Faxi - 01.12.1960, Síða 43
F A X I
187
Hvernig er ástatt í barna- og
unglingamálum okkar?
Mjög hafa afbrot unglinga og fullorð-
inna verið umræðuefni Keflvíkinga und-
anfarið. Eg mun hér á eftir m. a. leitast við
að útskýra, hverjar séu höfuðorsakir af-
brota unglinga og hugsanlegar leiðir til
úrbóta.
Eg vil þegar í upphafi þessarar greinar
vekja athygli á þeirri hörmulegu stað-
reynd, að Keflvíkingar eru nú algerlega í
sérflokki varðandi afbrot unglinga og full-
orðinna, sé miðað við hliðstæða kaupstaði
annars staðar á landinu. Þessi staðreynd
verður ekki umflúin, því skora ég á alla
Keflvíkinga og aðra Suðurnesjamenn, sem
aðstöðu hafa til að vinna að þessum mál-
um, að gera það eftir beztu getu.
Margur spyr: Hvað er hægt að gera til
að binda endi á þetta ófremdarástand ?
I þesusm efnum verðum við að gera
okkur ljósar orsakir, eðli og tilgang af-
brotanna. An þess er vart hægt að vænta
árangurs, því hér verðum við að fram-
kvæma raunhæfa sjúkdómsgreiningu.
Þau afbrot, sem oftast koma fyrir hér í
kaupstaðnum eru innbrot í verzlanir og
bifreiðir, brot á áfengislöggjöfinni, brot á
lögreglusamþykkt Keflavíkur, varðandi
barnavernd og umferðarlagabrot.
Af hverju brjótast unglingar inn og
stela ?
Mjög margar orsakir liggja til þessa, en
samkvæmt athugunum, sem ég hef gert,
er oft mjög erfitt að ákvarða, hvað raun-
verulega varð til þess, að fyrsta sporið var
stigið inn á braut afbrotanna, en algengust
eru þessi:
1. Lélegt uppeldi.
2. Slæmur félagsskapur.
3. Vanþroski og rótleysi.
4. Vanmat á peningum og verðmætum.
5. Oregla.
Uppeldismálin eru og verða ávallt mjög
umdeild, og ætla ég mér ekki út á þann
hála ís, að ræða þau mál hér. Eg vil þó
benda á, að framtíð hverrar þjóðar er háð
því meira en nokkuð annað, hvernig upp-
eldi æskunnar tekst til. Eins er hverjum
bæ lífsnauðsyn að varðveita og vernda
menningu æskunnar. Eg mun ekki ræða
uppeldismál í þessari grein, en vil hérmeð
beina eftirtöldum spurningum til foreldra
og vænti þess eindregið, að þær verði tekn-
ar til alvarlegrar íhugunar:
1. Ræða börnin vanda- og einkamál sín
við ykkur? Ef svo er ekki, hvar leita þau
ráðlegginga og hver er þeirra ráðgjafi?
2. Er breytni ykkar í samræmi við þau
grundvallaratriði, sem þarf til að ala upp
nýtan borgara?
3. Er framkoma ykkar gagnvart náung-
anum eins og þið óskið eftir að börnin
ykkar breyti gagnvart félögum sínum?
4. Hefur gildi peninganna og annarra
verðmæta á heimili ykkar verið nægjan-
lega útskýrt fyrir börnunum?
5. Er áfengisbölið nægjanlega skýrt fyrir
börnum og unglingum?
6. Hvernig eru þjóðfélagsvandamálin
rædd á heimili ykkar? Er ástæða til, að
börnin missi tiltrú og traust á lífinu af
þeim sökum?
Mín skoðun er sú, að við hugleiðum ekki
nærri nógu oft framangreind vandamál.
Eg er þess fullviss, að um ókomna fram-
tíð, eins og hingað til, verður heimilið
traustasti grundvöllur uppeldisins, enda
hefur uppeldi barnanna þroskandi áhrif
á skaphöfn foreldranna.
Af hverju lögbrot eru tíðari hér í Kefla-
vík en annars staðar, er erfitt að gefa full-
nægjandi svör við. En ég vil geta þess, að
ekki tel ég keflvíska foreldra verri á einn
eða annan hátt en foreldra annarra byggð-
arlaga, nema síður sé.
