Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 7

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 7
TIMAMOTAAR Hitaveitu Suðurnesja Starfisferill Hitaveitu Suðurnesja spannar nú rúm 10 ár. Á þessu 10 ára tímabili hefur hitaveitan verið lögð í alla þétt- býliskjarna Suðurnesja. Framkvæmdasögunni má skipta niður á árin, þannig að hverju ári fylgir ákveðinn áfangi, sem í öllum tilfellum er merkur áfangi í sögu Suðurnesjabyggða. Auk þess mun hvert einstakt byggðarlag minnast hans í sögu sinni. Síðustu ár hafa verið minni athamaár þar sem öllum stærri áföngum er í raun lokið. Árið 1985 var sér í lagi lítið framkvæmdaár og mætti því vænta þess að það skipaði ekki stóran sess í sögu hitaveitunnar. Því er þó þannig varið, að ár- ið 1985 mun skipa sér í röð eftirminnilegustu ára í sögu fyrir- tækisins og markar það tímamót í sögu þess. M.a. vegna þess að árið 1985 er fyrsta árið sem H.S. skilar hagnaði, en hann var kr. 85.696.634,- og var þó búið að afskrifa með eðlilegum hætti kr. 129.051.113.- Ávarp Hitaveitustjóra Ingólfs Aðalsteinssonar Með sameiningu rafveitna og hitaveitna á síðasta ári hafa Suð- urnesjamenn stigið skref, sem er það stórt, að til stórtíðinda má telja. Vegna eðli málsins er það svo að vandamál sameiningarinn- ar koma flest niður á hitaveitunni, þar sem hún er stofninn í sameig- inlega fyrirtækinu, og tekur við starfsemi allra rafveitnanna og verður að samræma reksturinn. En hver eru þá helstu vandamál sameiningarinnar? Frá undirskrift Hitaveitu Suður- nesja og Inaðarráðuneytisins. Sitj- andi: Steinþór Júlíusson, Sverrir Wermannsson. Standandi: Leifur Isaksson, Ingólfur Adaisteinsson, Gunnar Sveinsson, Benedikt Blönd- ah Eiríkur Alexanderson, Jóhann Einvarðsson, Júlíus Jónsson, Ólafur Nilsson, Kristján Jónsson, Guð- mundur Malmquist, Halldór Krist- jánsson, Ólafur G. Einarsson, Albert Albertsson, Finnbogi Björnsson, Jón K. Ólafsson, Albert K. Sanders, Jón Gunnar Stefánsson, Pdll Flygenring, Arni Þ. Árnason. Þau eru af mörgum toga, eins og að líkum lætur, þegar samræma þarf rekstur sjö fyrirtækja. I því sambandi skal á það bent: a) að starfsmenn rafveitnanna voru um tuttugu talsins og gerast þeir nú allflestir starfsmenn hitaveitunn- ar. Augljóst er að þeir hafa ekki allir notið samræmdra launa- kjara, en ekki verður hjá því kom- ist að samræmi ríki milli allra fyrrverandi starfsmanna rafveitn- anna, þegar þeir þyggja laun hjá sama fyrirtæki. Auk þess þarf að samræma kjör þeirra þeim kjör- um, sem eru ráðandi innan hita- veitunnar. Launamál verða þó að sjálf- sögðu ekki leyst nema í samræmi við launasamninga almennt, en það getur vissulega tekið tíma að greiða úr öllum vandamálum sem þeim eru tengd. b) Með tuttugu manna fjölgun á starfsliði þarf að auka húsrými og tryggja eðlilega vinnuaðstöðu fyr- ir allan þann hóp. Húsnæðisvandi hitaveitunnar er að mestu leystur hvað húsrými varðar, en keypt hefur verið 700 m2 hús, sem er áfast aðalbyggingu hitaveitunnar, og hefir því verið breytt í skrifstofur og lager og er nú unnið af fullum krafti að innréttingum og endurskipulagn- ingu húsnæðis með það markmið í huga að ná fram þeirri hagræð- ingu sem stefnt var að með sam- einingunni. En hver er sú hagræðing? Hér mun ég telja upp nokkur atriði, en langt er frá því að þar komi öll kurl til grafar. Fyrir sameiningu mun hitaveit- an hafa sent út um 5600 gjald- seðla fyrir notkun á heitu vatni, en gjaldseðlar rafmagns eru rúmir 6200 - þetta eru alls um 11 800 seðlar. I stað þess að senda þessa seðla út sitt í hvoru lagi eru þeir nú sameinaðir. Með sameiningunni er beinn sparnaður um 6000 seðlar, sem munu kosta í pappír og póstgjöld- um um 90.000 kr. á mánuði, þ.e. 1.080.000 kr. á ári. Auk þessarar upphæðar sparast mikið í vinnslu og innheimtukostnaði, þar sem sömu starfsmenn vinna samfleytt að vinnslu og tékkun allra gjald- seðlanna. Þá verður mikill sparn- aður í samræmdri innheimtu hitaveitu og rafmagns, sem þýðir minni skuldatöp og þar með lægri gjaldskrá. Umtalsverður sparn- aður á að fást með sameiginlegum innkaupum, en áður þurfti hver veita að liggja með ákveðið lág- mark varahluta, sem nú gæti í sumum tilfellum nýst sem full- nægjandi lager fyrir allt svæðið. Enn eitt skal talið, sem trúlega vegur þyngst til lækkunar á raf- orkuverði, en það eru sameiginleg raforkukaup með einum samtíma mældum afitoppi í stað margra. Þá er enn ógetið möguleika til hagkvæmari samkeyrslu raforku- veranna í Svartsengi. Af þessari upptalningu lokinni væri ef til vill æskilegt að líta nokkuð á þátt hitaveitunnar í við- FAXI 83

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.