Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 42

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 42
Matthías Hallmannsson: HA, SPRÚTT? JÁ, SPRÚTT Ef maður leggur höfuðið í bleyti þá vill ýmislegt koma upp á yfir- borðið, sem áður var gleymt svo árum og áratugum skipti, en var þó geymt eftir allt. í bókaflóðinu, fyrir jólin 1984, áskotnaðist mér bókin Aldaspeg- ill — átök milli stríða — eftir Elías Snæland Jónsson. Þar segir frá ýmsu, en smyglmál eru þar efst á baugi, enda hafa Islendingar verið mjög athafnasamir á því sviði sem og á öðrum sviðum. Ég man líka vel eftir smyglmáli því er var kennt við Marían og 'IVausta og kann tvö erindi úr kvæði sem ort var um það mál. Ég þekkti skipstjórann á Trausta, en hann var einnig vél- stjóri á bátnum. Við vorum skyld- ir og á tímabili einnig góðir vinir. Hann hét Ingimundur Nóvember. Á vetrarvertíðinni 1930 keypti hann alla ýsuna af Geir goða í Sandgerði, en ég hef minnst á það annars staðar í þessum þáttum mínum. Gafst mér þá oft færi á að tala um mál þessi við Nóvember, en um þetta leyti voru um 5—6 ár frá því atburðirnir gerðust, og því fennt í öll spor. Þá voru menn búnir að taka út sína hegningu og orðnir frjálsir á ný. Traustamenn stóðu ekki við þau loforð sem þeir höfðu gefið skips- höfninni á Marían, en loforðin voru þau að færa þeim eldsneyti, smurolíu á vélina, drykkjarvatn og kost, sem duga myndi til Fær- eyja. Vegna þess að Tfaustamenn stóðu ekki við gefin loforð þá varð skipstjórinn á Marían að leita til hafnar til þess að forða áhöfninni frá íjörtjóni. En þegar til Reykja- víkur kemur fer nú heldur að fær- ast líf í tuskurnar. Þetta mun hafa verið 24. október. Eitt af því sem varð Thmstamönnum að falli var að í lest Marían fannst trétunna undan olíu. Á botn tunnunnar var letrað með blákrít m/b Trausti. Tóku nú vötn að renna hratt að einum punkti og enn var það þeim TYaustamönnum til óhagræðis að skipstjórinn á Marían bar það, að sá sem virtist vera yfirmaður á bátnum hafi verið skaddaður á annarri hendi, hafi vantað fingur. Það var rétt. Nóvember hló oft dátt þegar hann minntist þessa atburðar. ,,Ef maður hefði sloppið, þá væri maður forríkur. Heldurðu að það væri munur? Líklega er þó best að það sé eins og það er, heilsugóður með nóg að gera,“ sagði hann oft. Það var ýmislegt sem mönnum þótti broslegt í þessu Marían máli. Eitt var að skipshöfn TVausta var sögð 3 menn en þeir voru 4. Við Garðmenn og Sand- gerðingar vissum hvað olli því, að einum var skotið undan, hann hafði sennilega ekki náð saka- aldri. Þessir 4 voru frá eftirtöldum stöðum; úr Garði, Sandgerði, Hafnarfirði og Reykjavík, einn frá hverjum stað. Á vetrarvertíðinni 1927 eða tveim árum eftir smyglmálið, var ég á bát frá Sandgerði. Þá kynntist ég tveim mönnum, sem sögðu að meira hefði verið drukkið í Sand- gerði á vetrarvertíðinni 1925 en menn myndu áður, enda gekk sú saga að skift hafi verið um inni- hald í einhverjum hluta brúsanna er geymdir voru undir leiksviðinu í samkomuhúsinu. Ein sagan var sú að nokkrir strákar úr Sand- gerði hefðu elt bílana og haft með sér fiskigogga og náð með þeim nokkrum brúsum af bílunum. Ekki veit ég hversu mikill sann- leikur var í þessu en þetta var talið satt á þeim árum. En nú var Marían og Ttausta málið til lykta leitt og komið á spjöld sögunnar. Skyldi smyglár- áttan vera horfin úr hugum land- ans