Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1960, Side 36

Faxi - 01.12.1960, Side 36
180 F A X I P A 'y | Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- ■" M A. I stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN REYR PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. — Auglýsingastjóri: GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 15.00. — Alþýðuprentsm. h.f. V----------------------------------------------------------------------------------------------- Úr gömlum annól allra beztu menn, enda munu lýsingar Mörtu Valgerðar Jónsdóttur í Faxa af fólki úr Keflavík standast fullkomlega. Hef ég mikið gaman af að lesa þær og þar fræðist ég um margt, sem ég vissi ekki áður. Keflavík er orðin mikið breytt frá því er ég dvaldi þar. Er það aðallega fólgið í hinum miklu íbúðarhúsabyggingum, er stafar af þeim mikla fólksfjölda;, sem þangað hefur flutzt. En það er eitt, sem mér finnst stór ljóður á. Það er, að ekki skuli vera byggð höfn innan sjálfrar Keflavíkur. Það er eins og öll útgerð hafi horfið úr Keflavík. Það sést ekki svo mikið sem smá-bátskolla innan gömlu hafnarinnar. Það hefði óneitanlega prýtt staðinn mikið, ef allur bátaflotinn hefði verið þar í myndarlegri höfn. En hér mun ég sennilega tala af vanþekkingu. I fyrsta lagi hefði slík höfn kostað offjár, sem e. t. v. hefði orðið bæjarfélaginu ofviða og í öðru lagi á bærinn sjálfsagt engar lóðir, sem liggja að höfninni, og er það mikill galli, ef svo er. Að svo mæltu, mun ég slávbotninn í þessi skrif. Nóg mun komið af svo góðu. Bið ég þá, er lesa, að fyrirgefa. Þetta er nefnilega ekki nútíma-lærður maður, sem skrifar. Hef ekki svo mikið sem verið í barnaskóla. Eg mun halda áfram að koma til Kefla- víkur, ef heilsa mín leyfir, því alltaf er nóg af góðu, sem dregur mig þangað. Ég hef iðulega verið í sumarfríi hjá dóttur heiðurshjónanna, sem ég var lengst hjá, Severínu Högnadóttur, og manni hennar, Olafi Bjarnasyni. Og nú fyrir nokkru er flutt til Keflavíkur mitt ágætasta mága- fólk, Gústaf Anderssen og kona hans, Sveinlaug Halldórsdóttir, sem er systir konu minnar, Guðríðar, svo að mér er ekki í kot vísað. Að lokum þetta: Margir segja við mig, er ég er að halda með Keflavík: „Það er ekki hægt að vera í Keflavík. Þar er svo ljótt.“ Verður mér þá á að segja: „Hvernig ætlið þið að búa í ört vaxandi bæ, þar sem venjulegast sést aðeins út í næsta hús, nema búið sé í einhverjum turnum, sem upp úr standa?“ En viðurkennt skal það, að næsta nágrenni Keflavíkur er bæði grýtt og gróðurlítið og er það víðar svo. Þannig var það einnig í kringum Reykjavík. En gangi maður út á Hólmsberg, upp í heiði eða inn á Vatnsnes, í góðu veðri, er virki- lega fallegur fjallahringur þaðan að sjá. Skrifað í september 1960. Helgi Jónsson. Eftir handriti af óprentuðum annál í i Eandsbó\asafninu eftir síra Eyjólf Jóns- son lcerða á Völlum í Svarfaðardal (f 1745). S\rifað upp úr Þjóðólfi. 1685. 9. Martii (eftir gamla stíl), sem var Góuþrællinn, kom hræðilegt veður af útsuðri, snögglega úr góðviðri, er mörgum mönnum varð að bana. 7 skipstapar á Stafnesi, drukknuðu 58 menn, hið (8?) skipið þaðan gat hleypt inn í Hamar- sund og bjargaðist við það. Flestir menn, þeir er á þessum skipum létust, voru norðan um land, og margir hverjir færir. Nóttina og daginn eftir rak upp menn á Skaga, og þar nærri 41 af þeim er týnzt höfðu. Voru þeir allir færðir til Utskála- kirkju í Garði, og grafnir þar í almenn- ingi að kórbaki. Næsta dag, sem var mið- vikudagur annar í föstu, 1 skiptapi á Gufu- skálum, drukknuðu 6 menn, 1 skiptapi í Njarðvík, drukknuðu 4 menn, 1 skip- tapi á Eyrarbakka, drukknuðu 9 menn, 4 skiptapar í Vestmannaeyjum, drukknuðu 50 menn. Létust svo alls í því eina veðri á sjó, 132 menn. Um manntjónið árið 1700 segir svo í sama annál: „8. Mardi, föstudaginn síð- astan í Góu, snemma dags, kom úr góðu veðri hastarlegt og hroðalegt stormviðri af útsuðri, með öskufjúki, svo engri skepnu mátti vært segjast utan húsa. Varð þá mikill mannskaði suður um Nes. 3 skip- tapar í Grindavík, 2 áttæringar og 1 sex- æringur, drukknuðu 26 menn. 4. áttæring- ur brotnaði þar í lendingu, komust af menn allir, nema kaupmannspilturinn, er þar var á, 2 skiptapar á Stafnesi, tíæringur og sexmannafar, drukknuðu 18 menn, 2 menn tók út af áttæringi frá Býjaskerjum. Bátstapi í Garði, drukknuðu 2 menn, í Leiru 2, sinn af hvoru skipi, 3 bátstapar á Vatnsleysuströnd, drukknuðu 6 menn, 7 bátstapar í Hraunum og á Alptanesi, drukknuðu 14 menn. 12 skiptapar á Sel- tjarnarnesi, 9 sexmannafara og 3 tveggja- mannafara, drukknuðu 43 menn. 6 skip- tapar fyrir Jökli, drukknuðu 22 menn. Fórust svo alls í þessum eina byl 136 menn. Ekki varaði þetta veður mikið yfir eykt“ ( þ. e. 3. kl.stundir). Alls drukknuðu syðra á þessum vetri 153 menn, að vitni séra Eyjólfs, sem þessu var manna kunnugastur, því að faðir hans, Jón varalögmaður Eyjólfsson, bjó þá í Nesi við Seltjörn og séra Eyjólfur, þá þrítugur að aldri, og hefur haft af þessu sannar sagnir, þótt ekki væri hann það ár syðra. Arið 1685, þegar fyrra manntjónið varð, þá var prestur á Utskálum séra Þorleifur Kláusson, frá 1650—1699, 49 ár á staðn- um (öll embættisár hans). Arið 1700, þegar síðara manntjónið varð, var séra Gísli Jónsson prestur á Útskálum, frá 1699—1710. 11 ár prestur á staðnum. Suðurnesjamenn! Úrval af amerískum baðherbergisskápum. í HÁALEITI S.F. - Byggingarvöruverzlun Hafnargötu 90 — Sími 1990

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.