Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 7

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 7
TÍMAMÓTAÁR Hitaveitu Suðumesja Starfsferill Hitaveitu Suðumesja spannar nú rúm 10 ár. Á þessu 10 ára tímabili hefur hitaveitan verið lögð í alla þétt- býliskjama Suðumesja. Framkvæmdasögunni má skipta niður á árin, þannig að hverju ári fylgir ákveðinn áfangi, sem í öllum tilfellum er merkur áfangi í sögu Suðumesjabyggða. Auk þess mun hvert einstakt byggðarlag minnast hans í sögu sinni. Síðustu ár hafa verið minni athafhaár þar sem öllum stærri áföngum er x raun lokið. Árið 1985 var sér í lagi lítið framkvæmdaár og mætti því vænta þess að það skipaði ekki stóran sess í sögu hitaveitunnar. Því er þó þannig varið, að ár- ið 1985 mun skipa sér í röð eftirminnilegustu ára í sögu fyrir- tækisins og markar það tímamót í sögu þess. M.a. vegna þess að árið 1985 er fyrsta árið sem H.S. skilar hagnaði, en hann var kr. 85.696.634,- og var þó búið að afskrifa með eðlilegum hætti kr. 129.051.113.- Avarp Hitaveitustjóra Ingólfs Aðalsteinssonar Með sameiningu rafveitna og hitaveitna á síðasta ári hafa Suð- urnesjamenn stigið skref, sem er það stórt, að til stórtíðinda má telja. Vegna eðli málsins er það svo að vandamál sameiningarinn- ar koma ílest niður á hitaveitunni, þar sem hún er stofninn í sameig- inlega fyrirtækinu, og tekur við starfsemi allra rafveitnanna og verður að samræma reksturinn. En hver eru þá helstu vandamál sameiningarinnar? Ffá undirskrift Hitaveitu Suður- nesja og Inaðarráðuneytisins. Sitj- undi: Steinþór Júlíusson, Sverrir Hermannsson. Standandi: Leifur Isaksson, Ingólfur Adalsteinsson, Gunnar Sveinsson, Benedikt Blönd- ai Eiríkur A/exanderson, Jóhann Einvardsson, Júlíus Jónsson, Ólafur Nilsson, Kristján Jónsson, Guð- mundur Malmquist, Halldór Krist- jánsson, Ólafúr G. Einarsson, Albert 'Vbcrtsson, Finnbogi Björnsson, Jón K. Ólafsson, Albert K. Sanders, Jón Gunnar Stefánsson, Páll Flygenring, ■drni í>. Árnason. Þau eru af mörgum toga, eins og að líkum lætur, þegar samræma þarf rekstur sjö fyrirtækja. I því sambandi skal á það bent: a) að starfsmenn rafveitnanna voru um tuttugu talsins og gerast þeir nú allflestir starfsmenn hitaveitunn- ar. Augljóst er að þeir hafa ekki allir notið samræmdra launa- kjara, en ekki verður hjá því kom- ist að samræmi ríki milli allra fyrrverandi starfsmanna rafveitn- anna, þegar þeir þyggja laun hjá sama fyrirtæki. Auk þess þarf að samræma kjör þeirra þeim kjör- um, sem eru ráðandi innan hita- veitunnar. Launamál verða þó að sjálf- sögðu ekki leyst nema í samræmi við launasamninga almennt, en það getur vissulega tekið úma að greiða úr öllum vandamálum sem þeim eru tengd. b) Með tuttugu manna fjölgun á starfsliði þarf að auka húsrými og tryggja eðlilega vinnuaðstöðu fyr- ir allan þann hóp. Húsnæðisvandi hitaveitunnar er að mestu leystur hvað húsrými varðar, en keypt hefur verið 700 m2 hús, sem er áfast aðaibyggingu hitaveitunnar, og hefir því verið breytt í skrifstofur og iager og er nú unnið af fuilum krafti að innréttingum og endurskipulagn- ingu húsnæðis með það markmið í huga að ná fram þeirri hagræð- ingu sem stefnt var að með sam- einingunni. En hver er sú hagræðing? Hér mun ég telja upp nokkur atriði, en langt er frá því að þar komi öii kurl til grafar. Fyrir sameiningu mun hitaveit- an hafa sent út um 5600 gjald- seðla fyrir notkun á heitu vatni, en gjaldseðlar rafmagns eru rúmir 6200 — þetta eru alls um 11 800 seðlar. í stað þess að senda þessa seðla út sitt í hvoru lagi eru þeir nú sameinaðir. Með sameiningunni er beinn sparnaður um 6000 seðlar, sem rnunu kosta í pappír og póstgjöld- um um 90.000 kr. á mánuði, þ.e. 1.080.000 kr. á ári. Auk þessarar upphæðar sparast mikið í vinnslu og innheimtukostnaði, þar sem sömu starfsmenn vinna samfleytt að vinnslu og tékkun allra gjald- seðlanna. Þá verður mikill sparn- aður í samræmdri innheimtu hitaveitu og rafmagns, sem þýðir minni skuldatöp og þar með lægri gjaldskrá. Umtalsverður sparn- aður á að fást með sameiginlegum innkaupum, en áður þurfti hver veita að liggja með ákveðið lág- mark varahluta, sem nú gæti í sumum tilfellum nýst sem full- nægjandi lager fyrir allt svæðið. Enn eitt skal talið, sem trúlega vegur þyngst til lækkunar á raf- orkuverði, en það eru sameiginleg raforkukaup með einum samtíma mældum afltoppi í stað margra. Þá er enn ógetið möguleika til hagkvæmari samkeyrslu raforku- veranna í Svartsengi. Af þessari upptalningu lokinni væri ef til vill æskilegt að líta nokkuð á þátt hitaveitunnar í við- FAXI 83

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.