þar með? Því fer íjarri. Ein lítil saga sem sannar að enn var ís- lendingurinn ekki af baki dott- inn. Á vetrarvertíðinni 1931 var ég sjómaður á vélbát, á einum af þessum stóru, 38 tonn. Það var beitt í landi en gert að aflanum um borð og saltað í lestina. Þegar svo lestin var full var farið til Hafnar- fjarðar og aflanum landað. Fisk- inn keypti Loftur Bjarnason. Nú bar svo til að einn dag í marsmánuði er við höfðum lokið við að landa úr fullum bát, rúm- lega 100 skippundum. Stefnan hafði verið sett fyrir Garðskaga. Skipstjórinn sagði mér að taka stýrið og gaf mér strikið. Veðri var svo farið, að suð-austan vindur var, 3—4 vindstig, og svo að segja sléttur sjór. Suddarigning var og lítið skyggni, eða eins og sagt er „rólegur landsynningur”. Þegar stímt hafði verið klukkutíma eða KEFLAVÍK - NJARÐVÍK HANDABANDS OG HÓPMYNDIR FERMINGARBARNA 1986 ELDRI MYNDIR FÁANLEGAR m \ UOSMYNDASTOFA SUÐURNESJA Hafnargötu 79. S. 2930 svo, kom kallinn upp og tók stýr- ið. Þá áttum við eftir að þrífa bát- inn ofandekks og moka salti í stí- urnar og gera allt klárt fyrir næstu aðgerð. Við hefðum betur látið saltið vera óhreyft á lestargólfinu, j ef okkur hefði órað fyrir því sem í vændum var. í hvert sinn sem við tókum við stýrinu af skipstjóranum áminnti hann okkur um að hafa vakandi auga með öllu í kringum bátinn, svo sem skipaferðum og öðru slíku. Er við höfðum stímað í um það bil hálfa klukkustund þótt- umst við greina skip á bakborða. Eins og áður sagði var skyggni slæmt, varla meira en hálfur kíló- metri, en fljótlega sá ég að þetta var danska varðskipið Fylla á leið til Reykjavíkur og kom innan úr Stakksfirði. Þá fór ég að kvíða fyr- ir því að kannski þyrfti maður að fara að draga þjóðfánann að húni, en það var skylda þegar dönsk varðskip áttu í hlut. Ekki mátti heldur sigla fyrir framan dönsku varðskipin. Manni virtist sem al- þjóðareglur á hafinu væru látnar víkja fyrir Dönum. I alþjóða sigl- ingareglum segir svo: ,,Ef línur tveggja skipa skerast þá skal það skipið sem hefir hitt á stjórnborða > víkja.“ En í þetta sinn lét ég Fyllu eiga sig, því hún fór fyrir aftan okkur á sínum 22 mflum, í gleð- ina og glauminn í höfuðborginni. En nú gerist margt á skömmum tíma. Þokunni léttir og um leið og sjóndeildarhringurinn víkkar sjá- um við að togari kemur öslandi á fullri ferð fyrir Garðskaga. Þá vor- um við staddir, eins og sagt er, Skiphól um Varir og Setufjallið í Hólmsberg. Fljótt dró saman með okkur og togaranum, en þeg- ar það voru um það bil 4 til 5 míl- ur milli skipanna taka þeir á tog- aranum í flautuna, eitt langt stuð, sem merkti að hann vildi hafa af okkur tal. Auðvitað datt okkur öllum það sama í hug, og ég er viss um að vatn kom í munninn á sumum og ekki að ástæðulausu. Ég þekkti skipið strax og var vel kunnugur ferðum þess. Það var að koma úr síðustu söluferð til Englands, því nú tók saltfisk- ) fiskeríið við. Þetta var góður túr, um 2.100 pund sterling og þá var ekki hörgull á sprúttinu hjá Bret- anum. Fór nú í hönd mikill þræl- dómur í tvo til þrjá tíma, en allt tekur nú enda. Þá er þokunni létti hægði vindinn, svo heita mátti logn þegar skipin mættust. Fór skipstjórinn okkar strax yfir í togarann. Báðir voru skipstjór- arnir Suðurnesjamenn og harðir sjósóknarar. Eitthvað munu þeir hafa þekkst en þó ekki náið. Ég 118 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.