Suðurnesja- ferðar. Þegar kom fram á veturinn skrif- aði ég Guðmundi í Gerðum og falaðist eftir „plássi“ næstu vertíð. Eftir jól fékk ég bréf frá Jóni nokkrum Sigurðssyni, er segist hafa fengið umboð Guðmundar til að svara bréfi mínu, því að Guðmundur sé hættur hjá félaginu. Segir hann, að ég sé ráðinn og eigi ég að róa sem háseti. Hugsaöi ég nú gott til suðurferðar, enda liðið að þeim tíma, er ég skildi leggja af stað. Gekk ég svo suður í Garð, eins og veturinn áður. Er þangað kom, var auð- vitað mitt fyrsta verk að ganga á fund þessa Jóns Sigurðssonar og tilkynna honum komu mína, en þá þvertekur hann fyrir, að ég sé þar ráðinn og spyr, hver hafi ráðið mig. Segi ég, að það hafi hann sjálf- ur gert og dreg þar með upp úr vasa mín- um bréf það, er hann hafði ritað mér. Kemur þá dálítið á hann, en svo kannast hann við að þetta sé rétt, en segist hins

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.