Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1960, Page 37

Faxi - 01.12.1960, Page 37
F A X I 181 Nætur- og helgidagalæknar í Keflavíkur- hcraði í desember 19G0 og janúar 19G1. 19. des. Kjartan Ólafsson. 20. des. Arnbjörn Ólafsson. 21. des. Björn Sigurðsson. 22. desember Guðjón Klemenzson. 23. desember Jón Jóhannsson. 24. -25. des. Kjartan Ólafsson. 26. des. Arnbjörn Ólafsson. 27. des. Björn Sigurðsson. 28. des. Guðjón Klemenzson. 29. des. Jón Jóhannsson. 30. des. Kjartan Ólafsson. 31. des. 1960—1. jan. 1961 Arnbjörn Ólafsson. 2. jan. Björn Sigurðsson. 3. jan. Guðjón Klemenzson. 4. jan. Jón Jóhannsson. 5. jan. Kjartan Ólafsson. 6. jan. Arnbjörn Ólafsson. 7. —8. jan. Björn Sigurðsson. 9. jan. Guðjón Klemenzson. 10. jan. Jón Jóhannsson. 11. jan. Kjartan Ólafsson. 12. jan. Arnbjörn Ólafsson. 13. jan. Björn Sigurðsson. 14. —15. jan. Guðjón Klemenzson. 16. jan. Jón Jóhannsson. 17. jan. Kjartan Ólafsson. 18. jan. Arnbjörn Ólafsson. 19. jan. Björn Sigurðsson. 20. jan. Guðjón Klemenzson. 21. —22. jan. Jón Jóhannsson. 23. jan. Kjartan Ólafsson. Héraðsbúar eru beðnir að leggja sér vel á minni, að næturvaktir hefjast á virkum dög- um kl. 6 að kvöldi og enda kl. 8 að morgni næsta dags. Á laugardögum hefjast nætur- vaktirnar kl. 1 e. h. og er þá sami læknir venjulega á vakt til kl. 8 á mánudagsmorgni. Á þriðjudögum kl. 9-—10 hefur héraðslækn- ir sértíma fyrir allar ónæmisaðgerðir. Sími hans er 1700. Vélskipið Hclga sökk. Aðfaranótt föstudagsins 25. nóv. sökk vél- skipið Helga frá Rvik sunnan við Reykja— nes. Helga var á síldveiðum með hringnót og voru skipverjar nýlega búnir að háfa inn rúmlega 600 tunnur. Austan kaldi var á og nkokur ylgja í sjó. Var skipið lagt á stað til hafnar með síldarfarminn, er því hvolfdi. Bar slysið að með skjótum hætti, er skipið var statt 4—6 sjómílur suður- af Reykjanesi. — Ahöfnin, 10 manns, bjargaðist í gúmmíbát og varð hún að hírast í bátnum 1—2 klst., eða þar til þýzki togarinn Weber frá Bremer- haven tók þá upp og flutti til Reykjavíkur. Frá því að skipverjar urðu varir við að halli var að koma á bátinn, sem skipstjórinn, Ár- mann Friðriksson, álítur að geti hafa stafað af því að síldin hafi runnið til í lestinni, og þar til báturinn sökk, munu aðeins hafa liðið um 15 mínútur, enda höfðu skipverjar ekki ráðrúm til neins annars en að forða sér í gúmmíbátinn. Voru þó allir ofan þilja, nema matsveinninn, sem svaf niðri. Komst hann namulega og fáklæddur í bátinn. Má af þessu slysi marka, hve oft er skammt milli lífs og dauða hjá sjómönnum og því lífsnauðsyn, að hið ágæta björgunartæki, gúmmíbáturinn, sé til staðar í hverju skipi og að um það sé stöðugt hugsað, að allt sem honum viðkemur sé í góðu lagi. Átthagafélag Sléttuhrepps. Átthagafélag Sléttuhrepps hefur gefið út smekkleg jólakort, sem það hyggst selja nú fyrir jólin til styrktar söguskráningu Sléttu- hrepps. Er hér um fjórar mismunandi gerðir af kortum að ræða, sem öll eru skreytt svip- miklum myndum úr hinu stórbrotna lands- lagi Hornstranda. Meðfylgjandi vísur hefur Sigmundur Guðnason ort fyrir þessa útgáfu, en hann er Hornstrendingur að ætt og upp- runa. Hin eydda byggð er ekki gleymd, sem áður veitti skjólin, við höfum enn í hjarta geymd hlýju bernskujólin. Þó að streymi elfa’ að ós og eyðist heilsustyrkur, við greinum