Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1960, Page 67

Faxi - 01.12.1960, Page 67
F A X I 211 Listkynning í Keflavík Myndlistarkynning. Helgafellsútgáfan í Reykjavík og Bókabúð Keflavíkur efndu til myndlistarkynningar í Bíóihöllinni, laugardaginn 3. des. s. 1. kl. 5 og var aðgangur ókeypis. Björn Th. Björnsson, listfræðingur, flutti erindi um íslenzka málaralist á þessari öld og sýndi jafnframt litskuggamyndir af þeim 35 málverkaprentunum, sem Helgafellsútgáfan hefur þegar gefið út. Fyrirlestur Bjöms var sem vænta mátti með ágætum. Skilmerkilega rakin og framsett þró- unarsaga þeirrar svo til ungu, íslenzku list- greinar, sem bundin er blýanti og blaði, litum og lérefti. Glöggar svipmyndir, dregnar af lífi og kjör- um myndlistarmanna, allt frá Sigurði málara til þeirra yngstu, sem lagt hafa á brattann. Litskuggamyndirnar af málverkaprentun- unum tókst vel á sýningartjaldinu, og ófust prýðilega í fyrirlestur listfræðingsins. Ragnar Jónsson forstjóri Helgafells tjáði blaðinu, að þessi fyrsta myndlistarkynning útgáfunnar í formi fyrirlesturs og litskugga- mynda hefði tekizt svo vel, að hún yrði upp- tekin víðsvegar um iand eftir áramót. Allar málverkaprentanir Helgafells verða eftirleiðis til sýnis og sölu í Bókabúð Kefla- víkur. Myndin á forsíðunni Kútter Keflavík fyrir eða um síðustu alda- mót. Stýrimaður situr á borðstokknum. Þorsteinn Jónsson matreiðslumaður. Kristján Bjarnason skipstjóri. Jón Bergsveinsson netagerðarmaður. Einar Sigurðsson með svarta húfu. Einar Ámason neðstur. Ingvar Benediktsson, síðar skipstjóri með pípu, ber í nafnana. Guðmundur Magnússon við hlið Ingvars. Vilhjálmur Bjarnason ofan við og milli þeirra. Andrés Grímsson yzt til hægri efst við blokkina. Ekki er vitað um nöfn fleiri skipverja. Höfum fyrirliggjandi hinar vinsœlu SINGER saumavélar Nafnið Singer þekkja allir. Frá upphafi hefur Singer reynzt bezt. Enn í dag er Singer vandaðasta og trausthyggðasta vélin á markaðnum. Kostir Singer Auto- matico eru augljósir. — Vélinni fylgja fætur og 31 mynsturplata. Allt innifalið í verðinu. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. KAUPIÐ SINGER Verð: Singer Automatico............... kr. 9.405,00 — Einnig þrjár aðrar gerðir.... kr. 7.702,00 — kr. 6.352,00 — kr. 4.716,00 KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Vefnaðarvöru- og búsáhaldadeild.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.