Ég álít, að vaxandi áfengisdrykkja ungl-
inga sé ein meginorsök þessa afbrotafar-
aldurs. Það er staðreynd, að mikið af ungl-
ingum hér á Suðurnesjum, undir og um
fermingu, neyta áfengis. Og peningar til
áfengiskaupa og skemmtana hafa oft ver-
ið höfuðorsök til afbrota.
Hvar fá unglingarnir áfengið? kann
einhver að spyrja. Ekki er þeim selt það
í áfengisverzlun ríkisins. Ekki er vitað til
þess, að fullorðnir kaupi áfengið fyrir
unglingana. Hverjir eru þeir þá, sem leyfa
sér að selja börnum undir fermingu
áfengi? Getur það verið, að til séu feður,
sem stunda leigubifreiðaakstur, sem m. a.
fremja slíkan glæp?
Þetta verður að rannsaka strax, því að
það verður ekki þolað deginum lengur, að
hver unglingurinn á fætur öðrum verði
slíkum skaðræðisöflum að bráð.
Því skora ég á bæjarfógetann í Kefla-
vík að hefjast handa nú þegar í þessum
efnum og láta einskis ófreistað til að
stöðva þennan vágest.
Hvar drekka börnin áfengið?
Svörin, sem ég hef fengið í þeim efnum,
eru yfirleitt þau, hjá þeim sem reka sam-
komuhúsin, að áfengisneyzla sé ekki við-
höfð á dansleikjum. Bifreiðastjórar segja,
að ekki séu mikil brögð að því að drukkið
sé í hifreiðum þeirra. Ekki neyta þau
áfengis á heimilunum.
Ég vil benda öllum þessum aðilum á, að
við leysum aldrei vandamál unglinganna
með slíkum rökum. Við getum ekki með-
höndlað okkar helgustu mál eins og um
sé að ræða ómerk dægurmál. Því beini ég
þessum tilmælum til samkomuhúsanna:
Farið nákvæmlega að eins og fyrir ykkur
er lagt, leyfið ekki unglingum undir 16
ára aldri að fara inn á dansleiki og fram-
fylgið áfengislöggjöfinni varðandi bann á
áfengisneyzlu í húsum ykkar.
Hvernig getið þið kvenfélagskonur og
ungmennafélagar réttlætt, að samkomuhús
ykkar séu notuð til að skemma ykkar eig-
in börn ? Leigubifreiðastjórar, sýnið í verki,
að starf ykkar sé nauðsynleg þjónusta við
borgarana, en ekki að borgurunum stafi
hætta og skaði að starfsemi ykkar. Leið-
beinið þeim unglingum, sem sækjast eftir
að eyða peningum í ónauðsynlegar öku-
ferðir og forðizt, að bifreiðar ykkar geti
orðið þeim dvalarstaður til ósæmilegra at-
hafna.
Þá verður því ekki á móti mælt, að dvöl
varnarliðsins á Keflavikurflugvelli hefur
haft í för með sér skaðvænleg áhrif á ungl-
ingana og þó sennilega ekki síður á þá
fullorðnu. Liggja margar orsakir til þess-
ara áhrifa, m. a. tollfríðindi varnarliðsins
á öllum vörum, sem fluttar eru til lands-
ins á þeirra vegum og einnig vörzlu- og
skeytingarleysi varnarliðsins með eignir
sínar. Þessi tvö vandamál hafa mjög kom-
ið við sögu Suðurnesjamanna og hvers-
konar lögbrot í þessum efnum verið dag-
legir viðburðir undanfarin ár. Lögbrot á
Keflavíkurflugvelli hafa skoðazt í augum
margra Suðurnesjamanna mun saklausari
en ef þau væru unnin annars staðar á
landinu. Víða hér í Keflavík er mér kunn-
ugt um, að umræður um slík afbrot sem
smygl, séu réttlætt í áheyrn barna og ungl-
inga. Ég tel, að foreldrar geti varla á
óheppilegri hátt vanvirt lögin og örugg-