Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1960, Page 45

Faxi - 01.12.1960, Page 45
F A X I 189 lega hljóta börnin að vanmeta og mis- skilja þau lög, sem foreldrar þeirra fótum troða. Næstum daglega er ég spurður að, hvað við getum gert fyrir börnin og ungling- ana. Þegar vébönd heimilisins bresta í uppeldismálum og viðkomandi aðilar fá litlu sem engu áorkað, hvað getum við þá gert? Ég tel mig ekki færan um að svara þessu, en vil benda á raunhæfustu leiðina, sem farin hefur verið í nágranna- löndum okkar. Það kom í ljós hjá þeim eins og okkur, að vandamál barna og unglinga urðu að leysast á þeim stöðum, þar sem þau dvöldu að staðaldri. Ná- grannaþjóðir okkar hafa að verulegu leyti leyst þessi vandamál með því að byggja félags- og tómstundaheimili með mjög fullkomnum útbúnaði, þannig, að slík heimili yrðu fullkomlega samkeppnisfær við almenna skemmtistaði. Slík félags- og tómstundaheimili erlendis eru yfirleitt rekin fyrir fé hins opinbera, því óneitan- lega er meiri hætta á, að peningasýkillinn nái yfirhöndinni, ef einstaklingar önnuð- ust rekstur á slíkum húsum. Ég er þess fullviss, að slík uppeldismiðstöð myndi stórauka menningu æskunnar hér, eins og í nágrannalöndum okkar, því hér býr, þrátt fyrir allt, dugmikil og framfarasinn- uð æska. Hér er ekki átt við félagsheimili eins og þau, sem byggð hafa verið víðs- vegar um landið á undanförnum árum, enda tel ég rekstur slíkra félagsheimila til skaða og skammar fyrir þjóðfélagið í heild. Kristján Pétursson. Útsölumaður Faxa í Garði og Lciru, Sigurður Magnússon frá Valbraut, sendi blaðinu þessar hauststökur núna á dögunum: KRISTINN REYR PETURSSON: SANDVÍKUR Straumur aldanna stökkti sprekum og stórviðum hingað á land. Höldar komu á húðarjálkum og hurfu með sprekin á brott. Stórflóð hrifsuðu staka bjálka, en ströndin gróf kjörviði í sand. — Upp með sprekin frá aðfallinu, áfram með sprekin, hott, hott. (Úr Ijóðabókinni Sólgull í skýjum, 1950). Keflavík og nágrenni! Baðskinnur og harðplast Gardínustengur (rennibrautir) Gardínustengur (sundurdregnar) Assa útiskrár Útidyralamir Innidyralamir Té-lamir Blaðlamir Hilluvinklar Krómuð rör og fatahengi HÁALEITI S.F. - Byggingaryöruverzlun Hafnargötu 90 — Sími 1990 Síðasti sumardagur. Lá hér yfir land og höf, lýðinn mest að gleðja, sumarsblíðu bezta gjöf — blessuð nú að kveðja. Fyrsti vetrardagur. Þér vor drottinn þökk sé gjörð, því enn lengist gleðihagur. Heilsar landi, lýð og hjörð, ljúfur fyrsti vetrardagur. Njarðvíkingar! Nýr liður í þjónustunni. Höfum opnað útibú í biðskýli ;> Friðriks Magnússonar, Ytri-Njarðvík. ■; AÐALSTÖÐI N H.F. Sími 1515 — Keflavík

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.