enn hin gömlu ljós gegnum tímans myrkur. Eru Hornstrendingar og aðrir áhugamenn um söguskráningu þessa byggðarlags vinsam- lega beðnir að styrkja málefnið með því að kaupa kortin, sem eru til sölu hjá Sigurði Sturlusyni, Austurgötu 22, Keflavík, sími 1393. Hafnar framkvæmdir við Suðurnesjaveg. Hafnar eru nú framkvæmdir á hinum nýja fyrirhugaða Suðurnesjavegi, sem hér var lítils- háttar minnzt á í tveim síðustu blöðum. — Föstudaginn 25. nóvember bauð vegamála- stjóri, Sigurður Jóhannsson, fréttamönnum útvarps og blaða að skoða byrjunarfram- kvæmdir við þennan nýja veg, sem nú eru nýskeð hafnar í Kapelluhrauni sunnan Hafn- arfjarðar. Skýrði hann frá mælingum, er gerðar hafa verið og rannsókn á umferðar- þunga um Suðurnesjaveg. þá gaf hann lýs- ingu á þeim hluta vegarins, sem lokið er að mæla fyrir. Ennfremur sagði vegamálastjóri: — Við athugun, sem gerð var 1955, á umferð um Hafnarfjarðar- og Suðurnesjaveg, mæld- ist umferðin um Fossvog 5125 bílar á dag, um Kópavog 2600 og um Kapelluhraun 730. Með- altal umferðarinnar í júlí—okt. 1960 reyndist á sömu stöðum sem hér segir: Um Fossvog 10630 bílar á dag, um Kópavog 5250 og um Kapelluhraun 1055. Á Hafnarfjarðarvegi hef- ur umferðin því tvöfaldazt, en á Suðumesja- vegi hefur hún að tiltölu aukizt mun minna. Þá gat vegamálastjóri þess, að hinn nýi vegur mundi hafa meiri afkastagetu en Hafnarfjarð- arvegur hefur nú og mætti umferðin því meira en tífaldast. Akreinar vegarins verða tvær og steypa þarf hann frá Engidal að bæjarmörkum Kefla- víkur, sem eru alls 38 km. og í það fara um 22 þús. lestir af sementi, sem lætur nærri að vera fimmti hluti af ársframleiðslu íslenzku sementsverksmiðjunnar, miðað við núverandi afköst hennar. Að áætlunargerð og mæling- um vegarins vinnur, auk vegamálastjóra, Sig- urður Markússon verkfræðingur. — Dagleg verkstjórn er í höndum Björns Jóhannssonar vegaverkstjóra Suðurnesja. Að mælingum þessa verks, kvað vegamála- stjóri ennfremur, hafa verið unnið á síðast- liðnu sumri. Vegarstæðið er nú ákveðið frá Hafnarfirði suður fyrir Hvassahraun. Á Hval- eyri, sunnan Hafnarfjarðar, tengist þessi væntanlegi vegur við áður byggðan veg ofan Hafnarfjarðar. Frá Hvaleyrarholti og suður undir Hvassahraun liggur veglínan norðan núverandi vegar. Ákvarðast val vegstæðisins á þessum kafla fyrst og fremst af því sjónar- miði, að vegurinn komi ekki í bága við hugs- anlega flugvallarbyggingu í Kapelluhrauni. Samkvæmt þeim mælingum og teikningum, er fyrir liggja, á vegurinn til Keflavíkur að geta stytzt um tæpa 2 km. Breidd vegarins verður 11,50 m. að ofan, steypt akbraut 7,50 m. á breidd og 2 m. breiðir vegkantar hvoru megin. Beygjur verða allar mjög rúmar og allt miðast við, að óhætt sé að aka með 80— 100 km. hraða á klst. Áætlun um kostnað við þessar framkvæmdir liggur enn ekki fyrir, enda er undirbúningsmælingum ekki lokið að fullu. Skautasvell á íþróttavellinum. Að tilhlutan bæjarins og undir verkstjórn bæjarverkstjórans, Árna Þorsteinssonar, var í fyrstu frostum þessa veðurmilda vetrar, sem ekki gerðu þó vart við sig fyrr en eftir 20. nóvember, sprautað vatni á íþróttavöllinn í Keflavík og búið þar til hið æskilegasta skautasvell fyrir unga fólkið, sem notfærði sér þessa hugulsemi bæjarins dyggilega.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.