Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 10

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 10
WINNINGi Séra Jón Thorarensen RÆÐA SÉRA BJARNA SIGURÐSSONAR FRÁ MOSFELLI VIÐ ÚTFÖR JÓNS THORARENSEN í DÓMKIRKJUNNI Náð sé með yður og friður. .... Sunnudaginn fyrstan í góu var sr. Jón Thorarensen hress að vanda og snemma á fótum. Hann skrapp í bflferð með syni sínum til Suðurnesja. Falleg voru nesin og fiskislóðin björt og heillandi í norðankiljunni. Þetta voru nesin hans, þess manns, sem þekkti sögu þeirra og bakgrunn mannlífs að fornu og nýju suður með sjó betur en aðrir menn. Fiskislóð og mið voru honum kunn frá blautu barnsbeini, og enn mundi hann gjörla þá daga, er hann sigldi hér krappan sjó eða lagðist fast á árar. Á heimleið fann hann til sársauka framar venju og var síðan örend- ur. Er við rennum augum yfir breiðtjald langrar og viðburða- ríkrar ævi, þykjumst við sjá, hvern- ig fingur guðs hefir dregið til stafs. Og þau rifjast upp fyrir okkur orð helgrar bókar: ,,Mér féllu að erfðahlut indælir staðir, og arf- leifð mín líkar mér vel..... Fyrir því fagnar hjarta mitt, sál mín gleðst, og líkami minn hvflist óhlutur." (Sálm. 16) - Knálegur stendur hann við siglu og fylgist með, hvernig byr fyllir segl á leið fram til fengsælla miða. — , ,Mér fellur að erfðahlut indælir staðir." Hann fæddist að Stórholti í Dalasýslu31. okt. 1902. Foreldrar hans voru hjónin Elín Jónsdóttir og Bjarni Jón Thorarensen, son- arsonur Bjarna Thorarensens amtmanns og skálds. Sr. Jón ólst upp að Kotvogi í Höfnum hjá Hildi föðursystur sinni og Katli Ketilssyni manni hennar, sem hann kallaði jafnan fóstra sinn. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi á vordögum 1924. Hefir það síðan verið í minnum haft, að af þessum 42 manna ár- gangi stúdenta settust 19 í guð- fræðideild. Sautján þeirra luku prófi, og var sr. Jón einn þeirra 15, sem tóku vígslu og gjörðust prestar. Annars var hann á þessum árum við fleira bundinn en guð- fræði hér í borg, þar sem hann stundaði lyfjafræðinám um 2 ára skeið og sinnti enn fremur kennslustörfum. Ekki er fjarri sanni, að það hleypi okkur kappi í kinn að sjá fyrir okkur þennan unga og vörpulega háskólamann á 3. tug aldarinnar, með seltu brimskafls- ins í fasi. Hann er hertur af sjó- erfðahlut indælir staðir, og arf- leifð mín líkar mér vel." Prestsstarfið heillaði. Fyrsta áratuginn gegndi sr. Jón þjónustu í Hrunaprestakalli, auk þess Stóranúpsprestakalli um eins árs skeið. En mestan hluta prests- þjónustu sinnar innti hann af sókn og sjóroki margra vertíða, einmitt af þeim slóðum, sem sjór er sóttur af einna mestu kappi með forsjá. Hann hefir hlotið veg- nest sitt á þeim stað, þar sem rís einhver veglegasti bær á landi hér miðað við forna tíma, allt með föstum, rammíslenzkum heimil- isbrag, þeim sem hefir þróazt undir handarjaðri sævíkinga, en með kirkju, kristindóm og órjúf- andi kristnar erfðir á stjórnborða. Börn, fórnfúsar konur, vaskir karlar, gamalmenni, frændur og óvandabundnir, kvæðamenn og sagnaþulir, allir gegna nokkru hlutverki, og aflt skapar það órofa heild undir handarjaðri viturra húsbænda. Sú menning og rækt- un manndóms og hygginda, sem unnt var að öðlast í þvflíku mann- lífsveri, er kostamikil, á sinn hátt á við trygga vísindastofnun. Með sanni gat sr. Jón tekið undir orð Ritningarinnar: ,,Mér féllu að hendi hér í Nesprestakalli, sem hann gegndi fyrstur presta, í ná- lega þriðjung aldar eða frá 1. janú- ar 1941 til 30. sept. 1972, er hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Enn fremur var hann ráðinn prestur við hæli holdsveikra í Kópavogi, síðar dvalarheimili vangefinna á sama stað, árin 1949-1976. Og ég hefi verið beð- inn að flytja hér kveðjur og þakkir frá sóknarnem Nesprestakalls og söfnuði; samverkamenn hans í söfnuðinum kveðja hann með virðingu og söknuði. Orð hafa litla merkingu á okkar tíð, þegar helzt sýnist skipta máli að hrópa hátt og tala í hástigum. Samt hlýt ég að minna á það, sem einmælt er, að hér fór svipmikill drengskaparmaður, hispurslaus kennimaður, sem undarlega vel tókst að varðveita einlægni ungl- ingsins. Rómur hans barst víða og fyllti kirkjuna, þar sem hann fór. Embættisverk vann hann af áskapaðri smekkvísi, sálgæzlu sinnti hann af innsæi trúmanns- ins. Ég minnist þess, hvernig sóknarbörn hans lýstu því fyrrum í mín eyru, að stórhátíðir misstu nokkuð af hreimi sínum í vitund þeirra, ef ekki væri farið í kirkju og hlýtt á einarða og skorinorða kenningu hans og sóttur styrkur í þróttmikinn róm hans og fagurt embætti. Honum var tamt að láta auðsveipni við langsóttar kenni- setningar lönd og leið. Fremur kaus hann að skera gróðurinn eft- ir sjónhendingu þar, sem honum þótti viðhlítandi, og gróðursetja í íslenzkum jarðvegi. Hér fór kennimaður, sem fyllti út í hemp- una sína, en bljúgar voru bænir frá heitu hjarta. - „Mér féllu að r erfðahlut indælir staðir, og arf- leifð mín líkar mér vel." Sr. Jón Thorarensen var ekki þjóðkunnur af prestslegri þjón- ustu einni saman. Hann var virtur rithöfundur, og á þeim vettvangi átti hann sér afar sérstæðan og af- markaðan bás, svo að aðrir fóru þar ekki í fötin hans. Allt, sem fyrrum laut að sjómennsku og sjó- sókn þekkti hann út í hörgul. Fyrsta skáldsaga hans kom að vísu ekki út fyrr en 1949, en áður var hann raunar kunnur fyrir rit- störf og söfnun þjóðsagna og þjóð- hátta. En þessi skáldsaga fékk ekki lakari viðtökur en svo, að hún varð metsölubók það árið. Kom hún þá raunar út í 2 útgáf- um, sem báðar seldust upp fyrir jól. Hér verður ekki reynt að gjöra þessum þætti ævistarfs sr. Jóns nein skil. En bækur hans voru sérstæðar um stfl, málfar og efnis- \ tök, frásögn öll tilgerðarlaus og blátt áfram, en hafði yfir sér þokka, sem með nokkrum sanni má líkja við aðdráttarafl íslend- inga sagna. Þegar frásögn hans rís hæst, veltist kynngimagnað tungutak hans fram og hvolfist yf- ir lesandann líkt og öldurfaldur á slóðum Útnesjamanna. í bókum hans er mörgu því, sem nú er horfið í úthafsdjúp gleymskunn- 86 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.